Vikan - 10.02.1972, Page 3
6. tölublaS - 10. febrúar 1972 - 34. árgangur
ii
i
Hún man
fyrra líf
sitt
Óvenjulegur greinaflokk-
ur hefst í þessu blaði.
Hann segir frá sænskri
konu, sem fullyrðir, að
hún muni fyrri tilveru
sína. Þessi furðulega
frásögn hefur birzt í
blöðum um öll Norður-
lönd að undanförnu.
Sjá bls. 6.
EFNISYFIRLIT
GREINAR BLS.
Hér er ég grafin, fyrsti hluti óvenjulegs greinaflokks, sem nefnist „Eg hef sett blóm
á gröf mína" 6
Elskað ekki viturlega en hóflaust, sagt frá sýningu Þjóðleikhússins á Óþello 8
Af ættum stórbrotinna gósseigenda, grein um bernsku og uppruna rússneska Nóbels- skáldsins Solsénitsyns 16
Bernska
Nóbels-
skáldsins
Solsénitsyn er frægasta
núlifandi skáld Rússa. Við
lesum um hetjulega bar-
áttu hans heima fyrir ■
fjölmiðlum. En hvað vit-
um við um ætt hans og
uppruna? Svarið við því
fæst í grein á bls. 16.
Þorrablót
Lions-
félaga
Guðbrandur Magnússon,
fyrrum forstjóri Áfengis-
verzlunar ríkisins, er í
hópi elztu félaga i Lions-
klúbb Reykjavíkur.
Klúbburinn hélt bænda-
kvöld nýlega, þar sem
eingöngu voru karlmenn.
Sjá myndasyrpu frá veizl-
unni á bls. 23—25.
KÆRI LESANDI!
VIÐTÖL
Ef vel er æft næst ávallt árangur — fyrr eða síðar, Vikan heimsækir íþróttamann ársins, Hjalta Einarsson 28
SÖGUR
Hjáguði skrifað, smásaga eftir Tove Jansson 12
Kona um borð, framhaldssaga, fjórði hluti 20
Leyndardómur Maríu Roget, framhaldssaga eftir Edgar Allan Poe, annar hluti 32
ÝMISLEGT
Þorrablót á bóndadegi, myndasyrpa frá bændakvöldi Lionsklúbbs Reykjavikur 23
Fondue og aðrir ostaréttir; Eldhús Vikunnar, umsjón: Dröfn Farestveit, húsmæðrakennari 26
Stjörnuspá fyrir allt árið 14
Simplicity-snið 30
Lestrarhesturinn, lítið blað fyrir börn; um- sjón: Herdís Egilsdóttir, kennari 45
FASTIR ÞÆTTIR
Nú eru þorrablótin í algleym-
ingi. Þær eru ekki svo fáar sam-
komurnar, sem haldnar eru um
land allt þessa dagana, þar sem
eingöngu eru íslenzkar krásir á
boðstólum. Vikan brá sér á eitt
þorrablót og harla óvenjulegt. —
Við heimsóttum bændakvödd Li-
onsklúbbs Reykjavíkur, þar sem
karlmenn einir máttu mæta. Það
var sannarlega glati á hjalla,
mikið etið og drukkið og sungið
við raust. Við birtum skemmti-
legar svipmyndir frá samkom-
unni á þremur síðnm í þessu
blaði.
Þá lögðum við einnig leið okk-
ar heim til íþróttamanns ársins,
Hjalta Einarssonar. Vikan hefur
haft fyrir sið undanfarin ár að
kynna rækilega þann íþrótta-
mann, sem þennan eftirsótta tiiil
hlýlur hverju sinni. Hjalti Ein-
arsson er í hópi vinsælustu
íþróttamanna og hefur oft orðið
þess valdandi, að áhorfendur í
Laugardalshöllinni liafa farið
ánægðir heim eftir skemmtileg-
an kappleik. Það er Örn Eiðs-
son, sem spjallar við Hjalta um
iþrótlaferil hans, framtíðaráform
og sittlwað fleira.
Loks vildum við mæta með
tveimur þýddum greinum: Upp-
hafi greinaflokks um sænska
konu, sem man fyrri tilvist sína,
og frásögn um bernsku og upp-
runa Solsénitsyns.
Pósturinn 4
Heyra má 10
Myndasögur 34, 36, 40
Krossgáta 35
Stjörnuspá 31
FORSJÐAN
Íþróttafréttaritarar dagblaðanna kusu í ár eins
og áður íþróttamann ársins. Fyrir valinu varð að
þessu sinni Hjalti Einarsson, markvörður í FH.
Við heimsóttum hann á dögunum og segjum frá
heimsókninni á bls. 28. (Ljósm. Egill Sigurðss.).
VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gvlfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning:
Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður
Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjórn,
auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33.
Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa-
sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu-
blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð
misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram.
Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst.
6. TBL. VIKAN 3