Vikan - 09.12.1971, Síða 45
eins og þær hefðu með heila-
átinu beinlínis bætt við sig
greind hinna dýranna. Maerth
efast þó um, að vísindamenn
þessir þori að draga réttar
ályktanir af rannsóknum sín-
um opinberlega, af ótta við að
mannkynið verði ekkert hrifið
er það heyrir „hinn hræðilega
sannleika" um upphaf hins
skyni gædda manns.
Ekki gekk þessi gáfnavöxtur
andskotal'aust, segir Maerth. Af
öllu heilaátinu og greindarvext-
inu stækkaði heili manna svo
ört, að hann hætti að komast
þægilega fyrir í höfuðkúpunni.
Afleiðingin varð hræðilegur
höfuðverkur, sem allt mann-
kyn var sárþjáð af í ein fimm-
tíu þúsund ár. Þessi þrýstingur
á heilann hafði í för með sér
að græðgi manna í heila og
greind hvarf, að undanteknum
fáeinum mannætum, sem enn
eru til og hafa dregizt ein tvö
hundruð þúsund ár aftur úr í
þróuninni.
Kenning Maerths er raunar
syndafallssagan úr Fyrstu
Mósebók, að vísu sett fram á
miklu grófari hátt. í staðinn
fyrir eplið af skilningstré góðs
og ills étur maðurinn heila ná-
ungans, en árangurinn verður
sá sami, yfirburðagreind og um
leið erfðasynd, því að auðvita^
er það vondslegur hlutur að
drepa náunga sinn og borða úr
honum heilann. Manninum var
refsað með því að heili hans
varð ofvaxinn og sjúkur, að
hann losnaði úr samræmi við
náttúruna. Siðan hefur saga
mannkynsins verið eirðarlaus
en algerlega árangurslaus leit
að því samræmi. Meira að segja
hefur ástandið síversnað; of-
fjölgun, mengun og atómvopn
hafa þegar leitt mannkynið fast
að höggstokknum.
Eina hugsanlega björgin,
heldur Maerth áfram, er að
mannkynið tileinki sér nýja
lífsheimspeki, þar sem mest
áherzla sé lögð á hógværð og
kæruleysi um veraldargæði.
Vesturlönd séu mjög djúpt
sokkin í viðurstyggilega efnis
hyggju, sérstaklega Bandarík-
in, sem Maerth kallar „heila-
lausa risann“. Hann hugsar sér
að villan við Como-vatn verði
miðstöð, þar sem spekingar
víða að geti í næði og friði
hugsað, rökrætt og ræktað hug
sinn í leit að ráðum til bjargar
aumingja heiminum.
Lífsferill þessa sjálfmenntaða
heimspekings, mannfræðings og
heimsfrelsara hefur verið nokk-
uð viðburðaríkur. Hann barð-
ist í ungverska flughernum í
heimsstyrjöldinni síðari, lenti í
einhverju klandri við yfirboð-
ara Sína og var handtekinn af
Gestapo. Franskir hermenn
leystu hann úr haldi í stríðs-
lok. Þá fór hann til Ítalíu
og vann þar fyrir sér sem leigu-
bílstjóri, unz hann hafði öngl-
að saman fyrir fari til Suður-
Ameríku. Þaðan komst hann til
Austur-Asíu, settist að í Hong
Kong og bjó þar ellefu ár. Hann
kom sér upp skóverksmiðju og
græddi á því fyrirtæki auð
fjár. Honum líkaði stóryel við
Kínverja, „þeir eru svo mann-
legir,“ segir hann. Hann fór að
tileinka sér lifnaðarhætti og
heimspeki Austurlanda fjær. í
ferð til Ástralíu kom hann við
á Nýju-Gíneu og kynntist
mannætum þar. Þá datt hon-
um í hug kenning sú, sem hann
heldur nú fram um uppruna
mannsins.
Hann gerir sér raunar ekki
miklar vonir um að mannkyn-
inu sé viðbjargandi, úr því sem
komið er. Honum finnst meira
að segja meira en trúlegt að í
framtíðinni verði á ný hafin
fjöldamorð og stríð með það
eitt fyrir augum að ná heilan-
um úr náunganum og éta hann.
„Við þörfnumst meiri greind-
ar!“ gæti vel orðið slagorð
framtíðarinnar. „Stríð borga
sig!“
HÆFILEIKAR
I SERFLOKKI
Framhald af bls. 23.
komin og láta þeir félagar illa
af viðskiptum sínum við fyrir-
tækið.
Annars er það aukaatriði. Að-
alatriðið er það, að þessir
drengir semja og flytja góða
músík og lofa góðu. Er platan
kemur út gefst landslýð að
heyra en þeir hafa hugsað sér
að nota hana sem „start“ og
vilja, eftir útkomu hennar,
hefjast handa við að koma
fram, hvar sem er — „svo lengi
sem fólk vill hlusta“, eins og
Magnús segir.
Það þarf enginn að efast um
að fólk vill hlusta. Hlusta og
hrífast. Glataða sál sína leggur
umsjónarmaður þessa þáttar að
veði.
THELMA
Framhald af bls. 13.
hitt og þetta og þá kom fram,
að hann gat ómögulega trúað
því, að hnetur, sem uxu á beyki-
trjám væru alveg jafnætar og
Kr. 1.444,00
Hátíðaplatti '70
Kr. 895,00
Jólaplatti '71
Kr. 595,00
Mæðradagsplatti '71
Kaffistell
Matarstell
Vasar
Styttur
Veggplattar
RiimMitriiii
Hafnarstræti 17
Prjónastofa Önnu Bergmann
sími 52533
JÓLAFÖTIN Á
BÖRNIN FRÁ
PRJÓNASTOFU
ÖNNU
BERGMANN
fást hjá: Valborg,
Sif,
Berglind og
Storkinum,
Kjörgarði.
Úti á landi:
Verzl. Edda, Kefla-
vík; Kaupfél. Höfn,
Selfossi; Kaupfél.
A.-Skaftfellinga,
Höfn, Hornafirði;
Verzl. Ásbyrgi,
Akureyri; Kaupfél.
Skagfirðinga,
Sauðarkróki; Kaupfél. Patreksfirði; Kaupfél. Borgfirðinga, Borgarnesi.
49. TBL. VIKAN 45