Vikan


Vikan - 09.12.1971, Page 17

Vikan - 09.12.1971, Page 17
hjá kalífanum í Granada. Svo maður bæti því nú ekki við að henni hefur tekizt svo vel að hún er uppáhald húsbóndans, ástmey kalífans, perla kvenna- búrsins . . . — Þegiðu! tók Arnaud reiði- lega fram í fyrir henni og hann var náfölur. Þegar Máraprins- essan hafði nefnt val bróður síns rétt áður, hafði Arnaud ekki verið búinn að ná sér eft- ir að sjá konu sína, svo hann hafði ekki lagt svo mikið upp úr því, en nú rann upp fyrir honum sannleikurinn, sem að baki þessu lá, og Catherine sá hvernig reiðin svipti burt gleð- inni, sem hafði ljómað í augum hans rétt áður. Svo sneri hann sér að henni. — Er þetta satt? þrumaði hann, svo hranalega að Cath- erine skalf. Hún þekkti vel hræðilega afbrýðisemi hans og skildi hvað bjó á bak við reiði- glampann í augum hans og samanbitnar tennurnar. En lymskuglottið í augum Zobeidu veitti henni aftur sinn fyrri kjark. Það var vissulega nokk- uð langt gengið að ætla að hirta hana á þennan hátt, hér fyrir framan þessa Márastelpu, sem hafði verið ástmey hans í marga mánuði! Hún reigði höf- uðið, teygði fram hökuna og svaraði þrjózkulega: — Reyndar, sagði hún ró- lega. — ÍSg varð að hafa ein- hver ráð til að komast hingað innfyrir múrana. Allar leiðh eru leyfilegar í þessu tilfelli.. — Jæja? Þú virðist gleyma — Ég held frekar að það sért þú sem gleymir! Má ég spyrja, hvað ert þú að gera hér? — Ég var tekinn til fanga. Þú hlýtur að vita það ef þú hefur hitt Fortunat. Framháld á bls. 41. 49. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.