Vikan - 10.02.1972, Qupperneq 15
Eins og lesendum er kunnugt, birtir
Vikan stjörnuspádóma vikulega. En hér kemur
spádómur fyrir allt hið nýbyrjaða ár!
KRABBINN
22/6 — 22/7
Reyndu að komast út úr sjálfum þér og þeirri
tilfinningalegu einangrun, sem þú vísvitandi hef-
ur komið þér í. Þú lærir mikið af fyrri mistök-
um og ættir því ekki að þurfa að endurtaka
þau .Þú gætir meira að segja gert öðru fólki
gagn í janúar og febrúar og sýnt að þú getur
bæði skipulagt starf og stjórnað því. Forsómaðu
ekki þau tækifæri, sem þú færð til að afla þér
nýrra vina og þróa fram gáfur þínar. Afsalaðu
ekki tilkalli til neins annars manns vegna; það
gerir þig bara óánægðan og spenntan. 1 vor
eignastu nýjan vin, sem getur ýtt þér áfram í
rétta átt. En engu að síður verðurðu sjálfur að
bera ábyrgð gerða þinna. í ástarsambandi verð-
urðu hamingjusamastur ef hvorugur aðilinn er
undir hinn gefinn og þú getur sætt þig við það.
Að líta upp til ástarinnar þinnar en niður á
sjálfan þig veldur bara leiðindum í sambúðinni.
Hafðu þig sem minnst í frammi 1 október og í
haust skaltu reyna að draga skýra línu á milli
vinnu og einkalífs. Árinu lýkur með miklum
sigri.
STEINBUKKURINN
22/12 — 20/1
Þú leggur þig hart fram við verkefni um ára-
mótin og vinnur kannski meira en þér er hollt.
Skipulegðu tíma þinn betur og forðastu að tak-
ast á hendur nein ný verk í febrúar. Þú þarft
að slappa af ásamt elskunni þinni, sem raunar
hefur áhuga á að hafa svolítið meira af þér að
segja. Þú hefur ekki nema gott af því sjálfur; þú
þarfnast einhvers sem þú getur trúað fyrir
öllu, enda þótt þú kjósir yfirleitt fremur að vera
trúnaðarmaður annarra. Þú hittir 1 sumar fólk,
sem þú átt margt sameiginlegt með og getur
hjálpað þér ef þú leyfir því það. Heimurinn þinn
hrynur alls ekki saman þótt þú hafir ekki al-
veg svona stranga stjórn á sjálfum þér og slettir
lítið eitt úr klaufunum. í september kallar skyld-
an aftur, og þá þarftu ekki aðeins að afkasta
miklu, heldur þarftu að vera frumlegur. Þú
skiptir um skoðun 1 máli sem snertir þig per-
sónulega, og í nóvember kemurðu til með að
losna við slatta af fordómum, sem þú gerir þér
ekki nú ljóst að þú hefur.
LJÖNIÐ
23/7 — 23/8
Þú verður fyrir vonbrigðum með manneskju,
sem þú hefur vænt þér langtum of mikils af,
og verður því heldur einmana í ársbyrjun. En
málaðu ekki skrattann á vegginn. Þú getur miðl-
að reynslu þinni og innsýn til annarra og mann-
þekking þin reynist þér vel, ef þú heldur tals-
vert aftur af tilfinningunum. í apríl gerirðu þér
ljóst, hve mikið þú átt eftir ólært. Ef tækifæri
bjóðast, tekurðu kannski til þar sem frá var
horfið við nám eða færð þér vinnu, sem gefur
þér aukna möguleika til að þróa fram gáfur þín-
ar og hæfileika. Taktu sjálfan þig ekki of al-
varlega. Umhverfið fyrirgefur gjarnan veikleika
þína ef þú sjálfur getur hlegið að þeim, og sjálf-
ur ertu mjög umburðarlyndur og skilningsrík-
ur hvað snertir veikleika annarra. í júll endur-
heimtir þú þinn fyrri lífsþrótt og sjálfstraust og
getur þá bætt upp það, sem þú heldur að þú
hafir farið á mis við. Þú ert mjög lystugur á
lifsins gæði og getur ekki hugsað þér að missa
af þeim. Sköpunarþrá þín fær framrás í ágúst.
Þú reynir að breyta raunveruleikanum, svo að
hann komi heima við hugsjónir þínar. Það hvet-
ur þig og gefur þér hugmyndir.
VATNSBERINN
21/1 — 18/2
Þú ert mikið fyrir hugsjónir og drauma og
fólki geðjast vel að þér eins og þú ert, en í
upphafi árs þarftu að vera hagsýnn og djarfur
í baráttunni gegn öflum, sem leggja hindranir
í veg þinn. Þú trúir engum til neins nema góðs,
en þar fyrir þarftu ekki endilega að láta aðra
ráða þegar þú veizt með sjálfum þér að þú hef-
ur á réttu að standa. í marz verða vonbrigði eða
mistök til þess að þú þekkir sjálfan þig betur
eftirleiðis, og þegar þú hefur náð þér eftir það,
geturðu sjálfsagt komið í kring þeim breyting-
um sem þú nú þegar fyrirhugar — jafnvel þótt
þú hafir enn ekki gert þér ljóst hve nauðsyn-
legar þær eru. í vor verðurðu sennilega ást-
fanginn í einhverjum, sem er bein andstæða
þín og bætir þig upp. En þið eruð svo ólík að
þið eigið erfitt með að aðlagast hvort öðru. Þú
mátt reikna með nokkrum hörðum árekstrum
áður en allur misskilningur leiðréttist og þið
getið slappað af saman. í október ferðu i utan-
landsferð til að kynnast heiminum, og uppgötv-
ar þá einnig nýja og óvænta hiið á sjálfum þér.
JÖMFRÚIN
24/8 — 23/9
Efnahagur þinn kemst á fastan fót í janúar, svo
að þú þarft ekki lengur að vinna einungis til að
þéna peninga, heldur geturðu nú ráðið sjálfur
verkefnum þínum og valið, þau, sem örva þig
og þú finnur tilgang í að sinna. Notaðu það tæki-
færi vel, en taktu ekki á þig alltof mikla ábyrgð.
Þú þarft kannski að auka kunnáttu þína til að
komast svo langt í starfsgrein þinni sem þú vilt
og getur, en gættu þess að vera þolinmóður í
marz. Láttu þér ekki detta í hug að fyrirhöfn
þín verði til einskis, þótt hún beri ekki ávöxt
þegar í stað. í ágústlok byrjar fyrir þig önnum
kafið og viðburðaríkt tímabil, en þú verður að
hafa trú á sjálfum þér ef allt á að ganga vel.
Þótt einhverjir gagnrýni þig, þá er ekki þar með
sagt að þeir viti betur en þú. í október verða
breytingar á þínum persónulegu kringumstæð-
um og kannski finnur þú þá þann félagsskap,
sem þig dreymir. Þú myndir vilja lifa með elsk-
unni þinni í smáheimi sem aðeins rúmaði ykkur
tvö og gerði engar kröfur til þín. En samvizka
þín leyfir það ekki.
FISKARNIR
19/2 — 20/3
í samlifi þínu og elskunnar þinnar ríkir í byrj-
un árs hamingja og samræmi, en þetta hefur
kannski kostað mörg tár og sársaukafulla hrein-
skilni. Þess vegna ert þú mjög þakklátur þegar
þið loksins farið að skilja hvort annað. Erfitt
verkefni bíður þín í vor og þú kemur til með að
þurfa þá á að halda öllum þeim sjálfsaga, sem
erfiðleikarnir hafa kennt þér. Þú tekur alltof
mikið tillit tii álits annarra og verður að herða
þig gegn utanaðkomandi gagnrýni, ef þér á að
ganga vel í starfinu. Vinir þinir hjálpa þér og
hvetja þig á allan hátt, en þann styrk sem þú
þarft færðu bezt með að sannfærast um eigið
gildi. Ótti þinn við ókunnugt fólk stafar af þvi
að þú gefur þér ekki tíma til að virða það fyrir
þér og skilja það, heldur hugsar aðeins um
hvernig því geðjist að þér. í október verður þér
gert að taka erfiða ákvörðun, og getur með
engu móti skorazt undan því. Og I árslok færðu
góðan fyrirboða um laun erfiðis þíns.
6. TBL. VIKAN 15