Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 20
Ég virti fyrir mér svipinn á Klemens, en þaö eina sem ég gat séB var undrun. — Hvernig móöir drengsins dó. Hún datt af hest- baki. Hversvegna spyrjiö þér? — Var Claes nokkuð viö þaö riöinn? — Hversvegna spyrjiö þér, endurtók hann. — Hann segist hafa drepiö hana og aö þegar hún hafi veriö borin burt, hafi sendiherrann sagt: Ó, guö minn, hann hefir drepiö hana. Er þetta satt? Hann hnyklaöi svartar brúnirnar. — Ég veit ekki hvað Axel kann að hafa sagt, hann kom aö henni á undan mér. En ég get ekki skilið að þaö hafi á nokkurn hátt verið Claes aö kenna. bað var hann, sem kom fyrstur að henni, en hún haföi dottiö af baki og fest fótinn I ístaöinu og hesturinn dró hana meö sér . . .Biðið andartak. Hann fór út úr herberginu og kom aftur með fööur sinn og bróöur. — Segiö þeim lika hvaö Claes sagöi yöur. Ég endurtók þaö orörétt, hvert orö var brennt inn i hug minn. — Drottinn minn, hrópaði Axel upp yfir sig. — Ég átti ekki viö Claes. Eg átti aö sjálfsögöu viö hestinn, aö hesturinn heföi drepiö hana. Viö störöum hvert á annaö. Doktor Renfeldt ræskti sig. — En hvernig hefir drengurinn fengið þetta á heilann, að þetta væri honum að kenna? — bað hlýtur aö hafa veriö eitthvaö annað, sagöi ég. — Eitt- hvað, sem hefir komiö honum aö halda aö þér hafiö átt viö hann. Hún var reið út i hann, sagöi Axel hægt. — Hann geröi eitt- hvaö, sem angraði hana, hvaö sem þaö nú var. Hún rak hann frá sér. bú manst þaö líklega, pabbi, við sátum á veröndinni öll þrjú. Claes hlýddi henni ekki. Yvonne stóö upp og leit reiöilega til hans og sagði eitthvað á þessa leiö: Ef þú ferö ekki, þá fer ég. Ég þoli þig ekki lengur. — Já, og hann stóö við hliöina á tómum stólnum og ég kenndi svo f brjósti um hann, sagði doktor Renfeldt. — Hann hafði veriö érfiöur, þaö viöurkenni ég, en hann var eitthvað svo brjóst- umkennanlegur, því móðir hans hvessti sig svo oft við hann. — Og svo sáum viö hana þeysa burt á nýja folanum. — Ég var búinn að standa i strföi með folann daginn áður og sagöi þeim I hesthúsinu að ég vildi ekki aö nokkur maður stigi honum á bak, sagði Klemens. — Ég var búinn að ákveöa aö losa mig viö hann. Yvonne lét aldrei nokkurn mann segja sér íyrir verkum, sagði Axel". — Claes rölti burt og stundarkorni siðar, heyrðum viö hann reka upp óp. Við komum að henni, þar sem hún hékk viö hestinn, sem hafði sparkaö i hana. Hesturinn var alveg trylltur. — En Claes hélt ab það væri' honum að kenna að hún fór á bak folanum, vegna þess aö hún var reið við hann, sagöi ég, svo hás að það heyrðist varla til min. — bannig hlýtur hann að hafa hugsaö. Og svo hélt hann að þér ættuð við hann, að hann hefði verib valdur að dauða hennar. — Ó, guð minn góður, sagði doktor Renfeldt lágt. Ég gat ekki litið upp á Klemens, þegar ég sagði. — Og hitt, sem hann sagöi ? Um fööur sinn? — Hvaö sagði hann um föður sinn? spurbi Axel hvasst. Ég gat ekki svaraö, en Klemens geröi það i minn stað. — Hann sagöi viö systur og ungfrú Dickman að ég hefði drepið hann. Faöir hans þreifaði fyrir sér eftir stól og settist þunglega. — Carl— Jan sonur minn fórst I bilslysi. — Ég ók bilnum, sagði Klemens, — og nú fer ég að ski lja. Hann hlýtur ab hafa heyrt eitthvaö þá lika. sem hann hefir misskiliö. Slysiö var hér á land- areigninni i trjágöngum. Ég ók of hratt, en þaö vár háika á veginum og billinn rann til og lenti á tré. Ég komst af, en Carl—Jan dó strax, hann fékk högg á brjóstiö. Klemens dró andann þungt og leit á föður sinn. — Manstu hvaö ég sagði viö þig, þegar ég hitti þig fforsalnum? — Já, þú sagðist hafa ekið bróöur þinn i hel. bú sagðir vist aö þú heföir drepiö hann. — Claes var ekki viöstaddur. Hann getur reyndar hafa verið 1 stiganum .... Ég kreppti hnefana, til þess aö halda aftur af grátinum. — Og þetta hefir okkur aldrei dottið i hug, sagði doktor Ren- feldt. — betta höfum viö látiö blessað barniö bera i öll þessi ár. Dökk augu Klemens mættu minum. — bér viljið kanske reyna aö tala um fyrir honum, Sögupersónur: Haltazar Renfeldt, fjölskyldufaðirinn, doktor i heimsspeki og meðlimur sænsku akademiunnar. Gabrielle, einkadóttir hans, þekkt þperusöngkona, sem misst hefir röddina eftir hálssjúkdóm. Axel Renfeldt, ambassador hjá Sameinuðu þjóðunum. Klemens Renfeldt, búfræðingur og bústjóri á Rensjöholm. Claes Renfeldt, sonarsonur Baltzars. Foreldrar hans eru bæöi látin. IVIalin Bergström; hjúkrunarkona. Sögumaður. Vera Dickman, einkaritari. Hansson „kandidat”, kennari Claes. m Wmk MMMMM ■MMMMHMH Framhaidssaga eftir D.W.Roberts. 7. hluti Hvað myndi Hanson segja, nú, þegar hann var vaknaður af dvalanum? Myndi hann ásaka drenginn....... systir. Reyna aö skýra fyrir honum allan þennan misskilning. Hann treystir yður svo vel. — Ég skal revna En mér hafði dottið nokkuö i hug, sem sainariega bætti ekki liöan piina. W ö er sagt aö það sé auðveldara a ■ myröa, ef þaö hefir veriö gert áöur. Ef Claes leit á sjálfan sig og KÍemens. sem moröingja og oröið var viö að enginn lagði neitt sérstakt I þaö, eins og það skipti ekki máli? Hafði honum þá ljannske fundizt að það væri ekkert tiltökumál, þótt hann gengi aö þessum dreng dauöum, drengnum, sem aldrei lét hann i friði, — eða þótt hann hrinti kennaranum niður stigann? Vissuléga voru þetta ekki hliðstæður. Hann hafði ekkert gert sjálfur, til að granda móður sinni, en gat bárn á hans aldri gert. greinarmun á þessu? Ég hugleiddi hvað ég gæti sagt 'viö hann meðan ég fór i bað, klæddi mig og burstaði hárið. begar ég kom inn til hans, lá hann á gólfinu, Sokkinn niöur’I bók um orma, meö snákinn um hálsinn eins og hálsband. — Heyrðu Claes, afi þinn var að segja mér hvernig dauða föður þlns bar að. Að það hefði verið i bilslysi. Klemens frændi þinn ók 20 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.