Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 10
RflUDfl PRINSESSAN OG ARKITEKTINN Svetlana dóttir Stalíns kynntist Wesley Peters, lærisveini og eftirmanni hins fræga banda- ríska arkitekts Franks Lloyds Wrights. En henni féll ekki lífiS meðal hámenningarlegra listamanna. Draumur Kremlarprinsessunnar var að verða dæmigerð borgaraleg húsmóðir, kona manns sem kæmi heim stundvíslega á hverju kvöldi eftir vinnu frá níu til fimm . . . Þegar. dóttir Jósefs Stalíns, Svetlana Allilúéva, giftist Will- iam Wesley Peters, aðalarki- tekt Frank Lloyd Wright-stofn- unarinnar, var það ástæða til mikils fagnaðar í Taliesin West, þar sem ekkja Wrights og læri- sveinar halda áfram starfi höf- uðmeistara bandarísks arki- tektúrs í anda hans. Sú óbug- andi frú Wright og állir félag- ar og lærisveinar Peters veittu þeim blessun sína, svo að allt virtist benda til þess að hjónin ættu fyrir höndum auðugt og ánægjulegt líf í þvi einstæða samfélagi, sem Wright-hjónin höfðu komið á fót í eyðimörk- inni, tuttugu og sex mílur fyr- ir utan Phoenix í Arizona. Brúðkaup þetta þótti auðvit- að ekki hvað sízt tíðindum sæta með tilliti til 'þess hver brúðurin var. Þá sögu má hefja er Svetlana Allilúéva gekk inn í bandaríska sendiráðið í Nýju- Delhi, eftir að hafa flutt ösku unnusta síns heitins, Brijesh Singh, til þorpsins hans í Ind- landi. Hún baðst leyfis til land- vistar í Bandaríkjunum. Svet- lana hafði þekkt Wesley Peters í aðeins tæpar þrjár vikur er þau voru vígð saman eftir ritú- ali kvekara í stórfenglegri dag- stofu frú Wright í Taliesin. Þetta þótti yfirtak mikill róm- ans. Atburðurinn þótti ekki ein- ungis tíðindum sæta vegna brúðarinnar, heldur og brúð- gumans. Sérstaklega átti þetta við um þá, sem kynnzt höfðu Wesley Peters sem ungum manni er hann varð fyrsti lærisveinn Wrights í hinu upp- runalega Taliesin í Spring Green, Wisconsin. Peters hafði þá orðið ástfanginn af og kvænzt dóttur frú Wright, og svo undarlega vill til að sá kvenmaður hét einnig Svetlana. 1946, þegar þessi fyrri Svet- lana Peters var tuttugu og níu ára, var hún eitt sinn á leið til Spring Green í opnum jeppa ásamt börnum sínum tveimur, fjögurra og tveggja ára, og ófrísk að því þriðja. Af ein- hverjum ástæðum lenti bíllinn út af veginum og ofan í á, og fórust þar Svetlana og yngri drengurinn. Sá eldri, Brandoch Peters, féll út úr bílnum áður en hann lenti í ánni og slapp ómeiddur, og þótti það ganga kraftaverki næst. Þeir sem voru viðstaddir síðari hjóna- vígsluna mundu þennan hræði- lega dag og höfðu þekkt Wes- ley Peters þau tuttugu og fjög- ur ár, sem síðan voru liðin. Á þeim tíma hafði hann aldrei kvænzt aftur. Nú gátu vinir hans naumast tára bundizt; svo mjög hrærðust þeir yfir ham- ingju hans. Athöfnin hlýtur einnig að hafa vakið miklar tilfinningar hjá Olgivönnu Lloyd Wright, sem nú var komin yfir sjötugt. Hér var tengdasonur hennar, fyrsti og fremsti fylgismaður hins virta manns hennar og næstráðandi hennar sjálfrar í Taliesin að kvænast hrífandi konu, sem ofan á það var nafna dóttur hennar. Þetta var kona sem hafði hrifið heiminn með hugrekki sínu og hreinskilnum lýsingum á uppvexti sínum í landi, sem faðir hennar hafði ríkt yfir. Það er því hætt við að mikil hryggð hafi lagzt á sálir fólks- ins í Taliesin tveimur árum eftir hjónavígsluna, er Svet- lana, þá fjörutíu og sex ára, og tíu mánaða gömul dóttir henn- ar fluttu inn í sextíu og fimm þúsund dollara hús sem hún hafði keypt nálægt Pleasant Valley. Hún lét í ljós þá furðu- legu hugmynd að William Wesley Peters, þá orðinn fimm- tíu og níu ára, gæti allt í einu tekið upp á því að lifa eins og hver annar venjulegur banda- rískur heimilisfaðir og útborga- búi, og sagðist ekki þola „kommúnulífið" í Taliesin og „einræðið", sem hún kveður þar ríkja. „Mér geðjast ekki að lífs- máta hans,“ sagði hún. „Eg vildi óska að hann gæti tamið sér meiri reglu og meira einka- líf. Hann verður sextugur í júní, og hefur fulla þörf á að lifa eitthvað út af fyrir sig. Hvers vegna getur hann ekki farið á skrifstofuna og komið heim á ákveðnum tíma eins og aðrir? Hvers vegna þarf hann að lifa svo óeðlilegu lífi?“ Og um Taliesin sagði dóttir Stal- íns: „Þetta er undarlegur stað- ur, þar sem enginn á neitt sjálf- ur. Þar er allt á annan veg en annars staðar í landinu. Þar er allt sameiginlegt, tekjurnar, maturinn, allt daglegt líf. Ég þoli það ekki lengur. Ég leita einkalífs og friðar og meira ráðrúms fyrir mig sem ein- staklings." Þar með var orðið ljóst að hjónaband þeirra Wes- ley Peters og Svetlönu hafði verið á misskilningi byggt. „Þetta er harmleikur," sagði Peters. „Fyrir Svetlönu, fyrir dóttur okkar, og fyrir mig.“ Og undir það taka allir á Taliesin. Þar er talað vel um Svetlönu -—• og af varúð. Það er augljóst að fólkið þar vill ekki særa hana á nokkurn hátt. En sjálft er það sárt vegna þess að henni tókst ekki að skilja það og kærleika þess, sem henni var boðinn. Og því sárnar einnig að svo skyldi fara með hjónabandið, sem annars virtist næstum eiga heima í ævintýri. Meðal persónanna í harm- leik þessum, sem áreiðanlega hefði verið upplagt éfni fyrir Shakespeare, er lykilpersónan hvorugt þeirra Peters eða Svetlönu, heldur miklu frem- ur Frank Lloyd Wright sjálf- ur, þótt hann sé- búinn að liggja í gröf sinni á annan ára- tug, eða síðan 1959. í þessari sögu gegnir hann hliðstæðu hlutverki og faðir Hamlets í harmleiknum um Danaprinsinn óða. Frank Lloyd Wright og Framhald á bls. 47. 10 VIKAN 43.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.