Vikan


Vikan - 26.10.1972, Síða 7

Vikan - 26.10.1972, Síða 7
r MIG DREYMDI Á FLOTTA UNDAN LJÓNUM I FULLRIALVORU HARKALEG INNHEIMTA Kæri draumráðandi! Mig dreymdi tvo drauma fyrir stuttu, sem ég vildi gjarn- an fá ráðna. Ég var stödd einhvers staðar uppi í sveit með stráknum sem ég er með. Við vorum ein í stóru húsi. Við vorum mjög hamingjusöm og ástfangin, sáum bara hvort annað. En allt í einu var ég komin út og var eitthvað af fólki þar. Ég sé þá kærastann minn koma gangandi, og var hann með fyrrverandi unnustu sinni. Þau voru mjög hamingju- söm. Mér fannst ég alveg vera höfð útundan. Það voru allir að hrósa henni. Hún var vel liðin af öllum. En það var eins og fólkið fyrirliti mig. Ég reyndi að ná sambandi við kærastann minn, en það gekk illa. Hann vildi ekkert við mig tala. Ég var sár og ör- væntingarfull. Ég var afbrýðisöm út í hana. Ég reyndi svo mikið að ná sambandi við hann. Mig langaði að taka hann og halda honum föstum, af því að ég vissi, að ég var búin að missa hann. Svo dreymdi mig annan draum stuttu síðar. Hann er svona: Ég var uppi í sveit. Það voru ljón á eftir mér, og ég hljóp og ætlaði að klofa yfir girðingu. Þegar ég var alveg komin að grindverkinu og var að klöngrast yfir það, náði lítill ljónsungi mér. Ég var ægilega hrædd við hann. Þá kom stelpa, tók hann upp og klappaði honum. Ég gerði hið sama, þótt ég væri dauðhrædd. Ég vona að þú getir ráðið þessa drauma fyrir mig fljót- lega. — Með þökkum. I.E. Þessir draumar eru báðir um þig og unnasta þinn. Hinn fyrri táknar óróleika, sem þú verffur gripin, og ótta við að samband ykkar kunni aff breytast til hins verra. Þú ert hrædd um aff fortíff hans blandist eitthvaff inn í mál ykkar og setji strik í reikninginn. Síffari draumurinn er fyrir rifr- ildi milli ykkar. En þriffja affilanum tekst aff sætta ykkur. Ljón misskiinings og afbrýðisemi, sem er eins og allir vita skilgetiff afkvæmi ástarinnar, sefast — og allt fellur í ljúfa löð. TRÚLOFUN í KIRKJU Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir mig. Hann er eitthvað á þessa leið: Mér fannst vera aðfangadagur jóla. É'g og strákur, sem ég er búin að vera með lengi, ákváðum að trúlofa okkur í kirkjunni. Hann klæddist svörtum jakkafötum og hvítri skyrtu, en ég man ekki hvernig fötum ég var í. Við settum upp hringana, þegar presturinn blessaði yfir hópinn í lok messunnar. Síðan ákváðum við að ganga síðust út úr kirkj- unni. Þegar presturinn tók í höndina á okkur, eins og hann gerir alltaf í lok messunnar, sagði ég honum, að við hefð- um trúlofað okkur í kirkjunni. Hann varð alveg himin- glaður yfir því. Síðan óskaði hann okkur til hamingju, og ég vaknaði við það. Ein, sem dreymir mikið. Kirkja er yfirleitt talin tákna mótlæti í draumi. En okk- ur finnst allur blær draumsins þess efflis, aff hann hljóti aff boffa eitthvaff gott. Viff ráffum hann á þá leiff, að eitthvert deiluefni verffi útkljáð innan skamms, eitthvaff sem ristir djúpt og hefur valdiff misklíð lengi, þó alls ekki milli þín og unnusta þíns. Það hendir marga einhvern tíma á lífsleiðinni að geta ekki greitt skuldir sínar skilvislega. Or- sakirnar geta verið margar, svo sem veikindi, at- vinnumissir eða eitthvað annað. 1 flestum tilvikum eru slíkar aðstæður teknar til greina og hægt er að semja um greiðslu á þann hátt, sem viðráðanlegur er fyrir gjaldandann. Einn er þó sá aðiíinn, sem litlar sem engar að- stæður virðist taka til greina, og það er sjálft fyrir- tækið okkar allra, ríkið og þá alveg sérstaklega þegar um innheimtu skatta er að ræða. Nefnd hafa verið dæmi um það i blöðum að undanförnu, að margur launamaðurinn verði að lilíta þeim afarkostum af hálfu hins opinbera að fá tóm launaumslög mánuð eftir mánuð og nokkr- ar stjörnur á launaseðlinum í stað kaupupphæðar- innar. Það lig'gur svo í augum uppi að varla þarf að ræða það, að óhæft er að skatturinn taki svo mik- ið af launum manna, að þeir liafi ekkert eftir til að lifa fyrir. Samt virðist mönnum ganga erfið- lega að fá leiðréttingu mála sinna í þessum efnum og eina ráðið að fá sér einhverja aulcavinnu, ef þess er kostur, og reyna með því móti að sjá sér og sínum farhorða. Auðvitað þarf ríkið að fá sitt og' því nauðsynlegt, að innheimta skatta gangi vel. En svo harkalegar aðferðir, sem hægt er að nefna ótal dæmi um, kunna aldrei góðri lukku að stýra. Innheimtan má aldrei vera svo kerfisbundin og vélræn,. að ekkert tillil sé tekið tii persónulegra aðstæðna. Ríkið hef- ur ekki efni á sliku ráðslagi. Það hefnir sin, þótt siðar verði. Biturleikinn yfir miskunnarleysinu og ranglætinu getur sem hægast hvatt menn til að svíkja undan skatti. Óánægjan með niðurjöfnun skatta og útsvara er nógu mikil enn, þótt ekki bætist við ómannúðlegar aðferðir við innheimtuna. Ilarðneskja af hálfu hins opinhera eykur ekki löghlýðni og þegnskap skatt- borgaranna, lieldur þvert á móti. Það er sannarlega tími til kominn, að lög' séu sett um það eða einhver reglugerð, live mikið ríkinu leyfist að taka af launum ahnennings upp í skatt- ana. Ef allt er með felhlu ætti ekki að vera unnt að taka nema þriðjung, svo að gjaldandi eigi eitl- livað eftir fyrir mat og húsnæði. Almenningi finnst það hart, að hið opinbera sé erl'iðara viðskiptis en einstaklingar og einkafyrir- ta'ki. Maður skyldi ætla, að þessu væri öfugt farið. Það dugir ekki að ríkið klæðist gervi hins sígilda og grimmilega lánadrottins, sem gefur skuldunaut- um sínuin engin grið. G. Gr.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.