Vikan - 09.12.1971, Síða 58
^'YyvvjW’OýwixH
>»^ó<oo«*«w*ofl>»»ow^ugooog»»<i<><Kiftli<')>l>oqpo«>wK^g^
................................**!!???.
................... giJ1^-
y»*<*0<00000«»l00000000^0000000w)00000>
Y<ýss/jw
dralon
HEKLU
PEYSA
LÉTT&
LPUR
AUSTURSTRÆTI
sem sátu við söluborðin og buðu
vörur sínar.
— Sjáðu, sagði Amanda. —
Þetta fólk sem er að selja, er
hræðilega fátækt. Þau eru öll
í slitnum fötum og það er vond
lykt af þeim.
— En þau sem eru að kaupa,
líta miklu betur út, sagði Vene-
tia. — Þau eru miklu hraust-
legri og þau eru líka hrein.
— Þetta ætti að vera öfugt,
sagði Amanda. — Þau sem eru
að selja eiga vörurnar, en þeir
sem eru að kaupa eiga ekkert,
þess vegna kaupa þeir.
— Það eru kaupendurnir sem
eiga allt, sagði Kollok brosandi.
— Þeir eiga nefnilega pening-
ana. Og peningarnir eru það
mikilvægasta í heiminum. Það
vitið þið nú.
— Það er ekki satt! hrópaði
Venetia æst. — Það mikilvæg-
asta er að . . . að lifa. Hún saup
hveljur af ákafa.
— Nei, sagði Amanda, — það
er að sjá. Hún glennti upp aug-
un og leit í kringum sig.
— Og að elska, sagði Heidi
og leit á Kollok, ljómandi af
ánægju.
Nicky þagði. En í laumi lyfti
hann vinstri höndinni og snerti
kinn sína, þar sem móðirin
hafði kysst hann síðast. Koss-
inn var þar ennþá, það fann
hann greinilega.
Hann andvarpaði.
Þið eruð öll börn, sagði
Kollok, — þú lika, Heidi. —
Þið hafið ekki ennþá hugmynd
um raunverulegt gildi hlutanna.
En einhvern tíma komizt þið
að því að með peningum getur
maður yfirleitt fengið allt sem
maður óskar.
— Hvað er að þér, Nicky?
spurði Heidi. — Ertu lasinn?
— 5Ég veit hvað það er sem
þennan unga herra langar til
að eiga, sagði Kollok, sem hafði
verið að skoða einhvern hlut á
söluborðinu hjá sér.
Það var einhver dökkur hlut-
ur, í laginu eins og gaffall, nei,
hann var líkari stóru Y, með
teygju, sem var fest í efri end-
ana.
— Vitið þið hvað þetta er?
spurði Kollok brosandi og sýndi
telpunum hlutinn.
Venetia og Amanda hristu
höfuðin. Heidi þagði og skyndi-
lega fór Nicky að tala, í fyrsta
sinn síðan þau fóru að heiman.
— Þetta er slöngva, sagði
hann með alvörusvip. — Mig
langar ekki til að eiga hana.
Pabbi sagði að maður ætti al-
drei að leika sér með slöngvu,
það er hættulegt.
Framháld í nœsta blaði.