Vikan


Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 26.10.1972, Blaðsíða 14
GUNNAR THORODDSEN IFTIIIÚPU! TELST SÝNU LÍKARl LYSTISNEKKJUNNI EN HERSKIPINU Gunnar Thoroddsen er táknrænn fulltrúi atvinnumannanna í islenzk- um stjórnmálum. Hann markaði sér framtíðarbraut strax í æsku, komst ungur á þing og til annarra eftir- sóttra metorða og réðst i ýmis stór- ræði, enda framgjarn og virðingar- fús, en þrevttist í kapphlaupinu eft- ii' marga og geysta spretti og settist um kyrrt á elliheimili utanríkis- þjónustunnar injög um aldur fram. Þó fór svo, að hann gafst upp á hinni unaðssælu útlegð og hugðist klifra í tilkomumesta hásætið í speglasal valdsins, en fékk því eigi ráðið. Loks tók hann upp fyrri íþrótt og lét þá muna um sig. Þótti að vonum tíðindum sæta, er liann reis úr silkimjúkri dúnsæng og gekk á ný reistur fram á leikvöllinn. Manninum þvkir innilega vænt um dýr spariföt og fágaða siði, en geðið er heitt og skapið ört. Þess vegna hvarf hann aftur í notalegan hversdagsleika lieima á Islandi úr gistivinátlunni í Danmörku, þegar æðsti draumurinn lirást. Gunnar Thoroddsen fæddist í Revkjavík 29. desember 1910, son- ur Sigurðar verkfræðings og vfir- kennara Thoroddsen og konu hans, Maríu Claessen. Hann varð stúdent í Reykjavík 1929, en las svo lög við Háskóla Islands og lauk prófi 1934 við mikinn orðstír. Hann stundaði framhaldsnám í Danmörku, Þýzka- landi og Englandi með refsirétt sem sérgrein 1935—1936 og vann síðan aðallega lögfræðistörf í Reykjavik til 1940, en var þá ráðinn prófessor við háskólann og skipaður í em- hættið 1943. Tók Gunnar við af Bjarna Benediktssvni sem lagapró- fessor og fetaði aftur í fótspor liaiis veturinn 1917, þegar Bjarni hætti sem horgarstjóri í Reykjavík og fluttist í stjórnarráðið. Gegndi Gunnar horgarstjóraemhættinu til 1959 og hafði verið endurkjörinn 1950, 1954 og 1958 eftir fræga kosn- ingasigra. Hann gerðist fjármála- ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, er mvnduð var haustið 1959, og skip- aði þann sess til 1965. Þá vék liann hrott úr stjórnarráðinu og réðst sendiherra í Kaupmannahöfn. Virt- ist Gunnar una harla vel vistinni i horginni glöðu og þekku við Evrar- sund, en iðkaði fræðistöi'f i tóm- stundum og varði mikla ritgerð um j fjölmæli lil doktorsprófs við Há- skóla tslands á öndverðu ári 1968. Kom serin í Ijós, hver var næsti framadraumur Gunnars Thorodd- sen. Asgeir Ásgeirsson tengdafaðir hans lét af forsetadómi um sama levti og vildi Gunnar þá í tignar- stólinn og að Bessastöðum, en dr. Kristján Eldjárn sigraði liann með yfirburðum í forsetakosningunum sumarið 1968. Festi Gunnár lítt yndi i Danmörku eftir þær hrakfarir og kaus brátt að*hverfa aftur heim til íslands. Hann var skipaður dómari í liæstarétti haustið 1969, en tamdi sér aðeins hlutlevsið þar tæpt ár. Gunnar varð svo lágaprófessor að nýju í marz 1971, og var þá sýrit, að hann kvsi sér aftur hlutskipti stjórnmálamannsins. Gunnar Thoroddsen fékk póli- tiskt uppeldi hjá Jóni Þorlákssyni. Varð hann þegar á námsárunum foringi i sveit ungra sjálfstæðis- manna og þótti snemma áhrifa- mesti og vinsælasti forkólfur þeirra, einkum á málþingum. Hann var kosinn bæjarfulltrúi í Reykjavík 1938 og hafði það trúnaðarstarf á hendi óslitið lil 1962 og var jafn- framt bæjarráðsmaður 1946—1960 og formaður bæjarráðs 1947—1959, en forseti bæjarstjórnar 1959—1960. Hann átti sæti í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins frá 1948, unz ráð- herradómi lians lauk, og fékk þar aftur sess á landsfundi 1971. Gunn- ar var ennfremur varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1961—1965 og hugði aftur á þau metorð að Bjarna Benediktssyni látnum, er Jóhann Hafstein valdist flokksformaður, en fór halloka fvrir Geir Hallgríms- svni. Gunnari hefur orðið vel til launaðra nefnda í umhoði Sjálf- stæðisflokksins og setið í mörgum virðulegum ráðum og stjórnum heima og erlendis, Gunnar Thoroddsen var fram- hjóðaridi Sjálfstæðisflokksins í Mýrasýslu við alþingiskosningarnar 1934 og kom flestuin á óvart íneð því að verða landskjörinn þingmað- ur. Hann færðist til í kosningunum 1937, bauð sig' fram í Vestur-lsa- fjarðarsýslu gegn tilvonandi tengda- föður sínum, Ásgeiri Ásgeirssyni, síðar forseta Islands, og komst ekki á þing, en féll ineð lieiðri og sóma, enda j)á strax orðinn landskunnur stjórnmálamaður og mikið átrún- aðargoð samherja. Þegar Thor Thors fluttist vestur um haf og gerðist sendiherra í Bandarikjun- 14 VIKAN 43.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.