Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 11

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 11
stúlkunnar, hafði hún verið það i 49 ár. Það lýsir henni að nokkru að láta þetta eina ár vanta upp á. Og Jónina hafði verið formaður Slysavarnafélagsins i áraraðir, þegar hún hvarf þar frá forystu og að sjálfsögðu hefur hún að- stoðað systur sina við gæzlu barnastúkunnar eftir mætti. Guð- leifi og mér er þegar boðiö til stofu og segulbandið sett i gang eftir mjög stuttan inngang. Okkur tekst strax að fá þær til að spjalla á frjálslegan hátt um æsku sina nesjatiðindum ætla ég, að varð- veita hús Stjána bláa, segir önnur þeirra. — Hvers vegna? — Ja, hann var nú engin merkispersóna, hálfgerður eða algerður slarkari. Það var fyrst og fremst örn Arnarson, sem gerði hann frægan. Ég skýt hér inn i, að það sé kannski ekki vegna Stjána bláa persónulega, sem raddir hafi komið upp að varðveita hús hans, heldur vegna hússins sjálfs. Ekki var það samt á Guðmundi að heyra, að hann hefði bergt að mun á innihaldi hennar. Frásögn hans frá timum Duus og Norðfjörðs, hinna dönsku ein- valdsherra, er merkileg og sýnir ljóslega aldarandann og þann mun, sem nú er orðinn á aðbúnaði og lifskjörum fólks. Hans Duus var kaupmaður i Keflavik frá 1944-64. Eftir mynd að dæma var þetta mikilúðlegur maður, fremur lágur vexti, feit- laginn. og uppvaxtarár, Keflavik i gamla daga og sitthvað um samtima- menn sina. Stundum biöur önnur hvor, að segulbandið sé stöðvað, nú ætli þær að segja eitthvað um einhverja persónu, sem óþarfi sé að varðveita. Sjálfsagt, segi ég og drep tittlinga framan i Leifa. — Leifi, þú kannt á þetta verk- færi. — Já, já, segir Leifi, lýtur fram, en slekkur aldrei á tækinu. — Við fluttum hingað frá Stóru-Vatnsleysu, þegar ég var 10 ára, segir Guðlaug. Það var til- komumikið að sigla inn vikina. Faðir þeirra, Guðjón Jónsson, var þekktur skipasmiður á Suður- nesjum. — Þetta er nú meiri vitleysan, sem ég sá i hverju blaði, Suður- — En þvi miður er það ekki á dagskrá. Húsið er gerónýtt. Þegar þetta er skrifað, hefur Gunnar Eyjólfsson leikari gengið um götur Keflavikur með Jökli Jakobssyni og rifjað upp i Út- varpinu gamlar endurminningar frá fæðingarbæ sinum. Þátturinn var fróðlegur og þar kemur fram sú virðing og þökk, sem Gunnar taldi sig standa i við Framnessystur. Hjá þeim haföi hann leikið i barnastúkunni. Um þetta stórmerkilega leikstarf þeirra systra vitnaði albúm, sem þær sýndu mér siðar. Þeir Guðleifur og Helgi S. fóru til Guðmundar húsvarðar eitt kvöld og höfðu með sér pyttlu. Hilmar Jónsson, bókavörður i Keflavik, skrifar hér i iéttum dúr frásögn um nágranna sinn, Guðmund Magnússon, húsvörð i iþróttahúsinu, og Framnes- systurnar, sem hann heimsótti á vegum byggða- safnsins. Frásögnin er kafli úr bók, sem Hilmar hefur i smiðum, og væntanlega kemur út i haust. Sonur Hans Duus var Hans Pét- ur, sem var verzlunareigandi i Keflavik frá 1864-84 eða 86. Samtima Duus-verzluninni var önnur verzlun kennd við Kund- son. Mun hún hafa hafið starf- semisina um 1845. 1 kringum 1860 var kominn að þessari verzlun maður að nafni ölafur Magnús- son Norðfjörð og það er við hann, sem húsið og verzlunin eru kennd. Þetta hús, Norðfjörðshúsið eða verzlunin, stendur enn, að visu þekkt undir öðru nafni, Ung- mennafélagshúsið. Þar kom i tali þeirra Guðleifs og Helga viö Guð- mund, að þeir spurðu hann, hvers konar menn þetta hefðu verið. — Hvaða menn? — Duus og Norðfjörð. Voru það ekki burðarásar byggðarlagsins? — Duus þekkti ég ekki, en af Norðfjörð get ég sagt ykkur ýms- ar sögur. Er þá bezt, að þið dæm- ið sjálfir um ágæti þessara gróssera. Eitt sinn kom til Norðfjörðs maður, sem nefndist Simon og bjó, að mig minhir, út i Leiru. Norðf jörð stóð i búðinni bisperrt- ur. — Sæll, Simon minn. Hvernig liður Þórdisi þinni núna? Ég veit það ekki, Noröfjörð, sagði maðurinn, en hóstað gat hún fyrir fitu. — Jæja, já. Má ekki bjóða þér vindil, Simon. Maðurinn varð dálitið hissa, en gat að sjálfsögðu ekki neitað þessu vinarbragði. Norðfjörð rétti honum vindil, tók sjálfur annan og fór inn á kontór til að ná i eldspýtu. A meðan greip Simon tækifærið og skipti um vindil, tók þann, sem Norðfjörð hafði ætlað sér, en lét hinn liggja, þar sem hinn hafði áður verið. — Gjörðu svo vel, Simon, sagði Norðfjörð og kveikti i vindli Simonar og bar siðan eld að sin- um, en viti menn! Um leið og eld- ur hafði náð i tóbakið hjá Norð- fjörð, sprakk vindillinn. ' — Ja, hver asskotinn, sagði Simon. Er nú fjandinn að hirða þig Norðfjörð minn? Þá er það öðru sinni, að maður kemur i Norðfjörðsbúðina sunnan af Nesi. Heyrir hann á tal þeirra Norðfjörðs og búðarmannsins. Ræða þeir um bláa ketti, hvað þeir séu sjaldgæfir og segist Norðfjörð gjarnan vilja gefa tölu- vert fé fyrir nokkra slika. Maður- inn af Nesinu leggúr við hlustirn- ar, þegar talað er um peninga, þvi þá voru erfiðir timar og pen- ingar lágu sannarlega ekki á lausu, enda maðurinn fátækur. Er ekki að-orðlengja það, að mað- urinn vindur sér heim, þrátt fyrir alllanga leið, kemur aftur i Norð- fjörðsverzlunina i Keflavik og hefur með sér fjóra bláa ketti, sem hann býður til kaups. Norðfjörð litur á manninn og siðan á kettina. — Nei, góði, við erum hættir að kaupa bláa ketti, en Asbjörn i Njarðvik kaupir þá vist enn. Asbjörn var stórbóndi á þeirra tima mælikvarða, en inn i Njarð- vik er æði spölur fyrir gangandi mann. Nesjamaðurinn setur það samt ekki fyrir sig, snarar hinum dýra farmi, bláum köttum, á bak- ið og leggur af stað inn i Njarðvik. Asbjörn tekur komumanni og spyr frétta. Hinn segist hafa ætl- að að selja Norðfjörð bláa ketti, en hann hafi verið of seinn, Norð- fjörð sé hættur að kaupa bláa ketti. — En hann sagði, að þú keyptir þá enn. Asbjörn þagði við. Bauð mann- inum að borða og hvilast og kvað honum mat til reiöu, ef hann vildi hafa með sér til baka, honum mundi ekki veita af, en bláa ketti hefði hann aldrei keypt hvorki fyrr né siðar. Maðurinn þakkaði honum fyrir sig og bjóst siðan á Framhald á bls. 39 31.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.