Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 29

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 29
TÚSKILDINGS- ÓPERAN_____________________ Framhald af bís. 27 Filch, og Flosi Ölafsson, Bessi Bjarnason, Beriedikt Arnason, Erlingur Gislason, Hákon Waage og Þórhallur Sigurösson fara með hlutverk bófanna, mánna Makka hnifs. - Leikritið þýddi Þorsteinn Þorsteinsson, og söngvana i þvi Þorsteinn frá Hamri, Sveinbjörn Beinteinsson og Böðvar Guðmundsson. Túskildingsóperan var fyrst sýnd árið 1928 og hlaut höfund- urinn heimsfrægð fyrir á skömm- •um tima. Það er hlaðið mergjaðri fyndni og þjóðfélagsádeilu, og hvað það snertir geiga högg höfundarins ekki fremur en endranær. Af söngvunum mun þekktastur Hryllingsbragurinn um Makka hnif, sem hefur orðið flestum slögurum vinsæili og lifseigari. 1 lok hans er nöpur sneið á rétt- arfar og dómsvald, sem blakar ekki hendi við verstu skiirkum, ef þeir eru nógu hátt skrifaðir hjá ráðandi aöilum samfélagsins. En hann minnist einskis hlutar1 enginn veit á glæpnum skil enda er hákarl ekki hákarl utan sönnun komi til. Þegar stendur til að hengja Makka hnif, kveður hann aðra glæpamenn, sem komið hafa séri miklu gróðavænlegri aðstöðu og svo hættulitla, að henging vofir varla yfir þeim, með svofelldum orðum: Við þessir smáu borgaralegu handverksmenn sem puðum með heiöarleg kúbein við klinkkassa smákaupmannanna erum óðum á undanhaldi fyrir stóriðjunni sem hefur bankana á bak við sig. Hvað er innbrot i banka hjá því að stofna banka? En Makki er, þegar öll kurl koma-til grafar, ekki svo heillum horfinn sem um hrið leit út fyrir, og sannast þá það sem löngum hefur komið fram fyrr og siðar, að „þegar fé er fyrir hendi/ farsæll endir blasir viö.” Við.erum sammála um KENWOOD Konan mín vill Kenwood Chef sér iil aðsíoðar i eld- húsinu . . . og ég er henni alveg sammála, þvi ekkeri nema það bezia er nógu goii fyrir hana. Véla-og raftækjaverzlunin HEKLA hf. LAUGAVEG 170-172 — SlMAR: 11687 - 21240 KENWOOD MANUFACTURING iwoking) LTD NEW LANE HAVANT HANTS Auðveld í notkun KENWOOD CHEF er framleidd til að vera sérstaklega auðveld í notkun, — er kraftmikil, fjölhæf, falleg — og því einmitt fyrir yður. öll hjálpartæki er hægt að tengja á nokkrum sekúndum. — Engin sérstök tengidrif. Hjálpartæki þarf aðeins að skola og þurrka eftir notkun. KENWOOD CkTEF hefur lokaðan, sjálfsmyrjandi mótor, — þannig að þér þurfið ekki að hugsa um smurn- ingu vélarhluta. Hrærivélin er framleidd af hinu heimsfræga Kenwood fyrirtæki, til að létta húsmóðurinni heimilisstörfin — og til þe.'»s að veita henni ótæm- andi möguleika til fjölbreytni í matar- gerð og bakstri. ts-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.