Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 37

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 37
talaö. Það er ekki bara orðið sem segir söguna. Sá sem skrifar fyrir sjónvarp verður að skilja það, aö mynd og orð veröur aö tvinna saman. Stundum segir myndin miklu meira en langt talað mál: Áhorfandinn sér mann ganga eftir götu. Þessi maður rekur augun I sofandi kött þar i garði. Hann hendir steini I köttinn. Þetta segir okkur miklu meira um manninn en þótt hundrað manns öskruðu: Maðurinn er sadisti! — Hvað finnst þér um að rit- höfundar séu dregnir i dilka eftir pólltik? — Fáránlegt! Hjá pólitískum blindingjum liggur alltaf allt I augum uppi, þvf þeir sjá ekkert nema þaö myrkur sem þeir vaða I. Sumir virðast halda, að enginn sé rithöfundur, bindi hann ekki trúss sitt við komma. Minnir þetta óneitanlega á kaþólsku kirkjuna, þegar hún sagði, 'að eingin væri trúaöur sem ekki væri kaþólikki. Ég er alltaf hræddur um menn sem trúa á einhvern einn stóran sannleik, og falla svo allir að sama feigðarósi eftir þessum eina farvegi sem trú þeirra játar. Ég held að það sé skylda hvers rithöfundar að leita nýrra leiða. Hann verður að þreifa sig áfram, reyna að finna sinar eignin slóðir, eigin skilning. Sjáðu Halldór Laxness! Hann hefur fylgt ótal stefnum, játast ótal skoðunum, en hann hefur alltaf verið slikur listamaður, að hann hefur ekki hikaö við aö kasta þeim öllum fyrir róöa. Hann hefur metið það sem var gott í þeim. Þess vegna hefur hann aldrei dagað uppi i stein- runnum kenningum. Einmitt af þeim sökum held ég, að „Kristni- hald undir jökli”, sé ein hans bezta bók. Þar finnur maöur þessa miklu breidd og næman skilning á mannlegum örlögum. — Ætti ég að bendla mig viö ein- hvern isma, einhverja kenningu, þá væri það helzt kenning, sem franska skáldið Alfred Jarry, höf- undur „Bubba kóngs” setti fram. Fræðikerfi hans er fylgt af mörgum enn í Paris og viðar, og kallast Patafysik. Patafysikin hefur raunverulega aðeins eina grundvallarreglu. Sú regla segir: Allir hlutir og fyrirbrigöi eru undantekningar frá reglu, sem ekki er til. Hefur þú lengi ætlað þér að skrifa leikrit? — Ég fór út I þetta nám gagn- gert vegna þess aö mig langaöi til að skrifa leikrit og sviösetja leik- verk annarra. — Hvernig fékkstu áhuga á leikhúsinu? Hefur móöir þin kannske vakiö hann? — Nei, það furðulega er, aö þótt móðir min sé leikkona, þá heillaði leikhúsið mig ekki sem barn. Ég var raunverulega mjög frábitinn leikhúsi framan af. Ég orti og Sjóvá Hvort sém þér farið langt eða skammt — og hvert sém þér farið, til Spánar eða Sigluf jarðar, Bandaríkjanna eða Bildudals, þá er ferðaslysatrygging SJÓVÁ nauðsyn. Ferðaslysatrygging SJÓVÁ greiðir bætur við dauða af slysförum, vegna varanlegrar örorku og vikulegar bætur, þegar hinn tryggðl verður óvinnufær vegna slyss. Ennfremur er hægt að fá viðbótartryggingu, svo að sjúkrahúskostnaður vegna veikinda eða slysa, sem sjúkrasamlag greiðir EKKI, er innifalin í tryggingunni Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er nauðsynleg, ódýr og sjálfsögð öryggisráðstöfun allra ferðamanna. Ferðaslysatrygging SJÓVÁ er tryggur förunautur. Dæmi mn iðgjöld af ferðaslysatrygglngum SJÓVÁ: (Söluskattur og stimpilgjöld innifalin). TlMALENGD dAnarbætub ÖRORKl BÆTUR DAGPENINGAR A VIKU IÐGJALD 14 dag:ar 1.000.000.- 5.000.- 551.- 17 dag:ar 1.000.000.- 5.000,- 596.- 1 mánuður 1.000.000.- 5.000.- 811.- SJÚVÁTRYGGINGARFELAG ÍSLANDS H F INGÓLFSSTRÆTI 5 REYKJAVÍK UMBOÐSMENN UM LAND ALLT SÍMI 11700 31.TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.