Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 32
KONAN I SNÖRUNNI Andlitiö á Partington varö blóörjótt af ánægju. Aö heyra þessi orð af yðar munni er ein- hver mesta viðurkenning, sem 'ég gæti fengiö. En nú sting ég upp á, aö við verðum hérna dálitla stund og mælum nákvæmlega upp bylgjurar, til samanburðar siöar meir. Viljiö þér vera hérna meö mér, eða fara að dæmi systur minnar og fara aö hátta aftur? — Ég er alls ekkert i því skapi aö sofna eftir þetta. Ef þér hafiö ekkert á móti þvi, ætla ég aö labba svolítið, mér til hressingar um vellina hérna i kring og nota góöa morgunve&riö. Þaö er hlutur, sem viö borgarbúar höfu'm litla möguleika á aö veita okkur. 24. kafli. Sólin var rétt aö koma upp á austurloftiö þegar dr. Priestley opnaöi dyrnar á tannsóknarstofu- húsinu og gekk út i góöa veðriö. Ofurlftill þokuslæöingur sást á flugvellinum, likastur gufulagi, rétt eins og jöröin væri hituö upp neöanfrá. Og þegar hann labbaöi eftir vellinum án þess aö hugsa um eitt frem.ur en annaö, fann hann á sér, aö svona hlyti að hafa veriö morguninn sem Vilmaes varö fyrir slysinu. Haföi kannski ungfrú Par- tington dottið þaö sama I hug, og Var þaö þessvegna, sem öll fram- koma hennar var svo gjörólik þvi, sem veriö hafði kvöldinu áöur? Vel var þaö hugsanlegt, en samt gat hann einhvernveginn ekki trúaö þvf. Þrátt fyrir áhrifin, sem tilraunir Partingtons höfðu haft á huga hans, var honum ómögulegt aö hætta aö hugsa um stúlkuna, þvf aö augnaráö hennar haföi veriö svo einkennilegt og dularfullt. Niöursokkinn i hugsanir sínár fór hann að ganga fram og aftur um völlinn, þar sem þokusiæö- ingurinn var smámsaman aö þynnast og hverfa, fyrir geisium hækkandi sólar. Hugur hans var fastur viö þessar persónur, Part- ingtonsystkinin. Maöurinn var áhugamaöur i vfsindagrein sinni, á þvi var enginn vafi. Þaö kom ekki til mála, aö hann væri fúsk- ari, eins og Priestley var annars vanur að kalla þá menn, sem komu meö mjög ótrúlegar full- yröingar á Sviöi vísindanna. Til-' raunirnar, sem hann haföi sjálfur séö, sönnuöu þaö gagnstæða. Aö vfsu gat þessi árangur veriö feng- inn meö svikum. Titringurinn á ljósgeislanum gat veriö geröur meö vélarafli og systirin gat veriö I vitoröi meö Partington. I stuttu máli, gat þetta allt veriö sjón- hverfingar. En hann var samt sannfæröur um, aö svo væri ekki, og hann lét yfirleitt ekki leika á sig með bVögöum, þegar visindin voru annarsvegar. Ennfremur var hann sannfærður um, aö jafn- vel bezti leikari heföi ekki getað leikiö hrifningu Partingtons — hún hlaut að vera ósvikin. Aftur á móti var hann I meiri vandræðum með ungfrú Parting- ton. Hún var ennþá órannsakaö fyrirbæri, sem gat orðiö erfitt að ákvaröa nánar. Og hvaöa sorg haföi hún, til dæmis, oröiö fyrir, svo aö hún þyrfti aö nota eiturlyf? Þvi að hann var ekki I nokkrum vafa um, að hún væri ofurseld eiturlyfjanautn. Þessi óeðlilega kæti hennar kvöldinu áöur, og svo fullkomiö máttleysi, nokkrum klukkustundum seinna, gat ekki þýtt nema eitt i augum athuguls manns. Allt útlit hennar I rann- sóknarstofunni um morguninn, bar vott um eftirköst eftir notkun einhvers eiturlyfs, t.d. kókaíns. Og Partington haföi líka séö þetta, þvi setti hanp upp þennan óttalega áhyggjusvip, sem dr. Priestley haföi ekki getaö dulizt. Hann, sém áöur haföi veriö læknir, gat ekki gengiö I neinar grafgötur um þaö, frekar en gestur hans. Og ef hún notaöi eiturlyf aö staðaldri, hlaut hann aö vita af þvi. En hvar gat hún fengið þau? Auövitaö hjá bróður slnum, sem vitanlega átti hægt meö aö útvega þau, þar sem hann var læknir, enda þótt hann stund- aöi ekki lækningar. En gat það nú samt staöizt? Charles Partington leit ekki út fyrir aö vera líklegur til aö ala á sllkri löngun hjá fólki, nema því aöeins þaö gagnaöi eitt- hvað tilraunum hans. Og þarsem þaö eina áhugamál hans var annars vegar, var vel hugsanlegt, aö hann væri algjörlega sam- vizkulaus. Hinsvegar var ekki trúlegt, aö eiturlyfjanautn systur hans gæti komið tilraununum aö neinu gagni. Og hvar gat systir hans þá útvegað lyfin? Var þaö hugsan- legt, aö hennar eiginn læknir út- vegaöi henni þau? Þessi hugsun beindi athygli hans inn á nýjar brautir. Hann haföi heyrt nefnd- an lækninn þarna á staðnum — Heath hét hann vist. . Everley haföi I fyrstunni byggt kenningu sina um sambaryiið milli ungfrú Bartlett og Vilmaes á slúöri eftir þessum lækni. Og læknirinn var tlöur gestur I Quarley Hall. Hann haföi boröað þar kvöldverð, kvöldiö, sem ungfrú Bartlett var myrt, og fariö þaöan snemma, aö þvl er hann sjálfur sagöi, I sjúkravitjun. Dr. Priestley ávítaöi sjálfan sig. Nú var húgsanagangur hans kominn út I einberar getgátur. En það var nú engu að siöur hugsanlegt, að eitthvert leyni- makk ætti sér staö milii ungfrú Partington og Heath læknis. En ef þetta leynimakk átti sér staö, stóð þaö þá I nokkru sambandi við makkið milli ungfrú Bartlett og Vilmaes? Var þaö hugsanlegt, aö Quarley Hall. væri vigvöllur tveggja fjandsamlegra afla, og þaö án vitundar húsbóndans, sem alltaf var niöursokkinn I vlsindi sin? Og væri svo, var þá hægt aö komast að þvf, meö þvl aö hafa augun hjá sér? Dr. Priestley vaknaði upp úr þessum draumum sinum og leit upp frá jöröinni, sem augu hans höfðu verið fest á. Hann sá, aö hann var, án þess aö vita af þvi, kominn næstum hringinn kring um flugvöllinn, sem var afgirtur frá engjunum I kring með virgirö- ingu á járnstólpum, og var nú kominn aö rannsóknarstofuhús- inu aftur. Hann stanzaði augna- blik og tók aö ráöa þaö viö sjálfan sig, hvort hann ætti að fara þar inn, en komst að þeirri niður- stööu, aö Partington yröi illa viö ónæöiö. Hínsvegar var klukkan ekki oröin nemá sex ennþá. Hann langaöi ekkert til aö fara inn i svefnherbergiö sitt aftur, og annarsstaöar - gat hann varla verið I húsinú um þetta leyti dags. Veðriö var yndislegt og hann hugsaði meö sjálfum sér, aö hann gæti þá eins vel athugaö vellina nánar, og jafnvel gengiö alla leiö til þorpsins,. ef hann nennti þvi. Meö þessa fyrirætlun i huga, gekk hann alveg að bakhliö rann- sóknarstofunnar, en þaöan lá stlgur aö húsinu. Þetta var sjálf- sagt stlgurinn, sem Partington sagöist nota oftast, nú oröiö. Þarn'a voru bakdyr á bygging- unni, sem stóöu I hálfa gátt, og rétt þar hjá var gluggalaus skúr upp viö vegginn. Frú Priestley var rétt aö .fara þar framhjá, þegar dyrnar á skúrnum opn- uöust snögglega, og Partington kom út meö vota ljósmyndaplötu I hendinni. Hann hrökk snöggt viö, þegar hann sá dr. Priestley rétt hjá sér og haföi næstum misst plötuna niöur. — Nú, eruð þér þarna? sagöi hann. — Mér brá svo viö. af þvl aö ég er orðinn svona vanur aö yera einn, aö ég get hrokkiö i k;út ef einhver kemur. Afsakiö mig augnablik. Hann læsti skúrdyrunum og stakk iyklinum I vasa sinn. — 32 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.