Vikan


Vikan - 10.02.1972, Qupperneq 9

Vikan - 10.02.1972, Qupperneq 9
Gunnar Eyjólfsson og Jón Laxdal Halldórsson, sem fara með aðalhlutverkin i Óþelló, ræðast við. John Fernald, leikstjóri og Klemens Jónsson að- stoðarleikstjóri fylgjast með. í Rómeó og Júlíu fjallar hann um ástina, í Makbeð um met- orðagirndina, í Óþelló um af- brýðina. Óþelló var fyrst á svið færður 1604. Efnið sótti Shake- speare í skáldsögu eftir Cinthio nokkurn, sem mun hafa verið ítalskur, enda gerist leikurinn í ítölsku ríki og persónur flestar eru ítalir. Gangur leiksins er í stuttu máli sá, að Óþelló, Mári að ætt, hefur getið sér mikið frægðar- orð í herþjónustu hjá hertoga- dæminu Feneyjum. Hann og Desdemóna, dóttir Brabantiós ráðherra unnast hugástum og eigast þrátt fyrir andúð föður hennar, sem líkt og fleiri hafa vissa andúð á Óþelló vegna þel- dökkva hans og blökkumann- legs útlits. Jagó, merkismaður Óþellós, hatar hann vegna þess að Márinn hefur tekið annan mann fram yfir hann um stöðu- veitingu í hernum, auk þess sem hann grunar konu sína um að hafa verið sér ótrú með Óþelló. Tekur hann sér fyrir hendur að rægja Desdemónu við mann hennar, telja honum trú um að hún hafi gerst frilla Kassíós herforingja. Óþelló gín yfir þeirri flugu, og fer svo að hann ærist af afbrýðissemi og verður John Fernald, leikstjóri, og Jón Laxdal Halldórsson. konu sinni að bana. Hann áttar sig þó fljótt á því, að hann hef- ur haft Desdemónu fyrir rangri sök, og ræður sér bana í ör- væntingu. Áður biður hann þess að saga hans sé sögð öfga- og undandráttarlaust, þannig að um hann verði rætt Framhald á bls. 37. John Fernald, leikstjóri. 6. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.