Vikan - 09.12.1971, Síða 43
sekt mína! Ég gaf mig á vald
Muhammads, vegna þess að það
var eina leiðin til að komast
inn í þessa höll, ég átti ekki
annarra kosta völ!
— Og Brézé? Hafðirðu ekki
annarra kosta völ þá?
Catherine dró djúpt andann.
Ef hann ætlaði að fara að grafa
allt upp, þá yrði þetta löng og
hörð barátta! En hún þröngv-
aði sér til að láta það ekki á
sig fá og svaraði rólega:
— Hvað sem þú hefur heyrt,
þá hefur Brézé aldrei verið
elskhugi minn! Hann vildi
kvænast mér. Og um stund
fann ég hjá mér freistingu til
þess. Það var eftir fall de Tre-
moilles og mér fannst ég alltof
þreytt til að halda áfram þessu
lífi. Ég var í gríðarlegri þörf
fyrir frið, blíðu og vernd.. Þú
getur aldrei látið þig dreyma
hvernig vorið í fyrra var og
hvað sigur okkar kostaði mig!
Hefði ekki Brézé bjargað mér,
þá hefði ég verið tætt í sundur
af böðlum Dame de Tremoille.
Hún þagnaði um stund, til að
láta sársaukann, sem þessum
minningum var samfara, líða
hjá. Svo hélt hún dauflega
áfram: — Brézé hjálpaði mér,
bjargaði mér frá dauðum,
verndaði mig og hjálpaði mér
til að ná hefndum. Hann barð-
ist fyrir minningu þína, hann
hélt að þú værir látinn, hann
sá ekkert rangt í því að vilja
kvænast mér. Hann er góður
og tryggur maður . . ,
— Þú verð hann líka hraust-
lega! tók Arnaud fram í fyrir
henni með biturri rödd. — Ég
er undrandi að þú skyldir
standast töfra hans . . .
— Það var vegna þess að mér
var ekki leyft það! sagði Cath-
erine, sem var að missa taum-
hald á sér aftur.og vildi viður-
kenna af hreinskilni hvað fyr-
ir hafði borið. — Hefði ekki
Bernard de Armanac komið á
milli, þá er ekkert sennilegra
en að ég hefði tekið bónorði
hans. En ég sver við Guð að
þegar hann fór til Montsalvy
til að sækja bannfæringarskjal-
ið, þá hafði Pierre de Brézé
enga ástæðu til að halda að ég
ætlaði að giftast honum. Það
var þegar ég frétti um þessa
framhleypni hans að ég rauf al-
veg sambandið við hann.
— Þetta er allt ósköp hug-
næmt, sagði riddarinn þurrlega.
— Og hvað gerðir þú eftir þenn-
an skilnað ykkar?
Catherine varð að taka á
allri sinni þolinmæði, til að
æpa ekki af bræði. Þessar yfir-
heyrslur Arnauds gerðu hana
frávita af reiði. Hann lék þetta
hlutverk bróður, sem vill
hreinsa heiður fjölskyldunnar,
of vel, þar sem hann krafðist
svara, án nokkurrar miskunn-
ar, eins og árin sem þau höfðu
átt saman, hefðu alls ekki ver-
ið til. Jafnvel bréfið, sem hann
hafði skrifað henni, þegar hann
yfirgaf Montsalvy, hafði ekki
sýnt svona mikið sært stolt og
biturleika . . . Það hafði verið
yndislegt bréf, fullt ástar. Það
gat verið að hann hafi litið
mildari augum á lífið, þegar
hann sjálfur hélt að ekkert
væri framundan, annað en öm-
urleiki og dauði. En nú, þegar
Arnaud hafði endurheimt heils-
una og lífið, var eins og hann
yrði aftur einstrengingslegur og
að hin gamla þrjózka og heift,
sem svo oft hafði orsakað henni
sársauka, væri nú búin að ná
valdi yfir honum.
☆
VARÐ MAÐURINN
VITSMUNAVERA...
Framhald af bls. 14.
hann „kynferðislegra áhrifa“
var.
Þessi tilraun olli þó ekki
mestu um að sannfæra Maerth,
heldur „þessi svokölluðu vís-
indi“, sem hann annars talar
um af heldur lítilli virðingu.
Mannfræðingar hafa sem sé
veitt því athygli, að mjög
margar höfuðkúpur frá fyrstu
tíð mannsins, sem fundizt hafa,
eru með götum, sem greinilega
hafa ekki orðið til af sjálfu sér.
Tilraun, sem bandarískir líf-
fræðingar nýlega gerðu, hefur
gert kenningu Maerths eitthvað
sennilegri. Líffræðingar þessir
tömdu fyrir nokkrum árum
nokkur dýr og fæddu síðan
ótamin dýr sömu tegundar á
heilum þeirra. Skepnurnar
sýndu þegar aukna greind, rétt
49. TBL. VIKAN 43