Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 22
H Kona um boi*6 í magann á hverri stundu. En samt stóð ég kyrr og horiði fast í augu hans. — Djöfulsins skepnan! hvæsti hann að lokum. Svo hækkaði hann reiðilegan róm- inn. — Vita þau hin þetta? — Hvaða hin? — Hættu þessu þvaðri! Þú veizt mætavel hvað ég á við. Það voru fleiri en þú á bátnum. Að minnsta kosti skipstjórinn. Þú talaðir um hann. Þá hafði hann ekki hitt Quer- ol og vissi ekki um Mooney og drenginn. — Já, sagði ég, — þeir vita það líka. — Þú lýgur, bölvaður bján- inn þinn. — Heldurðu það? sagði ég. Hann gekk í áttina til min og horfði á útvarpið. — Gaztu komið þessu í gang? Við hvern talaðir þú? Strand- gæzluna? — Nei, sagði ég, án þess að hika. — Það var fiskibátur, sem heitir Ella. Ég mundi eftir bát með því nafni í höfninni í San Sebastian, en það gat Fred ekki vitað. — Ég talaði við Webb skipstjóra og sagði þeim af ykk- ur Leigh. Nafnið Webb stóð á bókar- kili í hillunni. — Eila er á leiðinni hingað, sagði ég — og Webb skipstjóri er búin að ná sambandi við strandgæzluna. Ég leit ósjálf- rátt á armbándsúrið mitt, en það stóð auðvitað ennþá. — Strandgæzlan er á leiðinni og hafnarlögreglan líka. Þeir koma í þyrlum. Þú getur sjálf- ur sagt þér hvað skeður, þegar þeir koma. Hann leit illskulega á mig og gekk nær. En ég sá líka að það var hræðsla í augum hans. Hann trúði, hálft í hvoru, orðum mín- um. Hann gat auðvitað ekki verið viss. Hann stjakaði við mér með rifflinum. — Þú lýgur, þú get- ur ekki verið búinn að tala við þessa menn. — Jú, reyndar. Hann snerti við útvarpinu. — Það er kalt, sagði hann sigri hrósandi. Þú hefir ekki einu sinni haft það í sambandi. Ég hækkaði róminn. — Ég er búinn að loka fyrir það fyrir löngu, svo það er að sjálfsögðu kalt. En rödd mín hefir líklega ekki verið sannfærandi. Augu hans urðu lymskuleg. — Það ætti samt að vera einhver velgja á þvi. — Nei, rödd mín titraði. Ég gat ekki skilið hversvegna þetta fjandans útvarp var orðið kalt, eða var það eðlilegt? En allt i einu datt mér nokkuð i hug. — Það eru TC leiðslur í því, sagði ég og vissi ekki hvernig mér hafði dottið þetta í hug. — Thermo Control, bætti ég við. — Það veit hvert barn! Það er í hverri talstöð. Þú getur tekið tækið í sundur og skoðað það. Þetta hafði áhrif, það var greinilegt. Hann vissi ekki hverju hann átti að trúa og augnaráð hans varð flöktandi. Þetta var það tækifæri, sem. ég beið eftir. Ég greip disk af eldhúsborðinu fyrir aftan mig og fleygði honum í hann, Ég náði góðu taki á diskinum og hitti hann í hægri kinnina. Hann missti riffilinn sem rann eftir gólfinu, nær mér en honum. Ég fleygði mér yfir hann. Þegar ég reis upp aftur var Fred að þjóta upp stigann. Hann öskraði. — Varaðu þig, ég er lika með hníf! En ég þaut á eftir honum. Hvað átti ég að gera? Skjóta hann í bakið . ..? Ég fiýtti mér upp á þilfarið, en þá var þokan svo dimm að ég sá ekki út úr augunum og Fred var horfinn. Ég bölvaði upphátt. Fyrst hafði mér mistekist með tal- stöðina og nú í því að ráða nið- urlögum Freds. En nú var meiri jöfnuður; Fred og Leigh höfðu þá aðeins eina byssu og ef til vill tvo hnífa, en við vorum sex með einn riffil. Þótt Jonathan og Jacky væru ekki reiknuð með, vorum við þó altént fjór- ir. Við ættum að geta ráðið niðurlögum þeirra. En fyrst varð ég' að finna Querol. . . Ég gekk upp bryggjuna. Ákveðin hugmynd var að gerja í kollinum á mér og ég gleymdi að ergja mig yfir mistökum mínum með talstöðina og Fred. Stígvélin mín voru þar sem ég hafði skilið þau eftir. Ég lagði frá mér riffilinn og fór í þau. En í sama mund sá ég glampa á eitthvað. Það var hnífs- blað. Ég hafði um stund gleymt Fred, en hann hafði sannarlega ekki gleymt mér. Hann sat fyr- ir mér og beið. Ég féll, en reyndi í fallinu að velta mér þannig að ég gæti sparkað fótunum undan mót- stöðumanni mínum, ef hann réðist á mig. En hann var fljót- ari til en ég. Hann greip riffil- inn og sló mig með honum í magann. Ég stundi af kvölum og þá þrýsti hann byssuskeft- inu i brjóstkassann á mér, svo ég var að kafna. Ég lá því alveg hjálparvana og reyndi að ná andanum. Ég veit ekki hversvegna Fred Maw skaut mig ekki. Hann hafði líklega meiri ánægju af því að murka úr mér lífið^með byssuskeftinu. Ég man ekki hve oft hann sló mig i brjóstið, lík- lega einnig í höfuðið, því að ég missti meðvitundina. Þegar ég rankaði við mér aftur, var ég með ofsalegan höfuðverk og sá allt í þoku. Ég vissi ekki einu sinni hvar ég var. Ég lá lengi á bakinu og fann hvernig þokan lagðist yfir andlitið á mér, eins og vot bómull, en svo gat ég með erfiðsmunum sezt upp. Mér fannst höfuðið vera að springa Smám saman skýrðist sjónin og ég gat greint bryggjuna. Yabbie var horfin. Hvað hafði skeð? Voru þau öll farin og höfðu þau skilið mig einan eft- ir á eynni? Ég fann að örvilnun var að yfirbuga mig, en barðist á móti henni af alefli. Smátt og smátt skýrðist hugsun mín. Ef ég var orðinn einn eftir, þá hlaut það að vera Yabbie, sem var báturinn, sem fangarnir ætluðu að flýja með. Að það hefði verið fyrirfram ákveðið að Querol skipstjóri hefði átt að sækja þáJTred og Leigh. Var það þessvegna sem hann var svo fúll yfir því að þurfa að bjarga mér úr sjónum? Var það vegna þess að ég gæti komið í veg fyrir áætlanir hans? Einhver efi gerði samt vart við sig, ég gat einhvernvegin ekki trúað að Querol skipstjóri væri meðsekur þessum glæpa- mönnum. Þá hlaut Jacky líka að vera meðsek, en það var óhugsandi! Og Jonathan! Hvað hafði komið fyrir hann? Höfðu þeir gengið frá honum dauðum líka, eins og þeir héldu eflaust að þeir hefðu gengið frá mér? Ég varð að reyna að komast á stúfana og sjá hvernig landið lægi. Þegar ég hreyfði mig fannst mér sem hnífi væri stungið í vinstri síðu mína. Það stafaði írá sári á lærinu. Ég sá þó fljót- lega að það var ekki svo djúpt eða hættulegt og ég hafði ótt- ast. Ég myndi geta hreinsað það með sjó, hugsaði ég. Kalt vatn myndi lika vekja mig af þess- um dvala og skíra-hugsun mína, svo ég afklæddi mig og óð út í sjóinn. Sjórinn var ískaldur. Ég varð stirður í fótunum í fyrstu, því mér fannst það hlyti að örva en þröngvaði mér til að kafa, blóðrásina. Þegar ég kom í land aftur, flýtti ég mér í fötin og þá fann ég hve glorhungraður ég var. Hve langt var siðan Yabbie hafði komið til Kananga? Ég hafði ekki hugmynd um það. Þokan kom í veg fyrir að hægt væri að átta sig á tímanum, en ég gizkaði á að það væri frem- ur stutt liðið á kvöldið. Allt í einu heyrði ég raddir og ég fékk ákafan hjartslátt. Þá var ljóst að ég var ekki einn á eynni! Ég beið í ofvæni þar til ég sá dökka veru, sem skildi sig út úr þokunni. Það var Querol og á eftir honum komu Mooney og skipsdrengurinn. Querol nam snögglega staðar. Hann starði fram með bryggj- unni, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. — Hvar er Yabbie! öskraði hann í áttina til mín. Ég gat ekki komið upp nokkru orði. En mér létti ósegj- anlega mikið, þégar mér varð ijóst að Querol gat ekki verið í slagtogi með Fred og Leigh. Hann greip í báða arma mína og hristi mig rösklega. —- Hvar er Yabbie? Þá tók Mooney fram í fyrir honum. — Bíddu Hektor, ég held hann sé að missa meðvit- und. Fætur mínir gáfu eftir og mér fannst blóðið hverfa algerlega frá höfðinu. Ég hné niður og sat í blautum sandinum, hélt höndum um höfuðið og hvin- urinn fyrir eyrum mér yfir- gnæfði brimsogið. Þegar ég loksins náði mér svo ég gæti litið upp, sá ég að Querol starði hörkulega á mig. Ég réyndi að gefa honum einhverja skýringu: — Við — við erum í klípu ... — Þú þarft ekki að segja mér það! Mooney leit af mér á Querol og svo aftur á mig. Heyrnar- leysi hans gerði honum ókleyft að fylgjast með samtalinu, en hann sá að Querol var ösku- vondur og visái að eitthvað var að. Svo lagðist hann á kné við hlið mér og tók um báðar hend- Framhald á bls. 44. 22 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.