Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 47
— Ég veit ekki hvort ég er gift sniilingi eða fábjána! mannræfill með vígtennur. Hann brýndi raustina. — Lofið mér að tala út. Ég ætla að segja ykkur frá sljóva horninu. Hver skólastrákur veit, að endur- kastshornið er jafnt innkasts- horninu. Hafið þið nokkurn tíma tekið eftir, hvað þið sjá- ið þegar þið lítið í spegil? —• Auðvitað sé ég myndina af sjálfum mér, sagði Argyll. — Er hún nákvæm? — Auðvitað. — Nei, það er hún einmitt ekki, sagði Banner. — Þegar þú hreyfir hægri hönd fyrir spegli, þá hreyfist sú vinstri á speglinum. Þetta snýst alveg við. —■ Ég skil, hvað þú átt við, sagði Argyll. En hvaða þýð- ingu hefur það í þessu sam- bandi? — Þegar þú stendur við hornið í ganginum og lítur til dyranna þar sem þú sást Smith síðast, myndast sljótt horn. Það eru fimmtán fet frá þér að stjórnarskrifstofunni. Og svo kastast línan frá dyrunum þar önnur fimmtán fet á skó að forstjóraskrifstofunni handan við ganginn. Ertu með? Gólf- lampinn í stjórnarstofunni sagð- irðu, að væri lengst burtu til vinstri. En lampinn í forstjóra- stofunni er lengst burtu til hægri. En ef þú sást spegil- mynd af forstjórastofunni, yrði lampinn þar lengst burtu til vinstri, eða sýndist nákvæm- lega eins og hann er í hinni skrifstofunni! —• Þér er ekki alvara, að það sem við sáum hafi verið . . . — Smith var aldrei inni í stjórnarskrifstofunni. Hann hvarf af því að hann var þar aldrei. Það var lampinn í for- stjórastofunni, sem hann slökkti á. Það sem þú sást var spegil- myndin af honum í glerhurð- inni, sem kom svo vel út með myrkvað herbergið að baki. Síðan sneri Banner sér við með ásökunarsvip: — Þú laugst, Wells! — Guð minn góður! sagði Wells, hátíðlegur á svipinn. — Þú ert vonandi ekki að saka mig um að vera í slagtogi með þessum djöfli? Banner kinkaði kolli. -—■ Nei, heldur um það, sem verra er, Wells. Þú drapst hana Phyllis. Þú vissir of mikið um fjárkúg- un hennar á Smith til þess að vilja ekki fá þinn bita af kök- unni. Þú neyddir hana til þess. Þegar hún var orðin uppgefin á að vera verkfæri í hendi þinni, þá drapstu hana, svo hún færi ekki að kjafta frá við Smith. f dag sagði hún þér að finna þér eitthvert annað verk- færi. Þú þurftir að vera fljótur að hugsa. Þú sagðir henni að bíða í stjórnarskrifstofunni, til þess að fá umhugsunarfrest — til þess að kála henni. Þú nag- aðir á þér neglurnar inni í for- stjóraskrifstofunni. Þá kom Smith þjótandi til þín og sagði þér, að konan sín hefði reynt að drepa sig á eitri, svo að hún gæti stungið af með viðhald- inu sínu. Smith var stútfullur af alls konar bellibrögðum. Hann vildi hræða þessi tvö með bragði, sem hann hafði fundið upp með því að taka eftir af- stöðu skrifstofudyranna tveggja. Hann sagði þér frá því og þú samþykktir það. Þar kom síðasta stykkið í myndagátuna. Meðan Smith var að gera draugaganginn hjá Argyll og Lindu, varst þú að myrða Phyllis. Þú slökktir á lampan- um í skrifstofunni. Þess vegna fann Argyll peruna volga, þeg- ar hann snerti við henni, þrem- ur mínútum seinna. Þú hafðir skilið lík Phyllis eftir þar sem það var komið, og gengið inn í forstjóraskrifstofuna. Þú skildir eftir Ijósið logandi. Smith kom til þín móður og másandi, án þess að hafa hug- mynd um, að þú varst búinn að fremja morð í millitíðinni. Bragðið hans heppnaðist eins og í sögu. Linda og Argyll voru dauðhrædd og voru að elta draug. Smith stóð hjá lampan- um við vegginn til hægri og horfði á ská í áttina að stjórn- arskrifstofunni. Þegar Linda og Argyll komu fram, sáu þau spegilmyndina af honum í skrifstofuhurðinni sem snöggvast, áður en hann myrkvaði allt herbergið. Ar- gyll þaut inn í skakka herberg- ið. Og Smith hafði gott tæki- færi til að sleppa út úr hinu, án þess að þau sæju, og inn í kvikmyndasalinn. — Þú sendir Lindu og Ar- gyll inn í sautjándu aldar safn- ið á undan þér. Þú gafst þér dálitla stund til að kalla á lög- regluna og labbaðir síðan inn í kvikmyndasalinn til að hitta Smith. Þú vissir, að jafnskjótt sem hann frétti um morðið, mundi hann segja, hvernig hann slapp raunverulega burt . . . til þess að bjarga sér. Þú varst neyddur til að drepa hann líka. Þú slóst hann í rot. Þú kannt öll handtökin að þessu, svo er júdókunnáttu þinni fyr- ir að þakka. Svo hengdirðu hann upp meðvitundarlausan, og Linda heyrði þytinn í tjald- inu, þegar þú dróst það niður til að hylja líkið . . . Gætið hans, ég hafði ekki skammbyss- una mína með mér. Hann er beinabrjótur. — Það get ég líka verið, urr- aði Coyne. Og þegar Wells tók til fótanna, braut Coyne á hon- um handlegginn með kylfunni sinni. Wells hneig niður og stundi. Þegar þau gengu út í rign- inguna, sagði Linda við Bann- er: — Hvers vegna gekk Wells svona iangt til þess að ná sér í peninga? Banner snuggaði. — Þetta safn nægði alveg til þess að fé- fletta hann. Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug, að svona stofnun gefi nokkurn túskilding í aðra hönd? í huga Banners var list eitt- hvað á borð við ómerkilegt mannsnafn. ☆ RAUÐA PRINSESSAN Framhald af bls. 11. Olgivanna Lloyd Wright eru næstum þjóðsagnapersónur. Kannski hefði mátt liggja í augum uppi að manneskja, sem hlotið hafði slíkt uppeldi sem Svetlana, gæti aldrei áttað sig á þeim. 1932, þegar Taliesin var kom- ið á fót, var hreinlega enginn arkitektúr stundaður í Banda- ríkjunum. Þá var kreppan mikla hvað verst og ekkert var byggt, sízt af öllu nokkuð sem fól í sér eitthvað nýtt. Wright var þá sextíu og þriggja ára og aldrei sprækari, og fyrir hann þýddi kreppan það - eitt að eirðarlaus, víðfeðm sköpun- argáfa hans yrði að finna sér nÝja og óvenjulega farvegi um skeið. Hann skrifaði heimspeki þá, er var grundvöllur verka hans: ,,að skapa fullkomið um- hverfi til að tryggja bætt mann- líf.“ Hann skrifaði sjálfsævi- sögu sína og gerði uppdrætti og teiknaði án afláts. f Spring Green í Wisconsin stofnuðu þau frú Wright félagsskap nema, sem bjuggu saman og lærðu saman og byggðu saman. Wright vildi, eins og hann orð- aði það, „skapa arkitekta um leið og arkitektúr.“ Þetta var upphafið að Taliesin, en það orð er velskt og þýðir „ljós- brá“. Wesley Peters var fyrsti lærisveinninn, sem gaf sig fram. Hann hafði verið að nema verkfræði, en hætti nú við það. Faðir hans var útgefandi og ritstjóri í Indiana, mannvinur mesti og hafði með krossferð- arkenndri baráttu sinni gegn Ku-klux-klan fengið því til leiðar komið að sá þokkafé- lagsskapur var flæmdur úr rík- inu. Edgar Tafel, sem gerðist lærisveinn skömmu á eftir Peters, lýsir honum sem ,,há- vaðasömum, hreyknum Mið- vestmanni; þó var hann ekki eins drykkfelldur og við hin- ir.“ Hann ók í Essex- vagni og vakti það mikla öf- und hinna nemendanna. í sjálfsævisögu sína skrifaði Frank Lloyd Wright: „Meðal þeirra fyrstu, sem komu í fé- lagsskapinn, var hávaxinn, dökkeygur ungur maður . . . óþrjótandi brunnur orku og tryggðar við þær hugsjónir, er Taliesin byggist á. Hann varð fljótlega fremstur í flestu, sem gert var. Hann hafði augun stöðugt opin og persónuleiki hans var mjög sjálfstæður. Hann var ungur — nítján ára eða svo. Svetlana, stjúpdóttir mín (hún kom til Taliesin með Olgi- vönnu) var þá sextán ára og mjög hrífandi . . . Fljótlega varð flestum Ijóst að þau dróg- ust hvort að öðru, en allir voru sammála um að láta okkur for- eldrana ekkert af því vita. Enda var áður en varði svo komið, að við Olgivanna vorum þau einu, sem ekkert vissu um þetta. Og svo þegar augu okk- ar loks opnuðust — þá kom til ásakana og nokkur miður hlý- leg orð voru sögð. Of fljótt! Bæði of ung! Þessar ástir, sem komu okkur fyrir sjónir sem svik, urðu nú að neðanjarðar- hreyfingu, en fylgismenn ungu hjúanna tóku upp baráttuna fyrir þau. En til einskis. Við vildum ekki hafa þetta.“ Edgar Tafel heldur áfram: „Einn góðan veðurdag að morgni steig Wes inn í Essex- inn sinn, tók Svetlönu upp í og ók til Evansville í Indiana. Wright-hjónin voru alveg eyði- lögð.“ 43.TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.