Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 39
hafði ég vaðiö i skýjum. Ég hafði stjakað frá mér óþægilegum hugsunum, já, ég var jafnvel búin að gleyma skothríöinni. Nú var mér ljóst hve alvarlegt ástandið var Það höfðu of margir um sárt að binda og það var aöeins ein leiö til aö íoröast frekari vandræöi, það var aö slita trúlofun okkar og hætta að hitta Jon. Um kvöldið sagði ég við Jon að við yrðum að skilja Ég er ekki góður ræðumaður og ég varð ekki undrandi, þótt Jon hvorki vildi. eða gæti skilið hvaö ég útti við. Hann endurtók i sifellu: — Þú hefir yfirgefið mig, Marta, þú elskar mig þá ekki. Ef þú eiskaðir mig, væri ekkert of erfitt. Ég reyndi að gera honum skiljanlegt hvað fyrir mér vekti, ég talaði þangað til ég gat ekki sagt annaö en aö kveöja hann. Hann skrifaði mér nokkrum sinnum. Stundum var ég aö linast á áformum mlnum og langaöi aðeins til að fara til hans eins fljótt og auöið væri. En svo reyndi ég að stappa I mig stálinu og leggja niður fyrir mér að ég heföi ekki rétt til að stofna lifi annarra i hættu. Ég var stúlka frá Bogside og ég gat auðvitað ekki gifzt brezkum, manni þótt ég elskaði hann heitt. Þetta varð að véra bjarg- • föst ákvörðun og ég held mér heföi tekizt að standa viö hana ef ée hefði ekki meirnað á afmælisdegi Jons, 27. ágúst. Ég reyndi aö hugsa ekki um hánn. Mér var ljóst að það myndi aöeins særa okkur bæöi, ef ég færi að skrifa honum. En nokkrum dögum fyrir afmælið, gekk ég inn I búð, keypti kort, sem ég skrifaöi á nokkrar linur og setti það i póst, áður en ég skipfi um skoðun. Nokkrum dögum siðar fékk ég bréf frá honum. 1 þvi stóð: — Hittu mig a veitingastofunni okkar, ég þarf að segja þér nokkuö. Þetta varö til að ásetningur minn fór út um þúfur. Af- mælisdagur hans var á föstudegi og um kvöldið fór ég til að hitta hann við Craigavon brúna. Hann beið min við brúarsporðinn. Stundarkorn horfðum við aðeins hvort á annaö, án þess að segja nokkurt orö. Svo sagði hann. — Þú ert sú bezta afmælisgjöf sem ég hefi fengið. Og ég hefi lika gjöf handa þér. Ég var formlega tekinn i kaþólsku kirkjuna I gær. Ég man að ég hugsaöi að nú gæti ekkert komið i veg fyrir hjúskap okkar og aö aldrei kæmi neitt framar rt milli okkar til aft skilja okkur aö. Ég vissi aft þetta sama hugsafti Jon ÞetU kvöld ákváðum við brúökaups- daginn, laugardag 13. nóvember I St. Columba.kirkjunni. Næstu vikur liðu svo fljótt að ég va'rö undrandi, þegar komið var fram I nóvember. Ég hafði ekki tekið eftir þvi að stöðugt jókst taugastriöiö i Derry. Aörar stúlkur, sem höfðu látið sjá sig með brezkum hermönnum, höföu verið teknar alvarlega til bæna. Það var sagt aö hárið hefði veriö klippt af þeim og þeim velt upp úr. tjöru og fiðri. En ég lokaði eyrunum fyrir þessum sögum. Slikt gat ekki hent mig og ég tald^ dagana til brúðkaupsins. Það skeði heldur ekki neitt, fyrr en fjórum dögum fyrir brúðkaupið, Ég var heima hjá mér og reyndi að vera þolinmóð. Ég var búin að ganga frá öllu og gat nú hvilt mig. Þá var barið að dyrum. Þótt framoröið væri, klukkan vab rúmlega ellefu, þá fór ég til dyra og þegar ég opnaði, sá ég hóp af konum. Ein þeirra sagði: — Komdu út. Við þurfum að tala við þig. Ég varð hrædd, en mér datt ekki 'ofbeldi I hug, hélt þær ætluðu aðeins aö lesa yfir mér, svo ég fór út og ætlaði að ijúka þessu af sem fyrst. En þá réðust þær d mig, gripu um handleggi mina og drógu -fnig burt frá húsinu. Svo fóru þær að skamm- ast hástöfum. Ein greip um hárið á mér, sem ég hafði bundiö I tagl með teygju, sleit teygjuna og togaði af alefli I hárið, svo ég fékk tár f augun af sársauka. Þá sá ég stórum skærutn bregða fyrir. Þaö - skipti engum togum, konan sneið af mér háriö, sem féll kringum mig á götuna. Ég var alltof óttaslegin til að bera hönd fyrir höfuð mér. Einhver þrýsti llka skambyssu að eyra mér og sagöi: — Þegiðu, annars skýt ég af þér hausinn. Þegar klippingunni var lokið, sagði einhver: — Hann verður ekki hrifinn af þér svona. $vo bundu þær mig viö ljdsastaur með vlr, sem skarst inni I holdið. Ég grét, en tár mln gerðu þær ennþá æstari. Hópurinn þéttist I kringum mig mér varð hugsað til brúöarkjólsihs pg Jons, blðandi við altarið I kirkjunni, sem ég myndi ekki lita augum framar. Ég var alVeg viss um að þær ætluðu að drepa mig. En það var ekki ætlun þeirra, þær sóttust ekki eftir lifi minu. Þær ætluöu eingöngu að hafa mig fyrir sýningargrip, iifandi veru ataða I tjöru og fiðri, eins og galdranorn frá fyrri öldum. Það fyrsta sem ég fann fyrir tjörunni, var að hún flaut yfir höfuð mitt, þykk og illa þefandi, Mig sveift I hársvöröinn undar henni og svo lak hún niður and- litiö, yfir augu min, nef og munn. Ég hafði lokaö augunum og þau limdust fast aftur og ég hugsaði: — Góöi Guð, ér er aö verða blind. Allan timann öskruðu þær eins og villidýr og það eru þessi öskur, 43. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.