Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 8
ELSKAÐ EKKI VITURLEGA EN HÓFLAUST ÓÞEIIÓ í WÓOIflKHÚSINU Leikstjórinn ásamt þeim, sem fara með helztu hlutverkin, talið frá vinstri: Gunnar Eyjólfsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Jón Gunnarsson, Brynja Benediktsdóttir, Kristín M. Guðbjörnsdóttir, Jón Laxdal Halldórsson, John Fernald og Baldvin Halldórsson. Á æfingu: Gunnar Eyjólfsson (Jagó) æfir sig á að hvísla rógi að Jóni Laxdal Halldórssyni (Óþelló). Þann ellefta þessa mánaðar frumsýnir Þjóðleikhúsið Óþelló, einn hinna frægu harmleikja Williams Shakespeares. Leik- stjórn hefur á hendi John Fern- ald, frægur leikhúsmaður ensk- ur, sem um tíu ára skeið var skólastjóri við Royal Academy of Dramatic Art og starfaði síð- ar sem leikstjóri í Bandaríkj- unum í fimm ár. Þar að auki hefur hann kennt leiklist sem prófessor við ýmsa háskóla. — Aðstoðarleikstjóri er Klemens Jónsson, en Lárus Ingólfsson gerði leikmyndir og búninga. Er lögð áherzla að ná inn í sviðsetninguna eins miklu og mögulegt er af áhrifum frá Globe-leikhúsinu á tímum Shakespeares. Aðalhlutverkið, Márann Óþelló, fer með Jón Laxdal Halldórsson, sem getið hefur sér frægðarorð sem leikari í þýzka heiminum og leikur hér nú sem gestur; er annars fast- ráðinn við leikhús í Zúrich. Jagó, einn kunnasta skúrk sam- anlagðra leikbókmennta heims- ins leikur Gunnar Eyjólfsson, Desdemónu hina fögru leikur Kristín M. Guðbjörnsdóttir, Emilíu konu Jagós Herdís Þor- valdsdóttir, Valur Gíslason hertogann 1 Feneyjum, Braban- tíó ráðherra Ævar R. Kvaran, Kassíó herforingja Jón Gunn- arsson, Roderígó Baldvin Hall- dórsson, Montanó landsstjóra Gísli Alfreðsson, Gratíanó Flosi Ólafsson, Lodóvíkó Rúrik Har- aldsson, Bjönku Brynja Bene- diktsdóttir. Þess er að vænta að vel hafi tekist til um sam- starf leikstjóra og leikara, því að margir af leikurum Þjóð- leikhússins eru einmitt gamlir nemendur Fernalds úr Royal Academy. Þýðingu þá, sem notuð er við þessa uppfærslu, gerði Helgi Hálfdanarson, en áður var sem kunnugt er til íslensk þýðing Matthíasar Jochumssonar á Óþelló. Verður ekki annað sagt en Shakespeare hafi verið sóma- samlega skilað yfir á okkar tungu, er tveir slíkir snilldar- menn liafa verið þar að verki, ólíkir að vísu um margt og ætti mönnum að geta orðið góð skemmtun og fróðleiksauki að því að bera saman túlkanir þeirra á mesta leikhússnillingi allra alda. Allra alda, í bók- staflegri merkingu, eða eins og Ben Jonson sagði: He was not of an age, but for all time. Það var mikið eftirlæti Shakespeares að taka höfuð- ástríður mannsins, eina af ann- arri, fyrir í harmleikjum sínum. 8 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.