Vikan


Vikan - 10.02.1972, Qupperneq 27

Vikan - 10.02.1972, Qupperneq 27
OSTASUFFLÉ 4 msk. smjör eða smjörlíki 4 msk. hveiti __ 3 dl mjólk 1 dl rjómi 4 dl rifinn ostur 4 eggjarauður ca. 1 tsk. muskat eða ’/2 tsk. paprika dál. salt 5 eggjahvítur og 2 tsk. kartöflumjöl Bræðið smjörlíkið og paprikan sett útí, ef bragðað er til með henni. Hveitinu hrært útí. og þynnið með mjólk og rjóma þangað til jafningurinn er slétt- ur og kekkjalaus. Sjóðið i 5 min. Eggjarauðunum bætt í einni og einni í senn. Stífþeytið hvíturn- ar og bætið kartöflumjölinu í. Bætið eggjahvítunum varlega úti ostamassann og hellið i vel smurt form með háum köntum, því rétturinn lyftir sér mikið í ofninum. Bakið við 175° i 35— 40 mínútur. OSTAPÆ Pædeig: i 00 gr smjör eða smjörliki 3 dl hveiti 1 msk. kalt vatn eða vín Fylling: 3 egg 21/2—3 dl mjólk eða rjómabland 3_4 dl rifinn ostur 100 gr flesk skorið í strimla og léttsteikt Deigið hnoðað saman og latið bíða á köldum stað um stund. Klæðið form að innan með deig- inu, en skolið það að innan með köldu vatni áður. Bakið við 225° i 15 mínútur. Þeytið á meðan egg og mjólk með dálitlu salti, pipar og muskati. Blandið osti og fleski í og fyllið formið. — Bakið við 200° i ca. 25 mínútur þar til fyllingin er orðin stíf. eldhús vlkunnar UMSJÓN: DHÖFN H. FARESTVEIT HÚSMÆÐRAKENNARI

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.