Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 42

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 42
kaupa. Ég mátaði hana með hálfum hug. Þetta'hár var að visu ekki likt minu hári. Ég varð svo ólík sjálfri mér, ætlaði ekki að þekkja mig I speglinum. Ég ætlaö að gifta mig,* en vissi ekki hvenær það gæti orðið. Ég vissi aðeins að lifið yrði aldrei eins og áður. Blaöamenn voru slfellt aö drepa á dyr hjá okkur, en ég vildi ekki tala við þá, einfaldlega vegna þess að ég gat ekki hugsað mér að rifja upp atburðina •frá þessari hræöilégu nótt. En gegnum þá fékk ég að vita að herinn gat ekki sent neinar sveitir inn i Bogside, vegna þess hve ástandið var iskyggilegt. Þetta hafði óþægileg áhrif á míg. Ef hermennirnir kæmust ekki inn i borgarhlutann, hvernig átti ég þá að komast út úr honum? Hvernig átti ég. að komast til Jons? Hvernig gat ég komizt undan ofsóknarbrjálæöinu? Allan daginn og mesta hluta næturinnar, reyndi ég að finna svar við þessum spurningum, en varö engu nær. Ég þráði Jon ofsalega, en hann var langt i burtu og ábyggilega siðasti maðurinn, sem gæti komizt til min og huggað mig. Frá þvi ráðizt var á mig, var hann undir lögregluvernd, jafnvel ijini f herbúðunum. Ég hugsaöi um þúsund leiðir til að ná sambandi við hann, en engin reyndist raunhæf. Og þá skildi ég að það væri aðeins ein leiö. Ef ég væri nógu akveðin, þá varö ég að horfast I augu við alla hrollvekjuna, háðið, öskrin, of- sóknirnar Næsta morgun snyrti ég mig eftir iongum, greiddi harkolluna, sem gerði mig svo annarlega, fór I kápu og batt hlút um höfuðið.Svo gekk ég, ákveðnum skrefum, út á Drumcliffe Avenue. Það hlýtur að hafa verið fullt af fólki á götur.ni, en ég sá það ekki, vegna þess að ég kærði mig ekki um að sjá það. Ég hélt aðeins áfram göngu minni, gegnum þröng strætin, framhjá strætis- virkjunum við mörk Bogside og að næstu biðstöö stræt- isvagnanna. Ég þurfti ekki að biða nema nokkrar minútur þangað til vagninn kom. Ég sté upp i hann og hann ók af staö gegnum borgina og yfir Craigavon brúna. Ég skalf af ótta eða létti — eöa hvoru tveggja. Ég fór úr við herbúðirnar og gekk beint að hliðinu. Ég þekkti liðþjálfann, sem stóö vörö og hann fylgdi mér strax inn á varðstofuna. Svo kom Jon með andlitið afmyndað af áhyggjum og án þess að segja nokkurt orð, vafði hann mig að sér Mér hvarf allur ótti. Ég var búin aö endurtaka það svo oft fyrir sjálfri mér, að ekkert gæti skilið okkur að og nú var ég búin aö sanna að það var rétt. Eftir þetta varð rás viðburðanna hröð. Við ákváðum að gifta okkur 15. nóvember, en þaö var aðeins nokkrum dögum slðar en upphaflega hafði verið ákveöiö. Við þurftum að breyta þeirri ákvöröun að gifta okkur i Sl. Columba kirkjunm. Þaö helði verið of áhættusamt fyrir alla aðila.Við ákváðum þvi að gifta okkur I kapellunni i Erbrington herbúöunum. Þetta var ákaflega einföld athöfn, en snerti okkur sjálf þvi meir. Eftir vlgsluna var móttaka fyrir alla vini Jons. S\ o lorum \.ið i þyrlu. rett eins og persónúr úr J.ames Bond sögu, áleiðis aö herstöövum viö Aldergrove. Þaðan fórum við, sitt i hvorum bil', til flugvallarins i Belfast. Ég hafði haft það á tilfinningunni að ofbeldið væri að baki mér, þegar ég gekk inn I herbúðirnár. En það var líklega rétt að hætta ekki á neitt. Við flugum til London I venju- legri áætlunarflugvél og eydd- utn fyrstu hveitibrauðsdögunum á rólegum stööum I' Surrey og Sussex. Þá fórum við til Beccles I Suffolk, til að hitta fjölskyldu Jons. Hollenzkt dagblað bauð okkur I vikuferð til Hollands, sem við þáðum. Smám .saman fjarlægðust hinar hræðilegu minningar æ meir. Að sjálfsögöu gleymi ég þessu aldrei, gleymi aldrei kvöldinu, þegar ég var hrifsuð frá fjölskyldu minni. til að taka út skelfilega refsingu, refsingu fyrir þaö eitt aö ég elskaði mann frá öðru landi. En samt finn ég ekki fyrir biturjeika. Ég er búin að kynnast of miklu af hatri og þvi hvað hatrið getur gert mönnunum, hvaða trú sem það játar og af hvaða kynstofni sem er. Þegar ég hugsa um kvöldið voðalega, hugsa um ljósastaurinn i Bogside, þá reyni ég að skilja fólkið sem gerði þetta og segi við sjálfa mig: —Þetta fólk gerði það sem það hélt að væri rétt. ég hefi lfka gert það sem ég áleit réttast. Nú er ég viðs fjarri Bogside, fjarri Englandi líka, þvf að Jon sinnir þjónustustörfum erlericlis, en við erum saman og þaö er fyrir öllu. En hvar sem ég verð, þá mun ég aldrei lita reiðilega um öxl. KONAN f SNÖRUNNI Framhald af bls.. 33. dyrnar. Partington virtist alveg hafa gleymt þvl, I gleði sinni yfir tilrauninni og árangri hennar. — Ég má svei mér kalla mig héþpinn, sagði hann, — þvl að oft er það svo, þegar maður ætlar að fara að sýna svona tilraunir kunnáttumönnum, vilja þær ein- mitt.helzt fara I handaskolum. En I þetta sinn heföi útkoman ekki getað orðiö betri. Ég sting nú uppá, að viö eyðum morgn- inum I að athuga og bera saman bylgjuformin frá hinum ýmsu til- raunum mlnum, sem ég hef safnað saman. Þá hygg ég að ég geti sýnt fram á það, að hvert form fyrir sig, svarar til sér- stakrar tegundar hugsana. Og ef það sýnir sig, munuð þér viður- kenna möguleikann fyrir aðgerð- inni, sem ég er að reyna að finna upp. Framhald í nœsta blaSi. PALLADÖMUR UM GUNNAR THORODDSEN Framhald af bls. 15. prúðari í umræðujn, en þó snjall í máli, jafnvigur á sókn og vörn í kappræðum ög fylginn sér, ef mik- ils þarf við. Hann er mælskumaður i orðsins bezta skilningi og prý.ði- lega ritfær. Gunnar Thoroddsen er dáður af nánum vinum meðal sam- herja, en virtur af sanngjörnum andstæðingum. Maðurinn er og óvenjulega geðþekkur i persónu- legri kynningu auk þess hvað hann ér vænn álitum, listrænn, fjölhæf- ur og gáfaður. Gunnar telst snill- ingur í þeirri list að taka á móti gestum, enda lifimaður, eðlilegur í alúð sinni, skemmtilegur og marg- fróður viðrpælis og temur sér virðu- lega og háttvísa framkomu. Hins vegar er Gunnar enginn víkingur til starfa og tekur sjaldan af skar- ið við afgreiðslu mála. Ýmsir bera liann þeim sökum, að honum sé gjarnt að glevma loforðum og láta hjá líða að knýja fram úrslit. S'likt áinæli er þó að nokkru leyti mis- skilningur. Gunnar er ekki óorð- heldinn, en hann skrifar loforð sín helzt til oft á vandað minnisblað og leggur í fallegt skrín í stað þess að breyta þeim í veruleika. Gunnar Thoroddsen hefur vissu- lega margt þegið af forlögunum, en fær víst aldrei stóra vinninginn þráða í happdrætti lífsins. Lúpns. 42 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.