Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 5
FÆÐING A JÓNSMESSUNÓTT Kæri póstur! Nú langar mig að forvitnast svolitiö. Þann 3. júni var þáttur i útvarpinu um Jónsmessu og Jónsmessunótt. En það var ekkertsagtumhvaðþaðþýddi að fæðast á Jónsmessunótt. Eða er þaö kannske ekkert merkilegt? Þetta er nú svo stutt bréf, að þú hlýtur að birta það. Bróðir minn er nefnilega fæddur á Jóns- messunótt kl. 1/2 1. Jæja, fyrirfram þökk. Bless. Hér áður fyrr var það trú manna, að Jónsmessunótt væri einhver merkilegasta nótt ársins og var til mikil hjátrú i sambandi við hana. Nú orðið hefur hjátrúin minnkað, en enn finnast gamlir menn sem spá um tiðarfar eftir veráttu i kring um Jónsmessu. i. Þjóðháttabók Jónasar frá Hrafnagili er ekki getið um neina þjóðtrú I sambandi við barnsfæð- ingu á Jónsmessunótt. PLOKKAÐAR AUGABRUNIR Kæri póstur! Ég er aö hugsa um að leita ráöa hjá þér, og vona ég fastlega að bréfiö lendi ekki i ruslakörf- unni.Ensvoermál meövexti,að um daginn tók systir mln mig i gegn og fór að plokka augna- brúnirnar á mér, þvi þær voru svo agalega loðnar og breiðar. Svo nú verö ég að plokka þær á hverjum degi, þvi hárið vex svo hratt, og þegar ég er búin að píokka þær, þá koma svo mikil sár á eftir og ég verð alveg eldrauð á eftir. Ég er með svo mikla minni- máttarkennd út af þessu, að ég greiði hárið alveg yfir augna- brúnirnar svo að þær sjáist ekki. Eins og um daginn þá fór ég i snyrtivörubúö til að spyrjast fyrir um meðal, sem mér var sagt, að fengist þarna viðvikjandi þessu, en það var bara hlegið að mér, svo nú þori ég ekki aö spyrjast fyrir um þetta lengur, og nú ætla ég aö biðja þig að svara nokkrum spurningum: 1. Er nokkuð til nokkuð meöal til að eyða hárunum? Hvar fæst það, og hvaö heitir þaö? 2. Er hægt að fá gervi- augnabrúnir og hvar fást þær? 3. Eöa er til eitthvaö tæki til aö nota við þetta? Nú kæri póstur vona ég, að þú gefir mér góð svör viö þessu og það fljótt og enga útútsnúninga, þvi mér liður ekki vel. ' P.S. Hvernig er skriftin og hvaö lestu úr henni? Hvernig eiga steingeitin, kvenkyn og vatns- beramerkið, karlkyn saman? Miss Barzelia Það er eingin ástæða til að vera með minnimáttarkennd vegna þykkra augnabrúna þvi þú getur vertð viss um, að þú ert alls ékki sú! eina, sem hefur áhyggjur af sliku og kannske að ástæðu- lausu. Þetta afgreiðslufólk i snyrtivöruverzlunni hlýtur aö vera meir en litiö skritið og litt hlutverki sinu vaxið ef það hlær að viöskiptavinum sinum. Svör: 1. Ekki vitum við til, aö til sé eitthvert sérstakt efni til eyðingar augnabrúnum, en að Ifkindum er hættulegt að nota háreyðingar- efni, sem ætluð eru til aö eyða hárum af öðrum likamshlutum. 2. Liklegast er hægt að grafa upp gerviaugnabrúnir einhvers staðar, t.d. hjá förðurum leikhús- anna, en notkún gerviaugnabúna hversdags vitum við ekki um. 3. Til eru augnabrúnapiokk- arar I flestum snyrtivöru- verzlunum. Reyndar er bezt fyrir þig að fara til snyrtisérfræðings, þvi svona vandamál hljóta að heyra undir þá starfsstétt. Steingeitin og vatnsberinn eiga ekki vel saman og er þér jafnvel ráðlegt að gefa allan slikan kunningskap upp á bátinn. Skriftin er snotur og bendir til bliðlyndis og tilgerðarleysis. — Við konan mín erum eiginlega alltaf ósammála og ég ætla að segja henni það einhvern daginn! PIRA-SY STEM ' 7,1 Bíl Bezta lausnin er tvimælalaust PIRA-SYSTEM Ódýrt, traust, engin skrúfa eða nagli í vegg. Sendum verð og myndalista hvert á land sem er. HUSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR Brautarholti 2, sími 11940. óskareiðhjól karla og kvenna. Velamos reiðhjól drengja og telpna. 24” og 20” með hjálparhjólum. Ódýr og góð hjól. Öminn Spitalastig 8 — simi 14661

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.