Vikan


Vikan - 09.12.1971, Síða 25

Vikan - 09.12.1971, Síða 25
MOTLEIKARINN Ali MacGraw var mótleikari Ryans í kvikmyndinni „Love Story", sem hefur verið sýnd viS metaðsókn um allan heim. Ekkjumaðurinn ungi, Oliver Barret IV. úr „Love Story“, öðru nafni Ryan O'Neal, er nú að skilja við aðra eigin- konu sína. Hversvegna kvennagullið vill skilja við konu sína og soninn Patrick, liggur ekki ljóst fyrir. Ryan átti það til að verða ástfanginn af meðleikurum sínum og tvær leikkonur hafa fylgt honum að altarinu. Fyrri eiginkona var hin glæsilega leikkona Joanna Moore. Það slitnaði upp úr því hjónabandi, þegar Leigh Tayler-Young var ráðin til að leika á móti honum í sjónvarpssyrpunni „Peyton Place“, þar sem hann lék eitt af aðalhlutverkun- um. Það hafði reyndar hrikt í stoðum hjónabands hans og Joönnu áður, vegna Miu Farrow, Barböru Perkins og annarra. Nokkru fyrir fæðingu son- arins Patricks, kvæntist hann Leigh, móðurinni. Það er ótrúlegt hve mót- leikari hans í „Love Story“, Ali Mac Graw, er lík Leigh Táyler-Young, en ekkert bendir samt til að það geti ver- ið orsök skilnaðarins. Ali MacGraw býr í mjög hamingjusömu hjónabandi með Bob Evans, sem var framleiðandi að kvikmyndinni „Love Story“. Leikkonan Leigh Tayler-Young fæddi Ryan soninn Patrick, nokkru fyrir brúðkaup þeirra fyrir þrem árum. 49. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.