Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 49

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 49
Hrúts- merkið 21. marZ' 20. apríl Þú ert að brióta heil- ann um eitthvað sér- stakt þessa dagana og leggur nokkuð hart að þér. Réttast væri að taka helgina rólega og hvíla sig vel. Þú kemst að góðri niðurstöðu í næstu viku. Vikan verður mjög venjuleg og róleg. Þú ættir að taka til við verkefni heima fyrir, sem þú hefur lengi vanrækt að inna af hendi. Mánudagurinn ætti að geta orðið dá- lítið sérstakur hjá þér. Ekki mun draga til neinna stórtíðinda í þessari viku. Líklegt er þó, að hún verði fremur skemmtileg. Þú ættir að umgangast kunningja þína heldur meira en þú hefur gert upp á síðkastið. Krabba- merkið 22. júní- 23. júlí Eitthvað óvænt mun koma fyrir á vinnustað. Þú munt komast að einhverjum óheiðar- leika hjá persónu, sem þú hefur alltaf litið upp til. Þér hættir til að vanmeta sjálfan þig um of. Ljóns- merkið 24. júlí— 24. ágúst Þú virðist eiga úr vöndu að ráða. Ekki er líklegt, að heppnin verði með þér, ef þú ferð að taka ákvarð- anir upp á eigin spýt- ur. Það er engin skömm að því að ráð- færa sig við aðra. Meyjar- merkið 24. ágúst- 23. sept. Fjármálin virðast vera í frekar góðu lagi um þessar mundir. Ein- hver gerir þér gylli- boð, en þú skalt fyrir alla muni taka því varlega. Þriðjudagur- inn verður happadag- ur. Vogar- merkið 24. sept.- 23. okt. Vikan virðist bezt fallin til að taka lífinu með ró og dunda heima hjá sér. Það væri ágætt að lesa bók eða horfa á sjónvarp. Það er líka orðið langt síðan þú fórst til kirkju síðast. Dreka- merkið 24. okt,- 22. nóv. Líklegt er að þú farir í einhverja ferð í vik- unni, sem verður þér í senn hvíld og upp- lyfting. Á vinnustað kynnist þú nýrri per- sónu, sem þú átt erf- itt með að átta þig á. Bogmanns- merkið 23. nóv.— 21. des. Þú ert óánægður með vinnu þína. Þér finnst þú órétti beittur og átt erfitt með að líta húsbændur þína réttu auga. Ef til vill er hægt að kippa þessu í lag með liðlegheitum. Stein- geitar- merkið 22. des.— 20. jan. Þú hefur valdið ein- hverjum vonbrigðum eða sært einhvern al- veg að ósekju. Gerðu þitt bezta til að bæta úr þessu. Þú ættir að beita þig meiri sjálfs- gagnrýni og varast sjálfshól. Vatnsbera- merkið 21. jan,— 19. feb. FjölskyIdulífið er í miklum blóma. Þú munt finna til sér- stakra tengsla við ætt- ingja þína, er þú dvelst á meðal þeirra. Náinn vinur gerir þig að trúnaðarmanni í mjög alvarlegu máli. Fiska- merkið 20. feb. 20. marz Þessi vika virðist vera fengsælust og bezt þeim, sem sjóinn stunda. Líkur eru til, að yfirmenn þínir hrósi þér, og ef til vill hækkarðu í stöðu. Helgin verður skemmtileg. Iovonna hafði lesið bók Svet- lönu um bernsku hennar í Kreml, ástir hennar og þá á- kvörðun að flýja Rússland, og varð yfir sig hrifin. Hún þóttist finna á sér að þær Svetlana væru líkar um margt. Þar við bættist að dóttir Stalíns bar sama skírnarnafn og hin látna hálfsystir Iovönnu. Þær fóru að skrifast á. Og svo, um miðjan marz, kom Svetlana Allilúéva til Taliesin. Kom, sá og sigraði. Hrífandi framkoma og sterkur persónuleiki gerðu að verkum, að á svipstundu urðu állir á staðnum heillaðir af henni. Frú Wright átti einnig til slav- neskra manna að telja (afi hennar var hertogi og þjóð- hetja í Svartfjallalandi, sem er eitt sambandsríkja Júgó- slavíu) var ekki sízt hrifin, og á milli þeirra Svetlönu og Io- vönnu gekk ekki hnífur. Og ekki hafði Kremlarprinsessan verið á Taliesin nema tíu eða tólf daga er Peters vissi fyrir víst að hann vildi kvænast henni. Og hún hafði jafnvel enn fyrr komist að þeirri nið- urstöðu að hún vildi giftast honum. Um eitt voru þau þá þegar ósammála. Peters vildi ekki ganga í hjónaband alveg strax, en það vildi Svetlana. Hann hafði þá sem mest að vinna við The Marin Veteran's Mem- orial Auditorium í San Rafael, Kaliforníu, og þar að auki var hann að hanna sumarhöll við Kaspíhaf fyrir prinsessuna af íran og hafði lofað að ljúka því verki hið allra fyrsta. Hann vildi láta brúðkaupið bíða unz hann gæti tekið sér frí og kannski þá skroppið til Evrópu og varið þar nokkrum hveiti- brauðsdögum með Svetlönu. Hugsanlegt er líka að hann hafi, ósjálfrátt kannski. viljað tryggja að Svetlana gerði sér ljóst hverskonar manni hún vildi giftast og hvernig líf hennar með honum yrði. En Svetlana hafði sitt fram. Tveimur árum síðar sagði hún: „Við gátum ekki einu sinni géfið okkur tíma til hveiti- brauðsdaga, jafnvel ekki tekið okkur frí yfir helgi, því að starf hans krafðist stöðugrar LÍFSGLEÐI ORYGGI fylgir góðri líftryggingu Til þess að hægt sé að segja, að ungt fólk hafi gengið vel frá trygg- ingum sinum, þarf það sjálft að vera líftryggt. Það er lika tiltölulega ódýrt, því að LÍFTRYGGINGAFÉLAGIÐ ANDVAKA hefur nýlega lækkað iðgjöld af „Verð- tryggðum liftryggingum", og fást nú hærri tryggingarupphæðir fyrir sama iðgjald. 25 ára gamall maður getur líftryggt sig fyrir kr. 580.000. — fyrir kr. 2.000. — á ári. Siðan hægt var að bjóða þessa tég und trygginga, hafa æ fleiri séð sér hag og öryggi i því að vera líftryggðir. Við andlát greiðir tryggingafélagið nánustu vandamönnum tryggingar- upphæðina og gerir þeim kleift að standa við ýmsar fjárhagslegar skuld- bindingar. Líftryggingariðgjald er frádráttarhæft á skattskýrslu, og með því móti verða skattar þeirra lægri, sem liftryggja sig, og iðgjaldið raunverulega um helmingi lægra en ið- gjaldatöflur sýna. Leitið nánari upplýsinga hjá Aðalskrifstofu eða umboðum, um þessa hagkvæmu líftryggingu.. g- ér ir. ið LÍFTRYGGINGAFÉIAGIÐ ARMÚLA 3 - SlMI 38500 43. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.