Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 43
FRÆNDI FJANDANS Framhald af bls. 13. drjúgan spöl á undan þeim. Ekkert hljóð heyrðist í hús- inu nema fótatakið þeirra, tíð- ur andardrátturinn og svo dynj- andi rigningin. Maðurinn á undan þeim renndi sér fyrir næsta horn. Þau heyrðu á fótataki hans, að hann var farinn að hlaupa. Svo heyrðu þau hann opna gler- hurðina og loka henni aftur. Á veggnum rétt hjá þeim var lítið skilti með gylltu letri og ör, og á því stóð: Forstjóraskrif- stofa. Argyll gekk varlega að horn- inu, sem Smith hafði horfið fyrir. Linda hékk másandi á kraganum hans. Þau dokuðu við. Nú gátu þau séð eftir næsta breiða ganginum og alla leið að fyrstu skrifstofuhurðinni, sem á stóð: Safnstjórn. Hún var í fimmtán feta fjarlægð þaðan sem þau stóðu, skáhallt frá horninu. Öll hurðin var úr gleri og þau gátu séð inn í herberg- ið. Þau sáu gólflampa, sem stóð lengst frá þeim til vinstri. Rétt við lampann stóð Smith. Þau sáu hann rétta út hönd og rykkja í keðjuna á lampanum, og samstundis varð herbergið einn stór skuggi. Argyll seildist eftir eldspýtu og kveikti á einni. Hann steig eitt skref í áttina að skrifstofu- dyrunum. Linda reyndi að halda aftur af honum. — Nei, Borden, þú mátt ekki fara inn. —■ Láttu ekki svona, Linda! hvæsti hann, taugaóstyrkur. — Við skulum gera enda á þess- ari vitleysu. Hún sleppti honum. Líkastur mýraljósi leið hann yfir gólfið í nokkrum skrefum. Dyrahúnn- inn glamraði í hendi hans og fingurnir rykktu upp hurðinni. — Farðu ekki inn, Linda! varaði hann hana við. Eldspýtan í hendi hans log- aði enn, er hann seildist eftir lampakeðjunni. Höndin á hon- um straukst við peruna. Hún var volg. Hann fann keðjuna og togaði í hana. Svo fleygði hann frá sér brenndu eldspýt- unni og leit um öxl. Hann lyftí upp báðum örmum, eins og í varnarskyni. Hann sá Lindu standa í dyr- unum. En hann sá engan ann- an. Smith hafði horfið um leið og hann slökkti ljósið. Spamaóur metinn að verðleikum Sparilán er nýr þáttur í þjónustu Landsbankans. Þessi nýja þjónusta gerir bankaviðskipti þeirra, sem temja sér reglubundinn sparnaö, hagkvæmari en nokkru sinni fyrr. Nú geta vióskiptamenn Landsbankans safnaö sparifé eftir ákveðnum reglum. Jafnframt öölast þeir rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan hátt, þegar á þarf að halda. Landsbankinn biöur aðeins um undirskrift yöar, og maka yðar, ef þér sjáiö fyrir fjölskyldu. Þér ákveöiö hve mikiö þér viljiö spara mánaöarlega, og eftir umsaminn tíma getiö þér tekið út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fengið Sparilán til viöbótar. Trygging bankans er einungis undirskrift yðar. og vitn- eskjan um regiusemi yöar i bankaviö- skiptum Reglubundinn sparnaöur er upphaf velmegunar. Búiö í haginn fyrir væntan- leg útgjöld. Veriö viöbúin óvæntum útgjöldum. Temjiö yöur jafnframt reglu- bundna sparifjársöfnun. Kynniö yöur þjónustu Landsbankans. Biöjiö bankann um bæklinginn um Sparilán. Banki allra landsmanna itiÍ'-.aLqn! ' lí !!' in,,.(|5i ,uj* M . :;.. ’ f . ,ii»; 43. TBL. VIKAN 43 argus

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.