Vikan


Vikan - 10.02.1972, Side 21

Vikan - 10.02.1972, Side 21
Ég varð að viðurkenna að þetta var góð hugmynd. Ég hefði samt heldur viljað leita að Jacky, en hún var ekki í svo mikilli hættu, svo lengi sem Fred og Leigh vissu ekki hvað við vissum. Ég gat heldur ekki bjargað henni einn, ég varð að finna Querol og þá hina. Já, lausn Jonathans var bezta ráðið. Ég hélt því til strandarinnar. Eftir stundarkorn, þegar ég nam staðar til að átta mig, varð mér ljóst að mér var veitt eftirför. Ég heyrði greinilega fótatak. Var það Jonathan? Nei, það gat ekki verið hann ... Fótatakið hætti um leið og ég nam staðar. Ég gekk nokkur skref og nam svo staðar aftur. í þetta sinn heyrði ég ekkert. Ég endurtók tilraunina, en heyrði ekki neitt. Aðeins brim- sogið. Var þetta með fótatakið imyndun? Ég hikaði andartak, en svo hélt ég áfram svo hljóð- lega og hratt og mér var mögu- legt. Ég leit stöðugt um öxl, en ég gat ekki séð nema armlengd frá mér í þokunni. Ég komst niður að ströndinni, en hvar var bryggjan? Ég gekk fyrst í aust- ur, en fann ekki bryggjuna. Ég sneri við og gekk til baka í sporum mínum og þá sá ég að ekki voru önnur spor í sandin- um. Ef einhver veitti mér eftir- för, gat hann auðvitað verið ofar á kambinum, en líklegast var samt að þetta hefði verið ímyndun. Bryggjan kom loksins í ljós og Ycibbie vaggaði rólega á öld- unum. í angist minni hafði mér komið í hug að vel gæti verið að báturinn væri horfinn. Ég nam snöggt staðar á bryggjunni. Var ekki einhver á eftir mér? Nei, ekkert hljóð, þótt ég héldi niðri í mér and- anum til að hlusta. Svo þóttist ég ganga áfram, steig fyrst fast til jarðar en svo léttar, eins og ég væri að fjarlægjast. Svo lagðist ég niður og mjakaði mér hljóðlega fram á bryggjusporð- inn, renndi mér yfir brúnina, þar til ég náði fótfestu á þver- bjálkanum milli stauranna. Svo hóf ég mig upp aftur, hugsaði mig um svolitla stund, fór svo úr stígvélunum og setti þau á bryggjubrúnina og lét tærnar vísa í áttina að Yabbie. Þetta var kannski óþarfa varkárni, en ég mátti ekki leggja neitt i hættu. Ef einhver væri á eftir mér, myndi hann sjá stígvélin. Það gæti þá verið að ég fengi færi á að ráða niðurlögum hans. Ég smeygði mér um borð í Yabbie, læddist niður í káetuna og lokaði vandlega á eftir mér. Talstöðin stóð á sínum stað og hljóðneminn við hliðina á henni. En hvernig í fjandanum átti ég að notfæra mér þetta töfratæki. Þessi litli, svarti kassi var fullur að hnöppum og tengisnúrum. Þarna var hilla með bókum. Það gat verið að einhver leiðar- vísir íyndist þar. Ég eyddi nokkrum dýrmætum mínútum í að leita, án þess að finna nokk- uð. Ég reyndi að athuga tækið. Við einn tengilinn stóð „Til“ og „Frá“ við annan. Þetta skildi ég og ýtti á hnapp og þá kom rautt ljós neðanlega í vinstra horn kassans. Ég greip ákafur hljóðnemann. — Halló, halló! Heyrir nokk- ur til mín? Mér fannst fjarskalega hlægi- legt að heyra í sjálfum mér. En ég endurtók kallmerkið með hárri raust og skrúfaði alla hnappa í réttri röð. Ekkert hljóð nema lágir brestir. Svo sneri ég mér að útvarpinu og sá þá að einn hnappur var merktur með rauðu og annar með grænu. Hvað gat það táknað? Gat það verið græni hnappurinn sem sendi, sá rauði tæki við? Eða öfugt? Ég reyndi að snúa græna hnappnum og reyndi aftur: Yabbie hér! Er einhver sem heyrir til mín? Svarið! Hver sem er! Ekkert hljóð. Svo reyndi ég rautt, en án árangurs. Ég ýtti á hnappana til skiptis og öskraði í hljóðnemann: Kom- ið inn! Hver sem er! Einu sinni þegar ég ýtti á rauða hnappinn, kom einhver orðaflaumur. En það var aðeins úr útvarpinu, ég hafði skrúfað frá einhverri stöð. Ég lækkaði tóninn og þá heyrði ég greni- lega raddir. Það var verið að tala á milli báta. Stundum heyrði ég hlátur. Ég flýtti mér að ýta á græna hnappinn og öskraði: Komið inn, er enginn sem heyrir til mín? Þetta er Yabbie! Halló! Ég flýtti mér að ýta á rauða hnappinn. Ég heyrði raddirnar, en enginn talaði við mig. Hvers- vegna heyrði ég í þeim, en þeir ekki í mér. Ég öskraði í hljóð- nemann, sneri öllum hnöppum, en án árangurs. Hvað sem ég gerði, bar það engan árangur. Um leið og ég í reiði minni slökkti á talstöðinni, heyrði ég dyrnar opnast fyrir aftan mig. Ég stóð stjarfur, vonaöi hið bezta og sagði í spurnarrómi: — Querol! Jacky! En það var Fred Maw, sem kom niður stigann. Hann beindi byssuhiaupinu að mér. Við horfðum hvor á annan. Hve mikið hafði hann heyrt? Hvað vissi hann? f örvænting- arfullri tilraun til að reyna að blekkja hann, sagði ég: — Jæja, hvernig gekk þetta? Fundið þið köttinn? Hann hafði ekki einu sinni fyrir því að svara, en stjakaði mér aftur á bak með byssunni, þangað til ég rakst á eldhús- borðið. — Hvernig komust þið að þessu? spurði hann þrjózkulega. — Þessu um okkur Leigh? — Ég sá það í blaði. — Hvaða blaði? Hann pírði augunum. Hann leit í kringum sig, eins og hann væri að svip- ast um eftir blaðinu. — Ertu að ljúga? —• Nei. Hvernig vissi hann að ég hafði komizt að leyndarmáli þeirra? Hafði hann heyrt sam- tal okkar Jonathans? Það hlaut að vera þannig. Hann hafði heyrt að Jonathan sagði mér að reyna talstöðina, elt mig, til að fyrirbyggja að ég gæti sent boð. En hversvegna hafði hann beð- ið svona lengi? Hafði hann misst sjónar af mér í þokunni? Eða leitað Leigh uppi fyrst? Það kom reynar út á eitt. Ég hafði ekki af honum aug- un. Hvað ætlaði hann að gera? Borðið var á milli okkar. Eina leiðin til að ráðast á hann var að velta yfir hann borðinu. En hann hlýtur að hafa lesið þetta úr svip mínum. Hann gekk nokkur skref aftur á bak og greip fastar um riffilinn. — Þú skalt ekki reyna nein- ar kúnstir. Snúðu þér við og haltu höndunum upp að veggn- um! Ég hreyfði mig ekki. Ég fann að ég tók andann á lofti og fann líka til máttleysis í fótun- unum. Ég bjóst við að fá kúlu 6. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.