Vikan - 10.02.1972, Síða 29
Hjalti Einarsson í marki íslenzka landsliðsins.
son, Sigurð Júlíusson, Kristófer
Magnússon og Ólaf heitinn Þór-
arinsson. Til marks um ágæti
FH á þessum árum má geta
þess, að í hinu fræga landsliði
íslands 1961, þegar íslendingar
voru í 5.—6. sæti í heimsmeist-
arakeppninni voru 7 FH-ingar í
liðinu.
í viðtali, sem Vikan átti við
Hjalta á hinu vistlega heimili
hans í Hafnarfirði fyrir skömmu
barst talið fyrst að því, hvers-
vegna hann hefði farið í mark-
ið?
— Ja, það kom nú ekki til
af góðu, sagði Hjalti, þegar ég
var smástrákur var ég alltaf
lasinn og gat því hvergi ann-
arsstaðar spilað nema í mark-
inu.
— Hvernig er að leika í
marki?
— Það er nú svona og svona.
Þegar vel gengur er það mjög
gaman, en hræðilegt þegar illa
gengur. Markvörður verður að
vinna vel með vörninni, annars
fer oftast illa. Mér finnst oft
skorta á góða samvinnu með
markvörðum og öðrum leik-
mönnum í liðum hér.
— Það hlýtur að vera slæmt
fyrir handknattleiksmarkvörð,
þegar leikmaður hefur komizt
inn fyrir vörnina og á bara
markvörðinn eftir?
— Það er nú vægt til orða
tekið, maður stendur bara eins
og þvara og veit eiginlega ekk-
ert hvað gera skal, fálmar eitt-
hvað út í loftið.
— Hvaða leikir eru þér minn-
isstæðastir frá fyrstu árum þín-
um með FH?
— Ég get ekki sagt að neinn
einn leikur skeri sig úr, en
leikir KR og FH á árunum 1955
til 1956 voru sérstaklega
skemmtilegir og jafnir. KR átti
gott lið á þessum árum. Ef ég
hugsa mig vel um, er því ekki
að neita, að fyrsti sigurinn á
íslandsmótinu 1956 er ógleym-
anlegur, það var áfangi, sem
stefnt hafði verið að í nokkur
ár. Einnig er mér minnisstætt
tap í leik við Ármann, sem
þýddi að við í FH töpuðum ís-
landsmótinu það árið.
— Þú lékst fyrstu stórleiki
þína i íþróttahúsinu að Há-
logalandi?
— Ég sé alltaf eftir Háloga-
landi, þó að þar væri þröngt og
húsið ófullkomið. Hvergi hefur
verið jafnmikil stemning, þar
sem ég hefi leikið.
— Fyrsti landsleikurinn
Hjalti?
— Hann var gegn Norðmönn-
um í Osló 1959, og við töpuðum
þessum leik eftir snarpa viður-
eign. Það er gaman að leika
með landsliðinu, og meiri
ábyrgð heldur en í klúbbliði.
Samvinnan er oftast betri í fé-
lögunum, en einstaklingarnir
sterkari í landsliði.
— Þú hefúr þrívegis tekið
þátt í heimsmeistarakeppni, er
önnur tilfinning að leika í slikri
keppni, heldur en í venjulegum
landsleik?
— Spennan er óneitanlega
meiri — einnig er gaman að
fylgjast með beztu liðum heims,
slíkt er ómetanlegt og lærdóms-
ríkt. Ég hefi átt margar ánægju-
stundir á heimsmeistaramótum,
en keppnin 1961 er þó ógleym-
anlegust. Þá var ísland í 5.—6.
sæti og ég held, að lið okkar þá
sé það bezta sem við höfum
eignast. Sigurinn yfir Svíum
var ánægjulegur. Handknatt-
leikurinn var einnig skemmti-
legri þá; nú er það harkan sem
ræður rííkjum, en minna sést
af fallegum leik.
— Viltu gera samanburð á
íslenzkum og erlendum áhorf-
endum?
— Mér finnst islenzkir áhorf-
endur ekki taki eins mikinn
þátt í leiknum og þeir erlendu.
íslenzkir áhorfendur eru miög
góðir þegar vel gengur, en í
mótlæti eru þeir oft neikvæðir,
en þá er þörfin fyrir hvatningu
oft mest. Á þessu þyrfti að
verða breyting.
— Hvernig var að hefja leiki
í Laugardalshöllinni eftir öll
Hálogalandsárin, Hjalti?
— Munurinn var gífurlegur,
ef ég ætti að koma með sam-
líkingu, þá er það svipað og að
fara í Hálogaland úr litla
íþróttahúsinu í Hafnarfirði.
Með tilkomu Laugardalshallar-
innar urðu margir að æfa meira
og tæknin kom betur í ljós.
— Hvað er erfiðast við að
stunda íþróttir, til þess að kom-
ast í fremstu röð?
— Þetta er argasta púl —
mikil streita og ekki má gleyma
því sem konan og heimilið verða
að fórna, því að æfingar og leik-
ir eru næstum hvern einasta
dag.
— Hvað er eftirminnilegasta
atvikið á íþróttaferli þínum?
— Ég held að það sé jafn-
teflið við rúmensku heimsmeist-
arana sl. vetur. Þetta kom svo
skemmtilega á óvart. Landslið-
ið var óvenju samstillt og við
höfðum æft af dugnaði og sam-
vizkusemi.
— Hvernig lízt þér á undan-
Framhald á bls. 37.
6. TBL. VIKAN 29