Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 10
LETI EÐA HVAD? Öskipulagðar hugmyndir um niSurlægingu ís- lenzks popps, með sérstöku tilliti til hljóm- plötuútgáfu og hljómleikahalds. Ýmissa hluta vegna tóku hljómplötugagnrýnendur blað- anna þá ákvörðun, að tilnefna ekki ,,Hljómplötu ársins 1971“, en ég fer þó ekki dult með þá skoðun mína, að „ ... lifun“ var það bezta sem kom út á ís- lenzkri hljómplötu á fyrra ári og hvað mig snertir sýndu þeir félagar í Trúbrot enn einu sinni, að þeir eru beztir og afkasta- mestir. Reyndar er ekki við mikið að miða, engir önnur hljómsveit hér gerir nokkurn skapaðan hlut nema að spila á böllum til að eiga fyrir salti í grautinn. Á árinu (’71) héldu Trúbrot þó eina hljómleika og gáfu sér tíma til að taka upp góða LP-plötu, en ef við rifjum upp það sem til dæmis Náttúra gerði, þá var það akkúrat ekki neitt. Þeir spiluðu að vísu í „Hárinu“ og voru töluvert bundnir í því, en á meðan þurftu þeir ekki að æfa neitt annað en eitt og eitt lag til að bæta í dansprógrammið. Allt árið töluðu þeir um plötu og reyndar hefur það verið svo síðan hljómsveitin var stofnuð, en ekkert hefur skeð. Og ef ekki væri fyrir Árbæjarhljóm- leikana, mætti setja Ævintýri í sama flokk. Ævintýri hafa tal- að um LP-plötu í rúm tvö ár en allt og sumt sem frá þeim hef- ur komið eru tvær tveggja laga plötur, sú síðari góð. Um Roof Tops er það sama að segja, þeir tala og tala og það er ekki svo sjaldan að maður heyrir ís- lenzka poppara segja: „Nú för- um við sko að drífa í þessu“. En ekkert skeður. Þeir spila á böllum, lýsa því yfir við öll möguleg tækifæri að þeim leið- ist það og að þeir álíti það inni- haldslaust, en um leið og ein- hver talar um að þeir taki sig til og geri eitthvað af viti, til dæmis að halda hljómleika, fer allt í baklás. Það er því sannarlega ekki að ástæðulausu að maður veltir Trúbrot Gunnars Þórðarsonar er ennþá eina hljómsveitin sem eitthvað gerir og þeir áttu beztu plötuna 1971. En hver skyldi svo vera ástæðan fyrir því að íslenzkir popparar eru ekki framtaks- samari en raun er á? Enga ástæðu hef ég fundið sem getur afsakað framkvæmdaleysi þeirra varðandi hljómleika og þessháttar og í viðræðum við þá hafa þeir ekki getað bent á neitt viðhlítandi, en varðandi plöturnar er sennilega hægt að afsaka viðkomandi með því að ekki sé aðstæða til að taka upp hérlendis og það er allt annað en hræbillegt að senda hljóm- sveitir út til upptöku. Til dæm- is má benda á, að ......lifun“ kostaði sennilega ekki undir einni milljón króna og hún gerir ekki nema rétt að borga sig, enda er svo komið, að enginn íslenzkur hljómplötuútgefandi treystir sér til að gefa út plötu með Trúbrot. (Að vísu eru þeir að vinna að plötu núna, en Pétur Steingrímsson og Jón Ármannsson í stúdíói útvarpsins. því fyrir sér hvort þessir dreng- ir séu ekki beinlínis latir. Ekk- ert er auðveldara fyrir hljóm- sveitir hérlendar en að halda hljómleika ca. einu sinni í mán- uði (að vísu ekki hver hljóm- sveit mánaðarlega, en á tveggja til þriggja mánaða fresti), þar sem viðkomandi hljómsveit gæti kynnt það efni, frumsam- ið, sem þeir hefðu áhuga á í það og það skiptið. Það er til nóg af ungu fólki — og jafnvel eldra fólki líka — sem hefur áhuga á popp-tónlist og ekki þarf að ræða nánar um það, að hljómleikar eru allt annar hlut- ur en dansleikur. Og á meðan ég man: Hvers vegna tekur Ingibergur Þoreklsson sig ekki til og heldur hljómleika með íslenzkum hljómsveitum? Og þá skulum við líka hafa í huga, að ef músík er jafn mikil almenn- ingseign og margir poppmúsík- antanna vilja vera láta, þá verð- ur að stilla aðgöngumiðaverði í hóf. 10 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.