Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 15

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 15
um, átti Gunnar að erfa goðorð hans á Snæfellsnesi, en féll fyrir Bjarna Bjarnasvni á Laugarvatni í fvri'i kosningununi 1942 og hlaut að sætta sig við að heita landskjörinn, og var því um kennt af sumum, að hinn prúði gestur úr höfuðborginni hefði verið of þaulsætinn við veizluborð höfðingjanna vestra, en vanrækt kotungana, meðan keppinauturinn heilsaði upp á kjósendur i láguin hæjum. Gunnar tók hins vegar mvndarlega á í haustkosningunum 1942 og lagði sunnlenzka glímu- kappann. Hann var endurkjörinn þingmaður Snæfellinga 1946, en varð þingmaður Bevkvíkinga 1949 og endurkjörinn fulltrúi þeirra 1953 og 1956, tvisvar 1959 og enn 1963. Gunnar Thoroddsen undi sér með Dönum í alþingiskosningunum 1967 eins og fyrr getur og sýndist aflmga islenzkum stjórnmálum. Svo var þó eigi. Heimkominn tók hann þátt í sögulegu prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavik fvrir alþing- iskosningarnar 1971, sópaði til sin fylgi og hreppti þriðja sæti fram- boðslistans og sigldi síðan hátt inn á alþing eins og tíguleg skúta í óskabyr. Gunnar Thoroddsen telst ekki grinnnur vigamaður, og hann hefur löngum rekizt bærilega í flokki. Eigi að síður reis liann öndverður gegn foringjum sinum og banda- mönnum þeirra i forsetakosningun- um 1952 eftir andlát Sveins Björns- sonar og studdi af miklum móði tengdaföður sinn Asgeir Asgeirsson i orrahriðinni við séra Bjarna Jóns- son. Það atferli Gunnars varð hús- bændunum á heimili Sjálfstæðis- flokksins mikil hneykslunarhella, enda munaði sannarlega um fram- tak hans. Hins vegar óx Gunnar i áliti hjá ýmsum samherjum og fjöl- mörgum andstæðingum af þcssari uppreisn sinni. Islendingar kunna dável að meta aðra eins dvggð og þá, að menn reynist góðir tengda- synir. Sjálfstæðisflokkurinn upp- skar lika ríkulega ávöxt þessa i bæjarstjórnarkosningunum i Reykjavík 1954 og 1958 undir for- ustu Gunnars. Þó Iiefur aldrei gró- ið um heilt innan flokksins eftir átökin i forsetakosningunum 1952. Raunar átti svo að heita, að Gunnar va^ri tekinn í sátt, en óvildin leyndi sér ekki, og mun Bjarna Benedikt.s- syni einkum hafa veitzt erfitt að fvrirgefa og gleyma framkomu Gunnars. Einlægum fylgismönnum séra Bjarna sveið sárt, hversu liann var leikinn. Bitnaði allt þetta ræki- lega á Gunnari, er hann bauð sig fram i forsetakjörinu 1968. And- stæðingarnir höfðu mikinn viðbún- að og voru einstaklega heppnir i vali á keppinaut hans, sem átti í vændum mikið fylgi pólitískt og út á ærnar persönulegár vinsældir, en græddi að auki á vanþóknun ótaldra sjálfstæðismanna á Gunnari Thor- oddsen. Bjarni Benediktsson hafði fengið því ráðið, að Gunnar varð fjármálaráðherra 1959 og kom ])á fram gagnvart honum svipað og Davið konungur hrevtti við Cria forðum. Gunnari lét hvorki skatt- heimta né fésýsla yfirleitt og lenti í ónáð hjá mörgum sérgæðingum i Sjálfstæðisflokknum, sem gerðust óðfúsir að hefna sin á honum i for- setakosningunum. Hann galt og fremur en naut tengdanna við fvrr- verandi forseta. Gætti þess, að Is- lendingar luma á meinfýsi og vilja oft alls ekki, að metorð og völd gangi i erfðir. Loks reis gegn stjórn- arflokkunum, sem þá voru, köld andúðarbvlgja, er skall svo yfir i alþingiskosningunum 1971, en var Gunnari óþægileg. Reiptog Gunnars Thoroddsen við Jóhann Hafstein og Geir Hallgrims- son á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins vorið 1971 duldist engan veginn. Þó er vafasamt, að hann hyggi á nýja uppreisn eins og sumir spá. Gunnar sigraði raunverulega i við- ureigninni með endurkomu sinni i miðstjórn og á alþing, og það mun honum nóg. Hann reynist friðsemd- armaður og telst sýnu likari lvsti- snekkjunni, er hrunar lygnan sæ, en herskipinu, sem i>lægir úfin höf. Hann er maður fagnaðarhátíðarinn- ar fremur en orrustunnar og forð- asl vandlega að óhreinka sig. Það stafar ekki af huglevsi eða annarri lítilmennsku heldur því, hvað mann- inum þykir vænt um spariföt sin og er hreinlegur. Allt fer þetta hon- um einkar vel sem einstaklingi i borgaralegu þjóðfélagi, en veldur því liins vegar, að Gunnar dæmist ósigurstranglegur i harðri úrslita- baráttu um völd og mannaforráð. Hann sver sig þá í föðurætt og vant- ar einhvern herzlumun. Glæsileiki mannsins dvlst hins vegar naumast. Gunnar er öllum Framhald á bls. 42. 43.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.