Vikan


Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 23

Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 23
Jimi Hendrix eftirprentaður Eins og lesendur muna, hélt JÓHANN G. JÓHANNSSON, (fyrrverandi Óðmaður) mál- verkasýningu í Casa Nova sl. sumar og meðál mynda var ein af Jimi sáluga Hendrix. Vakti myndin töluverða athygli og um það leyti er sýningunni var að Ijúka, komu ónefndir aðilar að máli við Jóhann og buðust til að fjármagna eftirprentun á myndinni. Til að gera langt mál stutt, þá er myndin komin út og selzt vel, enda eftirprentunin, sem gerð var í Kassagerðinni, vel heppnuð og segir Jóhann ár- angurinn hafa farið fram úr óllum vonum sínum. Upplag er þó heldur takmarkað, þannig að fólki er bent á að hasta sér við kaupin á góðri mynd af miklum listamanni. Myndin, sem fylgir með þess- um línum, sýnir Jimi og er táknrœn fyrir þau áhrif sem hann hafði. Þá sakar ekki að geta þess í lokin, að ekki alls fyrir löngu kom á markaðinn ný LP-plata með Jimi Hendrix og ber hún heitið „JH live at the Isle of Wight“, en það voru síðustu hljómleikarnir sem Jimi lék á fyrir sorglegan og sviplegan dauða sinn á síðasta ári. Hæfiieikar Magnús Sigmundsson & Jóhann Helgason: „Við semjum ekki saman, heidur syngjum hvor fyrir annan í símann." Suður með sjó, ekki langt frá þeim stað hvar amerískir soldátar æfa sig í manndráp- um, búa tveir ungir menn í kompaníi við um það bil fimm þúsund manns í viðbót. (Út úr þessari hástemmdu prelúdíu ættu flestir hæfilega skynsam- ir einstaklingar að sjá, að ver- ið er að tala um Keflavík). Þessir tveir ungu menn heita Jóhann Helgason og Magnús Sigmundsson og hafa 'sér það til ágætis að vera búnir meiri og athyglisverðari hæfileikum á tónlistarsviðinu en flestir aðrir. Þó hafa þeir ákaflega lítið gert af því að koma fram opinberlega og sannast sagna hefur það aðeins skeð einu sinni, á þjóðlaga- og vísna- kvöldi í Tónabæ fyrir mán- uði síðan. Þeir Magnús og Jó- hann koma sem sé fram til að syngja og spila eigin lög við eigin texta — alla á ensku og segja það vegna þess að ís- lenzka sé „óþjált mál“ til ljóða- í sérflokki gerðar. Ekki er víst að allir séu sammála þeim félögum í því efni og víst er að Stephan gamli G. Stephanson myndi snúa sér við í gröf sinni ef hann heyrði þessa fullyrðingu þeirra. Að vísu er ekki alveg rétt með farið, þegar því er haldið fram að þeir hafi aðeins einu sinni komið fram áður, því þeir voru fyrir nokkrum árum í hljómsveit sem hét Nesmenn og var sú gerð út frá Kefla- vík. „Við vorum í þeirri hljóm- sveit í hálft annað ár,“ segir Jóhann. „Það var tóm vitleysa frá upphafi til enda. Svo að segja hverri krónu var til dæm- is stolið af okkur á einn eða annan hátt.“ Síðan er liðinn nokkuð langur tími og fyrir á að gizka tveimur árum síðan komu fram á þjóðlagakvöldi hjá VIKIVAKA tveir keflvísk- ir piltar, áðurnefndur Jóhann Helgason og Guðmundur nokk- ur Reynisson, sem er hálfbróð- ir Jóhanns G. Jóhannssonar og man fólk ábyggilega eftir því, að þeir bræður hafa samið nokkur góð lög í sameiningu, til dæmis „Það kallast að koma sér áfram“. Þeir Jóhann (Helgason) og Guðmundur komu ekki fram eftir þpð, en um síðustu páska var haldinn i Tónabæ íslenzk- amerískur „konsert“, á vegum Tónabæjar, VIKIVAKA og KAUS, samtaka skiptinema þjóðkirkjunnar, og þar komu fram Ríó-tríóið, bandarískur skólakór sem hér var á ferð, bandaríski þjóðlagasöngvarinn James Durst, skólakór MH og fjögurra manna sveit frá Kefla- vík, sem kallaði sig Ábót, en það voru þeir Jóhann og Magn- ús auk þeirra Ingva Steins Sig- tryggssonar og Finnboga Kjart- anssonar. Vakti Ábót mikla at- hygli en þeir komu ekki fram aftur, en skömmu eftir þennan konsert tóku þeir Jóhann og Magnús upp tveggja laga plötu . . . sjálfir! Gekk það þannig fyrir sig, að þeir fóru út í Stapa með segulbandstæki, fengu með sér trommara, bassaleikara og org- anista og tóku upp tvö lög, bæði frumsamin og framúrskarandi góð. Síðan fóru þeir með spól- una í Fálkann og Fálkinn lof- aði að gefa út tveggja laga plötu en ennþá er engin plata Framhald á bls. 45. 49. TBL. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.