Vikan - 10.02.1972, Side 39
sveitina í sleða og faðir minn
hefði átt úlfapels. É'g hafði dá-
ið árið 1875.
Stúlkan, sem einu sinni hafði
verið Ing-Britt, fór nú að taka
á sig skýrari mynd.
— Hún átti ekki skemmti-
lega æsku, en nú lifði hún
áfram í mér. Stundum var mér
þetta vel ljóst, stundum fann
ég ekkert fyrir því. Ég hef oft
velt því fyrir mér, hvort hún
hefði raunverulega verið til.
Mig langaði til að komast að
hinu rétta. Mig langaði fyrst
og fremst að fara til Sala og
skoða mig um í kirkjugarðin-
um. Ég ætlaði að reyna að
finna hæðina og trén og leiðið,
sem ég hafði séð. Finna nafn
föður míns í kirkjubókunum.
Þetta var fjarskalega æsandi
og ég efaðist eiginlega aldrei
um að ég hefði lifað þarna áð-
ur, ég fann svo sterk áhrif frá
þessari ókunnu stúlku, sem var,
ef svo mætti taka til orða, ég
sjálf. Og silfurkúlurnar — gátu
þær ekki bent til silfurnám-
anna í Sala?
GRÖFIN VAR HORFIN
Árið 1965 fékk Ing-Britt
tækifæri til að fara til Sala.
Maðurinn hennar þurfti að fara
í viðskiptaerindum til Stokk-
hólms og hún fór með honum.
Hún hafði aldrei komið til
Sala áður. Þau komu þangað
um kvöld og fóru strax til
kirkjugarðsins.
— En ég sagði við Ing-Britt
að ef við fyndum gröfina henn-
ar, þá skildi ég. persónulega,
þrýsta henni ofan í hana aftur.
Mig langaði ekki til að hafa
þessa afturgöngu lengur til að
trufla líf okkar, sagði hann. —
Ég trúði ekki á þetta eitt ein-
asta augnablik.
— Við komum til Kristina-
kirkjugarðsins, að minnsta
kosti held ég að hann hafi ver-
ið kallaður það, sagði Ing-
Britt. — Ég kannaðist ekkert
við mig þarna og hafði engan
áhuga á að skoða hann nánar.
En Erik, aftur á móti, gekk um
allt og leitaði. Hann hló og
gerði að gamni sínu, eins og
hann var vanur og sagði að
þetta væri það sem hann hafði
búizt við. Allt ímyndun. Mér
leið svolítið ónotalega. Þarna
var ekkert sem ég gat heim-
fært upp á tilfinningar mínar,
en samt var ég viss um að þetta
var bærinn. Ég varð að láta í
minni pokann að lokum og við-
urkenna að maðurinn minn
hefði á réttu að standa. Gröfin
mín var ekki þarna.
ÖNNUR KIRKJA
Við héldum því áfram áleið-
is til Stokkhólms. En þegar við
vorum að beygja út á þjóðveg-
inn, kom ég auga á annan
kirkjuturn. Nú, eftir á, veit ég
að þetta var Norrbykirkja. Er-
ik yppti þreytulega öxlum, en
fór nú samt með mér þangað,
þar sem hann vissi hve áríð-
andi mér fannst þetta. Þetta
var heldur ekki svo mikill
krókur. Við ókum nokkra kíló-
metra eftir Uppsalaveginum en
beygðum svo til hægri. Og
skyndilega var mér ljóst að við
vorum komin á rétta staðinn!
Við fórum úr bílnum við
hliðið. Klukkan var kortér yfir
níu um kvöldið. Allt var þarna
kyrrt og rólegt. Ég beið meðan
maðurinn minn gekk frá bíln-
um, svo tók ég í hönd hans og
opnaði svörtu hliðgrindina.
Eftir það var mér ekki fylli-
lega ljóst hvað skeði. Ég var
gripin einhverri óljósri tilfinn-
ingu. Það var sem einhver
ósýnileg hönd leiddi mig upp
á hæðina og sneri mér að leið-
inu. Svo sneri ég mér við og
hélt að maðurinn minn væri
hjá mér.
— Hér stóð ég, sagði ég. Þá
fyrst sá ég að maðurinn minn
hafði numið staðar við hliðið.
— Hvað ertu að gera þarna?
kallaði ég til hans. — Hér stóð
ég og horfði á mína eigin jarð-
arför. Komdu, við skulum líta
á leiðið. Þarna er ég grafin!
Framhald í næsta blaði.
LEYNDARDÖMUR
MARÍU ROGET
Framhald af bls. 33.
skjótastrar og almennastrar
hylli. í báðum þessum greinum
eru þau það, sem er minnst
virði.
Það, sem ég ætla að segja, er
að það er það sambland af
kjarnyrði og tilfinningasemi,
sem einkennir hugmyndina um,
að María Roget sé enn á lífi,
fremur en nokkur raunveruleg
líkindi fyrir þessum möguleika,
sem hefur gefið Stjörnunni hug-
myndina og tryggt henni hlið-
holla móttöku hjá almenningi.
Við skulum rannsaka helztu at-
riðin í röksemdafærslu þessa
blaðs, og reyna að forðast það
samhengisleysi, sem kom fram
í hinum upphaflegu ummælum
blaðsins.
Fyrsta markmið höfundarins
er að sýna fram á, að vegna
hins stutta tíma, sem leið frá
hvarfi Maríu og þangað til að
líkið fannst á floti, geti þetta
lík ekki verið af Maríu. Stytt-
ing þessa tíma, eins og frekast
er unnt, verður þannig strax
keppikefli höfundarins. Hann
reynir þannig í fljótfærni að
gera tímann sem stytztan og
lítur strax í byrjun á getgátur
sem gefinn hlut. „Það er
heimskulegt að gera ráð fyrir,“
segir hann, ,,að morðið, ef morð
var framið á líkama hennar,
hefði getað verið yfirstaðið svo
snemma, að morðingjarnir
hefðu getað kastað skrokknum
í ána fyrir miðnætti." Við
heimtum strax, eins og eðlilegt
er, að fá að vita hvers vegna?
Af hverju er heimskulegt að
gera ráð fyrir, að morðið hafi
verið framið innan fárra mín-
útna frá því, að stúlkan yfirgaf
hús móður sinnar? Hvers vegna
er heimskulegt að gera ráð fyr-
ir, að morðið hafi verið framið
á einhverjum tilteknum tíma
dagsins? Árásir hafa átt sér
stað á öllum tímum sólarhrings-
ins. En hefði morðið átt sér
stað einhvern tíma milli klukk-
an níu á sunnudagsmorgun og
stundarfjórðungs fyrir mið-
nætti hefði alltaf verið nógur
tími „til að kasta skrokknum í
ána fyrir miðnætti“. Þessi for-
senda þýðir þá einmitt þetta —
að morðið var alls ekki framið
á sunnudeginum — og ef við
leyfum Stjörnunni að gera ráð
fyrir þessu, getum við leyft
henni hvað sem vera skal. Máls-
greinin, sem byrjar með „Það
er heimskulegt að gera ráð fyr-
ir, að morðið, o.s.frv.", hefði
raunverulega getað hljóðað
þannig í huga höfundarins,
hvernig sem hún lítur út prent-
uð í Stjömunni: „Það er
heimskulegt að gera ráð fyrir,
að morðið, ef morð var framið
á stúlkunni, hefði getað verið
framið nógu snemma til þess,
að morðingjarnir gætu kastað
Hkinu í ána fyrir miðnætti; það
er sem sagt heimskulegt að
gera ráð fyrir öllu þessu og
gera jafnframt ráð fyrir (eins
og við ætlum að gera ráð fyrir),
að líkinu hafi ekki verið kastað
í ána fyrr en eftir miðnætti" —
og er þetta málsgrein, sem í
sjálfu sér er nógu órökvísleg,
en ekki eins fjarstæðukennd og
sú, sem var prentuð.
„Ef tilgangur minn væri sá
einn,“ hélt Dupin áfram, „að
hrekja þennan hluta af rök-
semdaleiðslu Stjörnunnar, gæti
ég hæglega látið málið lönd og
leið. En það er ekki Stjarnan,
sem við þurfum að eiga skipti
við, heldur sannleikurinn. Setn-
ingin, sem um er að ræða, hef-
ui aðeins eina merkingu, eins
og hún stendur; og þessa merk-
ingu hef ég sett fram á sann-
gjarnan hátt; en það skiptir
meginmáli, að við skyggnumst
lengra en orðin segja til um, og
leitum að hugmynd, sem þessi
orð hafa bersýnilega lotið að,
en mistekizt að láta 1 ljós. Það
var ætlun blaðamannanna að
segja, að hvaða tíma á degi eða
nóttu sunnudagsins sem morð-
ið hefur verið framið á, væri
það ólíklegt, að árásarmennirn-
ir hefðu vogað sér að bera líkið
til árinnar fyrir miðnætti. Og
í þessu liggur í raun og veru
sú skoðun, sem ég er að kvarta
um. Gert er ráð fyrir, að morð-
ið hafi verið framið í þeirri að-
stöðu, og við þær aðstæður, að
nauðsynlegt hafi orðið aö bera
það til árinnar. Nú hefði árásin
getað átt sér stað á árbakkan-
um, eða á sjálfri ánni; og þann-
ig hefði það ráð getað verið
tekið, hvenær sem var um dag-
inn eða nóttina, að kasta líkinu
í ána, þar sem það væri hið
augljósasta og fljótlegasta ráð
til að losna við líkið. Þú munt
skilja, að ég mæli ekki með
neinu sem líklegu í þessu tilviki,
eða sem samhljóða skoðun
minni. Áætlun mín hingað til
tekur alls ekki til staðreynda
málsins. Ég vil aðeins vara þig
við öllum tóninum í tilgátu
Stjörnunnar, með því að benda
þér strax í byrjun á, að hún er
mjög einhliða.
Þegar blaðið hefur þannig til-
tekið tímatakmark, sem hentar
þess eigin fyrirframhugmynd-
um, og gert ráð fyrir, að væri
um lík Maríu að ræða, hefði
það ekki getað verið nema mjög
stuttan tíma í vatninu, heldur
það áfram og segir:
„Öll reynsla hefur sýnt, að
lík drukknaðra manna, eða lík,
sem kastað er í vatn strax eftir
dauða, sem leitt hefur af of-
beldi, þurfa að liggja í vatninu
í sex til tíu daga til þess að
nægileg rotnun eigi sér stað til
að láta þau fljóta uppi. Jafnvel
þar sem er hleypt af fallbyssu
yfir líki og það flýtur uppi, áð-
ui en það hefur legið að minnsta
kosti fimm eða sex daga í vatn-
inu, sekkur það aftur, ef ekki
er við því hreyft.“
„Þessar staðhæfingar hafa
öll blöð í París samþykkt þegj-
andi að undanteknu Stjórnar-
blaðinu. Þetta siðastnefnda
blað reynir að hamla á móti
þeim hluta greinarinnar, sem
fjallar um „lík drukknaðra
manna" eingöngu, með því að
vitna til fimm eða sex dæma,
þar sem lík manna, sem vitað
var, að höfðu drukknað, fund-
6. TBL. VIKAN 39