Vikan


Vikan - 10.02.1972, Page 28

Vikan - 10.02.1972, Page 28
Ef vel er æf t næst ávallt árangur -fvrr eöa síöar M TEXTI: ÖRN EIÐSSON MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON OG GUNNAR HEIÐDAL * niimiÉaiT Hjalti Einarsson: — Mér finnst oft skorta á góða samvinnu með mark- vörðum og öðrum leikmönnum i liðum hér. íþróttamaður ársins við þrekæfingar í Laugardalshöll. VIKAN heimsækir íþróttamann ársins 1971, Hjalta Einarsson, handknattleiksmann úr FH. íþróttamaður ársins 1971, Hjalti Einarsson, handknatt- leiksmaður úr FH fæddist í skíðabænum Siglufirði 23. júní 1938. Hjalti fluttist til Vest- mannaeyja á fjórða ári og þar kynntist hann fyrst íþróttum. Það var þó ekki handknattleik- ur, sú íþrótt nýtur aðeins hylli kvenfólksins í Eyjum. Knatt- spyrnan er vinsælasta íþrótta- greinin í Vestmannaeyjum og Hjalti kynntist fyrst markvörzl- unni hjá Þór, en hann lék með Þór til 12 ára aldurs, er hann flutti til Hafnarfjarðar með fjölskyidu sinni. Þar komst hann fljótt í kynni við hand- knattleikinn, en aðalbaráttu- maður þeirrar íþróttagreinar í Firðinum var Hallsteinn Hin- riksson. Hjalti varð strax mjög hrifinn af handknattleiknum og ekki síður af kennara sínum og leiðtoga, Hallsteini Hinrikssyni. Hann kynntist jafnöldrum sín- um og fljótlega myndaðist kja/ni í handknattleikslið, sem vann marga frækna sigra undir stjórn Hallsteins. Margir af fé- lögum hans léku með liði FH í tæpan áratug og einn þeirra, Birgir Björnsson er einn bezti leikmaður FH-liðsins enn í dag ásamt Hjalta. Annars sagði Hjalti að margir snjallir leik- menn hefðu leikið með liðinu í „gamla daga“ eins og hann seg- ir. Hann nefndi Ragnar Jóns- son, Hörð Jónsson, Sverri Jóns- 28 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.