Vikan - 09.12.1971, Síða 10
— Það er næsta ótrúlegt,
sagði hann blíðlega og hún tók
eftir því að ameriski hreimur-
inn í rödd hans varð greini-
legur, — að slíkar hugsanir
skuli geta leynzt bak við þetta
slétta enni . . .
Svo brosti hann og hristi
höfuðið, með umburðarlyndis-
svip.
— Stúlka mín, þú ert allt of
taugaveikluð . . . eða ertu að
þykjast fyrir mér. Þú með allt
þitt svissneska hyggjuvit og
raunsæi. Veslings litla alpa-
blóm . . . elsku litla alparós
með höfuðið í skýjunum.
Hvernig getur þú látið þér
detta svona hræðilegir hlutir í
hug? Hvernig getur þú verið
svona blind? Svona barnalega
heimsk? Vesalings litla alpa-
blóm . . .
Hann talaði rólega við hana
og reyndi að hughreysta hana
eins og hún væri lítið barn.
Og alltaf var hann með þetta
sama bros, glettnislegt, en
stríðnislegt um leið.
Og smátt og smátt varð hún
rólegri og brosti til hans.
Heyrið þið mig nú, sagði Si-
mon Templar og brosti elsku-
lega við andlitunum fjórum,
sem virtu hann fyrir sér, —
þrjú voru áköf en það þriðja
hugsandi. — Hlustið nú á mig.
Við þurfum að tala um alvar-
lega hluti. Heyrið þið hvað ég
er að segja?
— Já, sögðu kvenraddirnar
þrjár í kór.
— Ágætt. Sjáið nú til . . .
þegar við höfum lokið við
þennan ágæta morgunverð, sem
Heidi hefur framreitt handa
okkur, þá gerum við áætlun.
Eruð þið ekki sammála?
— Jú, hrópuðu raddirnar
þrjár.
— En áður en við gerum
áætlun, verðum við að þakka
Heidi fyrir matinn, er það
ekki?
Nú voru aðeins tvær raddir,
sem svöruðu játandi.
Kollok þagnaði snöggvast og
virti Nieky fyrir sér.
— Hvað er að þér drengur
minn? Hefurðu misst málið?
— Nei, sagði Nicky.
— Það er gott að heyra,
sagði Kollok glaðlega, eins og
Nicky hefði sagt eitthvað sem
gladdi hann.
Nicky beit á vörina. Kollok
sneri sér að telpunum og brosti.
— þökkum við Heidi fyrir
matinn.
Hann stóð upp, gekk kring-
um borðið og stillti sér upp við
hliðina á Heidi.
— Ég þakka innilega fyrir
þennan ágæta mat, Heidi, sagði
hann hæversklega.
Svo beygði hann sig, eins og
til að gera sig minni, hristi
ákaft höfuðið, eins og Venetia
var vön að gera og líkti eftir
rödd hennar. — Þúsund þakk-
ir fyrir matinn, Heidi . . .
Börnin störðu á hann, mál-
laus af undrun.
Þau komu ekki upp nokkru
orði en mændu á hann, þegar
hann gerði sig ennþá minni og
ságði, með mjórri barnsrödd:
— Takk fyrir matinn, Heidi.
Amanda roðnaði. Hann hafði
líkt svo nákvæmlega eftir rödd-
um þeirra systranna. Nicky
hrukkaði ennið.
EJftir andaf-taks þögn fóru
systurnar að hlæja.
Kollok yppti aðeins öxlum,
þegar þær fóru að dást að þess-
ari list hans.
— Bíðið, sagði hann. — Bíðið
þangað til þið heyrið þriðju
röddina.
Getur þú haft eftir Hei-
di? æptu systurnar og voru að
springa af hlátri.
— Auðvitað get ég það, sagði
hann og sagði: — Verið þið nú
þæg, ef þið hafið hátt, þá vek-
ið þið pabba. Það hefði aðeins
getað verið Heidi sjálf sem tal-
aði. Heidi var hrifin, en samt
gat hún ekki losnað við ein-
hverja undarlega tilfinningu.
Hvernig gat hann breytt rödd
sinni svona? Henni fannst jafn-
vel eitthvað skuggalegt við
það. Henni fannst hún ekki
þekkja hann eins vel og áður.
Hann sá á svip hennar hvern-
ig henni leið, greip hönd henn-
ar og kyssti, með riddaralegri
hneigingu. Varir hans snertu
aðeins handarbak hennar.
Heidi, ég endurtek þakk-
ir mínar fyrir þessa frábæru
máltíð, sagði hann með sinni
eigin rödd og horfði innilega
í augu hennar.
Hún andvarpaði og létti mik-
ið. Hann fann að höndin, sem
hann hélt í, varð slakari. Vene-
tia og Amanda horfðu á hann
með hrifningu og gleymdu að
flissa.
— Ég er hissa á að pabbi
skuli aldrei kyssa á hönd
mömmu, andvarpaði Venetia.
— Hann er giftur henni,
sagði Amanda snögglega. —
Gift fólk gerir ekki svoleiðis.
Venetia opnaði munninn og
10 VIKAN 49. TBL.