Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 46
— Við vorum orðin svo þreytt á að hlaupa upp úr baðinu til að svara í símann! þegar ég var búinn að hringja í lögregluna. — Við verðum að halda saman, sagði ég. Og það gerðum við. Við gengum fyrst að bakdyrunum á húsinu. Þær voru læstar innan frá, eins og venjulega. Einu dyr aðrar eru aðaldyrnar að framan. Við fór- um þangað og fundum dyra- vörðinn, hann McPherson gamla, og hann var að tala við blaðastrák. Þeir voru báðir reiðubúnir að sverja. að hvorki Smith né nokkur annar hefði farið þarna út. — En gluggarnir? sagði Banner. — Þeir eru allir þjófheldir, flýtti Wels sér að segja. Eng- inn getur komizt inn eða út um þá nema hringja um leið við- vörunarbjöllu. Áður en lögregl- an kom, flýttum við okkur að athuga þá alla. Það er tiltölu- lega fljótgert. Þarna er ekkert nema málverk og smámyndir. Smith var ekki í húsinu. — Haha! hrökk upp úr Banner. — É'g veit alveg, hvar hann er í felum. — Hvar? æptu þau öll þrjú. — Innan í brynju. Wells andvarpaði af von- brigðum og hristi höfuðið. — Það er engin einasta brynja í öllu safninu. Það kom gremjusvipur á rauða andlitið á Banner. — Og mig sem hefur alltaf langað svo til að fá mál þar sem morðing- — Ræðurnar eru líklega orðnar eitthvað skrítnar hjá nýja prestin- um! inn faldi sig innan í brynju. En þetta er rétt eins og lánið mitt! Hann tók að stanga úr tönnun- um með tannstöngli í silfur- keðju. Wells sagði: — Við erum sem sagt engu nær. Smith hafði ekki einasta horfið úr herberginu, heldur líka út úr húsinu. —• Leitaði lögreglan nokkuð að honum, þegar hún kom? — Já, sannarlega. Hún leit- aði alls staðar þar sem lifandi maður gæti hugsanlega falizt. — Jammjamm! Banner hall- aði sér aftur á bak, tók stóran vindil og stakk upp í sig, en kveikti ekki í honum. Það gerði hann aldrei, heldur tuggði hann. — Smith framdi morðið og hvarf síðan. Þannig lítur þetta út. Hann leit blíðlega á Lindu. — Heldurðu, að þú mundir drukkna ef þú færir út í rigninguna með mér, elskan? Nei, vitanlega ekki. Linda leit á hann en skildi ekki neitt. Wells sagði: — Hvert ætlið þið að fara? — Inn í safnið. Við öll. — Á þessum tíma nætur? sagði Argyll og fór um hann. — Ég ætla að gera lokatil- raun til að finna hann eða kom- ast að því, hvernig hann hafi sloppið burt. Hann fór að svip- ast um eftir hattinum sínum, og fann loks, að hann sat á honum. Hann kom einhverju sköpulagi á hattinn aftur. — Kannski væri rétt af mér að taka með mér krít og teikna fimmhyrning? tautaði hann við sjálfan sig. — Kannski gæti það kallað Kölska fram á sjónar- sviðið. Lögregluþjónn í gljáandi regnslagi hafði leyst McPher- son af hólmi við dyravörzluna. Hann skellti á þau stóru vasa- ljósi, en þá sýndi Banner hon- um laxrauða lögregluskírtein- ið sitt. Lögreglumaðurinn hleypti þeim inn í safnið. Banner sagði við þau: — Þetta er hann Coyne, sem kál- aði glæpakónginum, honum fjögurra fingra Flanigan. Þau stóðu þarna í dimmri forstofunni þangað til Wells fann slökkvarann og gat kveikt. Það glumdi óhugnanlega í köld- um marmarahellunum í gólf- inu, undir fótum þeirra. Fyrst leit Banner inn í skrif- stofu stjórnarnefndarinnar, það- an sem Smith hafði horfið. Hann tók sér stöðu við gólf- lampann, en lét Lindu og Ar- gyll ganga út að horninu í gang- inum. Svo lét hann Argyll standa hjá lampanum en fór sjálfur út að horninu. Hann skokkaði til baka. — Sérðu nokkuð athugavert við þetta? — Nei, sagði Argyll. — Það er nú einmitt gall- inn, sem er að gera mig vit- lausan. Hann gekk á undan til for- stjóraskrifstofunnar. Hún var eitthvað fimmtán fet frá, og hinum megin við ganginn. Húsbúnaður var þarna svip- aður, en honum var öðruvísi fyrir komið. Gólflampinn þarna var lengst í burtu til hægri. Banner sagði: — Hérna varst þú, Wells,- þegar þetta gerðist. — Já, sagði Wells. — Og í kolamyrkri? — Ha? — Linda og Argyll segja, að þegar Smith slökkti ljósið í hinu herberginu, hafi orðið dimmt í öllum ganginum. Hérna er líka glerhurð. Ef ljós- ið hefði verið logandi hjá þér, hefði það skinið út í ganginn. — Auðvitað var það ekki logandi, sagði Wells önugur. — Eins og ég sagði þér, var ég í júdótíma síðla morguns. Og ég lá á legubekknum og var að hvíla mig. Ég var ekki sofandi heldur bara að hvíla mig . . . í myrkrinu. — Og ónáðaði Smith þig al- drei neitt? — Ekki í dag. Banner gekk að skrifborði Wells. Á því lá ýmislegt dót. Banner fór að fitla við nokkra ferhyrninga úr lituðu gleri. Til hvers er þetta? - Þetta eru myndaplötur í skuggamyndavél, sagði Wells. — Þessar sem þú ert með eru myndir af Oaxaca-leirkerum. — Skuggamyndavél? hváði Banner. — Hefurðu kannski heilt kvikmyndahús hérna? — Öllu má nú nafn gefa. Það er mjög lítið. — Er það í sautjándu aldar salnum? . — Skammt þar frá, sagði Wells og hleypti brúnum undir gleraugunum með svarta band- inu. — Við þangað. Þau gengu í halarófu inn í litla kvikmyndaherbergið. Þeg- ar þau horfðu fram yfir sæta- röðina, sáu þau tjaldið. Það var dregið niður. Banner gekk að því. Það hékk svo sem ellefu þumlunga frá veggnum. Hann greip í það að neðan, kippti í og sleppti svo. Tjaldið vafðist upp sjálf- krafa. Um leið og það fór upp, heyrðu þau tíða smelli og svo þyt eins og í gluggatjaldi. Og þau sáu mann með and- lit eins og á djöflinum sjálfum. Hann hékk þarna. En hann var dauður. Um hálsinn á hon- um var snara. Hún var fest upp í krók. Og tjaldið hafði hulið þetta allt. — Hvert í veinandi! urraði Banner. — Hvernig lízt ykkur á þetta? — Hann hefur hengt sig! sagði Argyll og stóð á öndinni. Linda greip höndum fyrir augun. — Okkur datt aldrei í hug að leita þarna, tautaði Wells. — Það datt heldur engum öðrum í hug, sagði Banner. —- Við vorum að leita að lifandi manni! Ekki hengdum manni. Og tjaldið sýndist svo nálægt veggnum. Aðeins ellefu þuml- unga frá honum. En það er mesta furða hve lítið rúm mað- ur tekur, sem hangir svona. Við höfum öll verið sljó. -En eitt- hvað fleira sljótt kemur hér við sögu, en það skal ég segja ykkur seinna. Jæja, við skul- um fara út og ná í hann Coy- ne, lögregluvarðmanninn. — En hvernig hefur hann getað gert þetta? sagði Linda. — Banner svaraði dræmt: — Þú ert að brjóta heilann um, hvers vegna þú gazt ekki gert út af við hann með því að bragðbæta mjólkina hans með fimm grömmum af arseníki. En þú hefur heyrt getið um menn, sem þoldu meira en það, er ekki svo? — Jú, eiturlyfjaneytendur, sagði Argyll. Banner kinkaði kolli. — Já, vissirðu til þess að maðurinn þinn hefði nokkurn tíma haft húðsjúkdóm? — Húðsjúkdóm? Jú, reynd- ar. Hann sagðist einhvern tíma hafa haft blettaskán, en það var löngu búið að lækna það. — Já, og við því er einmitt notað arseník. Það kom honum af stað. Og svo er annað. Ar- seník vekur æskuroða í kinn- um. Svarar það nokkurri spurn- ingu? Linda starði. — Var hann þess vegna svona unglegur? — Eg botna enn ekkert í þessu, sagði Argyll. — Hvern- ig . . . ? Wells kom nú aftur, ásamt Coyne. Þegar hann sá mann- inn hangandi krossaði hann sig og æpti: — Þetta er fjandinn sjálfur! Banner hleypti brúnum. — O, seisei nei! Bara venjulegur 46 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.