Vikan


Vikan - 10.02.1972, Side 42

Vikan - 10.02.1972, Side 42
RENNIBRAUTIR Ný gerð af pólereðum renni- brautum með útskornu milli- stykki, einnig slétt aftur. Fylla þarf út 128x48 cm. Sendum í póstkröfu. Greiðsluskilmálar. NÝJA BÓLSTURGERÐIN Laugavegi 134, sími 16541. V______________________________y ír hefur staðið svo lengi, að loft það, sem myndast hefur, kemst út í andrúmsloftið. En ég vil beina athygli þinni að þeim greinarmun, sem gerður er á ,,líkum drukknaðra manna“ og „líkum, sem kastað er í vatn strax eftir dauða, sem leitt hef- ur af ofbeldi". Þó að höfundur- inn viðurkenni þennan grein- armun, telur hann allt þetta með í sama flokki. Ég hef sýnt fram á, hvernig líkami manns, sem er að drukkna, verður með meiri eðlisþyngd en jafnrými hans af vatni, og að hann mundi alls ekki sökkva, ef ekki kæmu til umbrot mannsins, þannig að hann lyftir handleggjunum upp yfir yfirborðið, og tilraunir hans til að anda, á meðan hann er í kafi — tilraunir, sem fylla af vatni það rúm, sem loftið fyllti áður í lungunum. En þessi um- brot og þessar tilraunir til að anda mundu ekki koma fyrir hjá líki, „sem kastað er í vatn strax eftir dauða, sem leitt hef- ur af ofbeldi". Þannig mundi líkaminn í síðara tilvikinu yf- irleitt alls ekki sökkva — en þessa staðreynd þekkir Stjarnan bersýnilega ekki. Þegar rotn- unin er orðin mjög mikil — þegar holdið hefur að miklu leyti losnað frá beinunum — þá vissulega, en ekki fyrr en þá, mundum við mlssa sjónar á lík- inu. Og hvað eigum við að álita um þá röksemd, að líkið, sem fannst, gæti ekki verið af Maríu Roget, vegna þess að að liðnum aðeins þrem dögum fannst þetta lík á floti? Þar sem hér var um kvenmann að ræða, hefði hún ef til vill aldrei sokkið, ef hún hefði drukknað; eða ef hún hefði drukknað, hefði hún get- að komið í ljós aftur eftir tutt- ugu og fjórar stundir eða fyrr. En enginn gerir ráð fyrir, að hún hafi drukknað; og þar sem hún dó, áður en henni var kast- að í ána, hefði hún getað fund- izt hvenær sem var eftirá. „En“. segir Stjarnan, „ef lík- ið í sínu limlesta ástandi, hefði verið geymt á landi þangað til á þriðjudagskvöldið, mundu einhver merki um morðingjana vera finnanleg á iandi“. Hér er í fyrstu erfitt að skilja mein- ingu þess, sem þannig skrifar. Hann ætlar að ræða það, sem hann skynjar fyrirfram og heldur, að mundi verða mót- bára gegn kenningu hans — nefnilega, að líkið hafi verið geymt tvo daga á landi, og hafi þá rotnað hratt — hraðara en ef það hefði legið í vatni. Hann gerir ráð fyrir því, að hefði þetta verið svo, hefði það getað komið í ljós við yfirborðið á miðvikudag, og heldur, að að- eins við slíkar aðstæður hefði það get.að komið þannig í ljós. Af þessu leiðir, að hann flýtir sér að sýna fram á, að það hufi ekki verið geymt á landi; því að í því tilviki „mundu ein- hver merki um morðingjana vera finnanleg á landi“. Ég býst við, að þú brosir að framhald- inu. Þú getur ekki látið telja þér trú um, hvernig aðeins geymsla líksins á landi gæti valdið því, að ummerkin eftir árásarmennina ykjust að marki. Og ég get það ekki heldur. „Og enn fremur er það ákaf- lega ólíklegt", heldur blaðið okkar áfram, „að neinir þorp- arar, sem hefðu framið morð eins og það, sem hér er gert ráð fyrir, mundu hafa kastað líkinu í ána án lóðs til að sökkva því, þegar ofurauðvelt var að við- hafa slíka varúðarreglu“. Taktu hérna eftir hinum hlægilega hugsanaruglingi! Enginn — ekki einu sinni Stjarnan — deilir um morðið, sem framið var á likinu, sem fannst. Merk- in um ofbeldi eru of augljós til þess. Markmið höfundarins er aðeins það að sýna fram á, að það lík hafi ekki verið af Maríu. Hann vill sanna, að María hafi ekki orðið fyrir árás — en ekki, að líkið hafi ekki orðið það. Samt sannar athuga- semd hans aðeins síðara atriðið. Hér er lík, sem enginn þungur hlutur er festur við. Morðingj- ar, sem hefðu kastað því í ána, hefðu ekki látið undir höfuð leggjast að festa þungan hlut við það. Þess vegna hafa morð- ingjar ekki kastað því í ána. Þetta er allt og sumt, sem sann- að er, ef nokkuð er þá sannað. Ekki er einu sinni komið ná- lægt spurningunni um sam- semd líksins og stúlkunnar, og Stjarnan hefur haft mjög mik- ið fyrir því einu að mótmæla nú því, sem hún viðurkenndi andartaki áður. „Við erum al- veg sannfærðir um það“, segir b'aðið, „að líkið, sem fannst, var af kvenmanni, sem hafði verið myrtur". Þetta er heldur ekki eina til- vikið, jafnvel í þessu atriði málsins, þar sem þessi rann- sóknarmaður notar óafvitandi röksemdir gegn sínum eigin skoðunum. Ég hef þegar sagt, að markmið hans er bersýni- lega að stytta eins og hægt er tímabilið frá því, að María hvarf, og þangað til að líkið fannst. Samt sjáum við, að hann leggur áherzlu á það at- riði, að enginn sá stúlkuna frá því augnabliki, þegar hún fór úr húsi móður sinnar. „Við höf- um enga sönnun fyrir því“, seg- ir hann, „að María Roget hafi verið í tölu lifenda eftir klukk- an níu sunnudaginn tuttugasta og annan júní“. Þar sem rök- semd hans er augljóslega ein- hliða, ætti hann að minnsta kosti að hafa leitt þetta atriði hjá sér; því að hefði það verið vitað, að einhver hefði séð Maríu, segjum á mánudag, eða á þriðjudag, hefði fyrrnefnt tímabil stytzt mikið, og sam- kvæmt röksemdaleiðslu hans sjálfs, hefðu líkindin fyrir því, að líkið væri af stúlkunni, minnkað mikið. Það er eigi að siður skemmtilegt að taka eftir því, að Stjarnan leggur áherzlu á þetta atriði í þeirri ákveðnu trú, að það styðji hina almennu rökleiðslu sína. Lestu nú aftur þann hluta röksemdafærslunnar, sem lýtur að þvi, að Beauvais hafi þekkt iíkið. Að því er snertir hárið á handleggnum, hefur Stjarnan bersýnilega verið óhreinlynd. Hr. Beauvais, sem var ekki fá- bjáni, hefði aldrei getað talið sig hafa þekkt líkið á hári á handlegg þess eingöngu. Eng- inn handleggur er án hárs. Hið almenna eðli orðalags Stjörn- unnar er aðeins rangfærsla á orðalagi vitnisins. Hann hlýtur að hafa talað um einhver sér- einkenni þessa hárs. Það hlýtur að hafa verið séreinkenni eins og litur, magn, lengd, eða stað- ur hársins. „Fótur hennar“, segir blaðið, „var lítill" — þúsundir fóta eru litlir. Sokkaband hennar er alls engin sönnun — og það eru skór hennar ekki heldur — því að skór og sokkabönd af sömu tegund eru seld í hundraðatali. Sama má segja um blómin í hatti hennar. Eitt atriði, sem hr. Beauvais leggur mikla áherzlu á, er að spennan á sokkabandinu, sem fannst, hafði verið losuð til að stytta í því. Þetta skiptir engu máli; því að flest kvenfólk telur viðeigandi að taka par af sokkaböndum með sér heim og máta þau á limunum, sem þau eiga að ná utan um, fremur en að prófa þau í búðinni, þar sem þau eru keypt“ Hér er erfitt að gera ráð fyrir, að höfundurinn sé ein- lægur. Hefði hr. Beauvais, þeg- ar hann var að leita að líki Maríu, fundið lík, sem svaraði almennt að stærð og útliti til horfnu stúlkunnar, hefði hann haft rétt (án nokkurs tillits til spurningarinnar um klæðnað) til að mynda sér þá skoðun, að leit hans hefði borið árangur. Ef hann hefði, auk þess sem segja má um stærð og útlit, fundið á handleggnum sér- kennilegt hár, sem hann hafði séð á hinni lifandi Maríu, hefði skoðun hans réttilega getað styrkzt; og aukning líkindanna hefði vel getað verið í hlutfalli við sérkennileika, eða óvana- leika hársins. Ef, þar sem fætur Maríu voru litlir, fætur líksins væru einnig litlir, mundi aukn- ing líkindanna fyrir því, að lík- ið væri af Maríu, ekki vera að- eins hlutfallsleg, heldur mjög margföld, eða stóraukin. Bættu við þetta allt skóm eins og þeim, sem vitað var, að hún hafði verið í daginn, sem hún hvarf, og enda þótt þessir skór kunni að vera seldir „í hundraðatali“, aukast líkurnar nú svo mikið, að þær nálgast fulla vissu. Það, sem í sjálfu sér væri engin sönnun fyrir samsemd, verður vegna staðfestingargildis síns hin öruggasta sönnun. Segið okkur svo frá blómum í hatt- inum, sem líkjast þeim blóm- um, sem horfna stúlkan hafði notað, og við leitum ekki að neinu fleira. Ef um aðeins eitt blóm er að ræða, leitum við ekki að neinu fleira, — og hvað þá ef þau eru tvö eða þrjú, eða fleiri? Hvert nýtt blóm er marg- föld sönnun — sönnun, sem 42 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.