Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 9

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 9
RJOSOM Eggjastokkurinn er lagður í þessa skál líkt og til þess að lauga hann. Til þessað koma í veg fyrir sýkingu, er örlitlu penisilíni blandað saman við upplausnina í skálinni. ,Á meðan þetta hefur verið fram- kvæmt, hefur líkami konunnar, sem græða á eggjastokkinn í, verið opnaður og óvirkur eggjastokkur hennar f jarlægður. Því næst er nýi eggjastokkurinn græddur í. frjósemisskei&inu. Þungunin lét ekki á sér standa. Þessi getnaöur á sér engan sinn llka I gjörvallri veraldarsögunni. lgræddi eggjastokkurinn, sem lag&i eggiö til þungunarinnar, er hluti annarrar konu en þeirrar, sem ber barniö undir belti. Aö vlsu mun eggjastokkurinn lifa i Ilkama móttakandans og nærast á blóöi hennar, en heldur þó áfram aö vera aökomulíffæri rétt eins og Igrætt nýra. Eggin hafa eingöngu eiginleika konunnar, sem eggjastokkurinn var numinn úr, hafa eingöngu hennar erföa- eiginleika, en ekki konunnar, sem þau lifa I. Þetta leiöir af sér, aö maöurinn gat ekki barn viö konu sinni, heldur viö aöra konu, þeirri, sem eggjastokkurinn var numinn úr. Þungaöa konan lagöi ein- göngu fram skaut sitt og leg. Forsendurnar fyrir g.etnaöi, komu frá manni hennar og annarri konu. Sé litiö llffræöilega á máliö, fæddist barniö utan hjónabands. Þetta er forvitnilegasta þungun, sem um getur. Þrátt fyrir þá annmarka, sem á slikri þungun eru, getur hún veriö eftir- sóknarverö fyrir margar konur. Tiunda hvert hjónaband er barnlaust og ekki ósjaldan vegna þess, aö eggjastokkar konunnar gefa ekki frá sér egg og munu aldrei veröa færir um aö gera þaö. Fram til þessa hafa læknar ekki kunnaö önnur ráö viö þessu vandamáli, en ráöleggja ætt- leiöingu barns. Arangur liffæra- flutninga örvaöi argentiska kven- lækninn dr. Raul Blanco til aö reyna eitthvaö annaö. Til er fólk meö utanaökomandi nýru og hjörtu. Því skyldi ekki vera hægt aö flytja eggjastokka milli llkama? Ráöageröin virtist flfldjörf I fleiru en einu tilliti. Eggjastokkar konunnar eru flókin llffæri. I þessum litlu liffærum er næstum ekkert annaö en egg. Eggja- stokkur konu er á stærö viö val- hnotu og til samans eru i báöum eggjastokkunum um þaö bil hálf milljón eggfruma. Fjöldi þeirra er ákveöinn frá fæöingu. Llkaminn framleiöir ekki egg. Allt llfiö biöa eggfrumurnar sins stóra tækifæris, en flestum þeirra gefst þaö aldrei. Mánaöarlega eru öll egg konunnar reiöubúin aö freista þess aö veröa frjóvguö, en aöeins eitt er útvaliö. A meöan kona er frjó, veröa I ,*allt I kringum fimm hundruö egglos hjá henni. Dr. Blancó óttaöist mest, aö stjórn þessara flóknu eggja- birgöastööva kynni aö' eyöi- leggjast viö Igræösluna. Yröi þaö I rauninni mögulegt aö viöhalda hvatanum, sem hleypir af staö mánaöarlegu egglosi? Framhald' á bls. 35 31. TBL. VIKAN í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.