Vikan


Vikan - 10.02.1972, Qupperneq 13

Vikan - 10.02.1972, Qupperneq 13
A * WkS: | 1 R s a É J\ IV í " $ þess eða hefði ákveðið að ljúka af því sem safnazt hefði fyrir, þá færi hún með bréfið á ein- hvern fallegan stað, kannski út við sjó, og opnaði það þar. Nú reif hún það upp þar sem hún stóð á mottunni án þess að skeyta um umslagið og las hratt, stóð á öndinni af eftir- væntingu. Bréfið var heil örk handrituð. Hann var riddara- legur, skrifaði bréf á sama hátt og bækur. Hann hafði gert sér fyrirhöfn hennar vegna og bréfið var til hennar einnar og hann þakkaði henni og full- vissaði hana um að hann allt- af skyldi líta á konuna eins og fram kom í bókum hans, sem eitthvað fagurt og hreint. Veröldin breyttist án þess að það sæist, en þó algerlega. Hún hreyfði sig öðruvísi en áður, hikandi, virti hálft í hvoru ut- an við sig mynd sína í spegl- um og búðargluggum, sökkti sér í kvenleika sinn án þess að áætla eða útreikna. En hvað það skeður margt, hugsaði hún þakklát. Svona mikil breyting, að hugsa sér. Ég hef ekki haft ráðrúm til að vera óhamingju- söm í óratíma. Starf hennar — og hvaða þýðingu hafði það svo sem í þessu samhengi — skipti ekki framar máli, hún gegndi því vélrænt og eins og i draumi. Gömlum, virðuleg- um orðum skaut upp í hugsun- um hennar og hún gladdist af að hreyfa sig fallega eða þá bara því að sitja með hendur í skauti. Þetta var hamingju- tími og leið hægt, og enn einu sinni neytti hún sambandsins við hann til að lifa í sjálfri sér. Hún skrifaði honum ekki, þar eð hún vildi njóta gleðinnar af að fresta því, sem hún þráði mest. Hún vissi að rós lá við fætur hennar en tók hana ekki upp. Nú fór að figna. Það var vor- regn, sem stóð lengi yfir og Framhald á bls. 37. 6. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.