Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 44
— Láttu ekki svona maður, farðu inn og viðurkenndu að þú sért bú- inn að týna bókinni! En þegar Linda greip snöggt andann á lofti, risu hárin aftan á hálsinum á Argyll. Hann gægðist yfir skrifborðið, sem hún var að benda á. Þar lá stúlkulík á gólfinu. Höfuðkúpan á henni hafði ver- ið brotin með silfurstyttu, sem lá þarna rétt hjá henni. Það mátti næstum heyra hjartslátt þeirra í þöglu her- berginu. Argyll þekkti strax líkið. — Það er hún Phyllis Remington! — Fyrirsætan þín? Hann snerti höndina á stúlk- unni. Hún var máttlaus og enn volg. Hún hafði verið myrt fyrir skammri stundu. Linda heyrði einhvern há- vaða frammi á ganginum og þaut til Argylls, lafhrædd. í dyrunum birtist skrítinn lítill maður, sköllóttur og með gleraugu í breiðu svörtu bandi. Hann var í röndóttum buxum og flik, sem Banner öldunga- deildarþingmaður kallaði „bænafrakka". Þarna stóð hann og fæturnir á honum voru álíka bognir og bjúgsverð. Þetta var Georg Wells, stofnandi og stjórnandi safnsins. Hrukkurn- ar á enninu báru vott um áhyggjur. Og aðaláhyggja hans var að afla fyrirtækinu fjár- muna. — Viljið þér dagsetja leyfisbréfið nokkrum mánuðum aftur í tím- ann? Hann snuggaði. — Hvað hef- ur komið fyrir yður, frú Smith? Þér eruð náhvít eins og . . . — Það er maðurinn minn, stundi hún upp og var alveg í þann veginn að sleppa sér: — Hann er brjálaður! Hann var hérna rétt núna. Hann hefur drepið hana Phyllis! — Guð minn góður, það er ómögulegt! Munnurinn á Wells datt upp á gátt og hann þaut að skrifborðinu. Hann laut nið- ur og beit síðan á skjálfandi vörina. — Það var mikill skaði. Svona gullfalleg stúlka! Kann- ski óþarflega uppstökk, en . . . Hvar er hann Smith? — Hann hvarf, sagði Argyll. — Það er nú ótrúlegt, en hann beinlínis gufaði upp áður en ég komst inn. Kannski hafið þér séð hann? — Ég? sagði Wells. — Nei, hjálpi mér. Ég var í hinni skrif- stofunni handan við ganginn og var búinn að vera þar alveg frá því ég kom úr júdótíman- um. Og ég hef engan hitt. Þau litu kringum sig í her- berginu. Þarna var loftræsting en enginn gluggi. Og dyrnar eini útgangurinn. Argyll horfði á mynd í næst- um líkamsstærð, sem hékk á veggnum lengst frá honum. Þetta var nýleg mynd eftir sjálfan hann, mjög raunsæis- leg og hét „Varúlfur og fórnar- dýr“. Og af loðnu andlitinu á úlfinum, með hvössu vígtenn- urnar, mátti auðveldlega þekkja Gordon Smith. Argyll hafði haft Smith og Pmyllis Remington sem fyrir- sætur. Wells hristi sig eins og hund- ur af sundi. -— Bíðið mín inni í sautjándu aldar salnum, með- an ég hringi í lögregluna, sagði hann. — Við verðum að halda vel saman. Það voru margir klukkutím- ar liðnir síðan morðið var upp- götvað. Linda og Wells hímdu úti fyrir símaskápnum í sjopp- unni, meðan Argyll var í sím- anum. Argyll hlustaði ekki nema til hálfs á suðið í símanum, en sagði við þau: — Meðan Bann- er þingmaður var að sitja fyrir olíumálverkinu, sem ég gerði af honum fyrir síðustu kosn- ingar, talaði hann í sífellu um óskiljanleg morð. Hann hlýtur að hafa vitnað í að minnsta kosti fjögur mál, sem hann hafði leyst, þar sem maður komst óséður út um vaktaðar dyr. Og lausnin á þessu var bara einfalt sjónhverfingar- bragð og ekkert yfirnáttúrlegt á seyði. Linda sagði skjálfandi: — Gordon er vís til hvaða ill- mennskuverks sem vera skal. Nú sagði Argyll í símann: — Ég þarf að tala við Banner öldungadeildarþingmann. Er hann við? Símastúlkan svaraði: — Nei, það er hann ekki. Hafið þér reynt í Sfinxklúbbnum? Hann er sennilega að spila þar, eða þá að draga kanínur upp úr hatti. Þettá er kvöldið hans þar. Argyll hringdi í klúbbinn. Honum var svarað: — Hann hefur ekki verið hérna í kvöld. Hann gæti verið að skjóta á leirgæsir í skotbakkanum. Hann er þar stundum. Argyll hringdi í skotbakkann og bjórrám rödd svaraði: -—- Hann kom hingað sem snöggv- ast og var eitthvað að tala um keilubrautina. Röddin þagnaði þegar einhver annar tók fram í, en svo kom hún aftur og sagði: — Hann er víst að spila í Shell-billiardstofunni. Banner öldungadeildarþing- maður hefði ekki getað verið meira heima hjá sér, þó að billiardstofan hefði verið smíð- uð utan um hann. Hann beygði bumbuna yfir borðið, með prikið í hendinni og athugaði vandlega kúlnastöðuna. Hann var að spila við taugaóstyrkan mann með höggormsaugu. Sá var að kríta prikið sitt og horfði órólegur á Banner. Argyll kom með rennvotan hattinn, ásamt Lindu og Wells, inn í reykjarkófið í salnum. Sumir karlmennirnir blístruðu til Lindu, svo að Banner hætti leiknum til þess að sjá, hvað um væri að vera. Stálblá augu hans beindust að Lindu. Hann vissi vel, að í hennar augum var hann einria líkastur einhverjum ræfilsleg- um erkiengli, sem hafði gaman af að umgangast fanta. Hann var á stærð við King Kong, með brúsk af hæruskotnu hári og blvgráar augnabrúnir. Mjóa hálsbindið á honum var líkast því sem það hefði lent ofan í súpudisk. Og það var líka mála sánnast. Banner renndi augunum af henni og á hina mennina. — Borden Argyll! Hann rétti fram höndina, sem var eins og kálfskrof. — Hvernig gengur, klessumeistari? Hvernig líður málverkunum? Argyll heilsaði og kynnti samferðafólk sitt. v- Við kom- um til að tala við þig um morð- ið. Banner iðaði eins og leikhús- björn. — Hvaða morð? Linda ætlaði að fara að segja: — Draugurinn í safninu . . . -—• Nú, hvert í veinandi! Sá draugur? Ég las það í blöðun- um. Það verður séð um það. Bíðið þið meðan ég klára um- ferðina. Hann lék svo tveim kúlum í röð í gat. Félagi hans með högg- ormsaugun hætti að kríta prikið sitt. Banner lék enn tveim kúl- um í gat. Svarti maðurinn varð vonsvikinn á svipinn og stakk prikinu í grindina. Hann gat ekki horft á borðið eftir að síð- asta kúlan var horfin sýnum. Banner sleikti á sér stóra þumalfingurinn og taldi sam- an vinningana sína, sem voru heil hrúga af stórum seðlum. Svo tróð hann sér í skrítna frakkann sinn og glotti. — Hann veit ekki, að ég er alþjóðlegur billiard-hákarl. Við skulum fara í Sfinxklúbbinn. Þið verðið gestir mínir. Mig langar að fara að fóðra fílinn, það er að segja undirritaðan. Á eftir skulum við svo tala um morðið. Banner veifaði til allra gest- anna og valdi sér borð í miðj- um borðsalnum. Hann pantaði uppáhaldssteikina sína og stór- an bolla af kaffi. — Og láttu mig svo fá rabarbarabúðing á eftir. Hin kváðust vera búin að borða, en pöntuðu sér að drekka. Banner réðst að matn- um rétt eins og þetta væri mat- urinn hans Tryggs — hann skar alla steikina niður í smábita, saltaði á baunirnar, ataði kart- öflurnar í smjöri og kaffærði svo allt saman í sósu. Argyll ræskti sig. —- Við þrjú höfum verið saman allan tímann síðan við uppgötvuðum morðið. Banner lyfti hlöðnum gaffli upp að munninum. — Segðu hægt og hægt frá þessu, kall minn, sagði hann. — Svo skal ég vera gátumeistari og reyna að svara flóknum spurningum. í fyrsta lagi: í hvaða röð kom- uð þið inn í safnið? Wells sagði: — McPherson dyravörður segir, að ég hafi komið fyrstur manna í safnið, síðdegis í dag, þar næst Phyllis Remington, stúlkan sem dó, síð- an Smith, þá Argyll og loks frú Smith. Linda greip í handlegginn á Argyll. — Maðurinn minn vissi, að við vorum að hittast. Það var rétt eins og hún væri nú 44 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.