Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 33

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 33
„Lánaðu okkur vængi þina/leyfðu okkur að svifa um i andrúmslofti Abha.” Þessar textalinur er að finna i laginu Hummingbird, eftir þá Jim Seals og Dash Crofts. Lagið var tekið að fjórðu L.P. plötu þeirra, Summer Breeze, gefið út á litilli plötu og sló þegar i gegn. Þarmeð upphófst timabil vins og rósa, eftirtektar og aðdáunar, — timabil þeirra Seals og Crofts. Þeir fylgdu laginu Hummingbird eftir með titillagi L.P. plötunnar, Summer Breeze og ekki minnkuðu vinsældir þeirra við þaö. Nú er fyrir nokkru komin á markaöinn nýjasta L.P. plata þeirra, Diamond Girl. Þeir Seals og Crofts eru Bahai trúar. Trúarbrögð þeirra endur- speglast i þeirri tónlist, sem þeir semja. Ofangreindar textalinur eru sungnar til æðsta manns Bahai safnaðarins og er hann i ofangreindum texta kallaður Hummingbird. Seals og Croftseru þar að fara fram á, að vera teknir inn i söfnuð Bahaia. Fyrstu þrjár L.P. plötur þeirra vöktu enga eftirtekt, en ein litil plata, sem gefin var út á fyrri hluta sjöunda áratugsins, með laginu Tequila, seldist i 6 mimilljón eintökum. Sú plata hefur nú hlotið sess meðal þeirra stóru i rokkbransanum. A þessari plötu auöguðust þeir nokkuð og lifðu nokkur ár i munaði eða þar til þeir uppgötvuðu Bahai trúna. Þeir fengu sér umboðsmann eða rettara sagt, umboðs konu, Mahcia Day, en hún tilheyrði Bahai söfnuðinum. Innan tveggja ára voru þeir Seals og Crofts búnir að taka trú Bahaia, svo og allir sem með þeim störfuðu. Þeir nefndust The Dawnbreakers og voru alls sjö.Næstu tveimur árum eftir að þeir höfðu tekið trú, var eytt i rökræður og lestur um Bahai trúarbrögð. Mitt i trúarbragðalestrinum og könnun sinni á Bahaium, kynntist Crofts, Billie Lee Day, systur umboðs- manns sins, og giftist henni. Þau ferðuðust svo á milli Bahaisöfnuða, ásamt Jim Seals. Þeir félagar höfðu uppi áform um að leika ekki inn á neinar plötur um þetta timabil og það varð svo. Það liðu 25 mánuðir þar til þeir komu i stúdió aftur. Þá loksins var tilgangurinn að gera fyrstu L.P. plötuna af fimm, sem til- einkaðar skildu Bahai trúnni. Fyrstu þrjár vöktu litla eftirtekt eins og áður sagði, en sú fjórða, Summer Breeze, sem kom snemma s.l. vetur, gerði þá að alþjóðlegum stjörnum, ef svo má að orði komast. Þá, i fyrsta skipti, fengu þeir með sér til plötugerðarinnar, góöa session hljómlistarmenn. Og það var ékki að spyrja að, þegar þeir gátu notað session menn til þeirra verka, sem þeir annars hefðu Seals and Crofts þurft aö hafa áhyggjur af, lét árangurinn ekki á sér standa. En nú með nýju plötunm, Diamond Girl, kveður nokkuð við annan tón. Fjórða platan, Summer Breeze, er þrungin tilbeiðslu á Bahai trúnni, en Diamond Girl hefur að geyma ástaróð til „konunnar” eða réttar sagt, eiginkvenna þeirra beggja. Fyrir rúmu ári kynntist Jim Seals núverandi konu sinni, Ruby Jean, sem er svört. Astæður fyrir þessari breytingu á stefnu þeirra félaga er þvi ekki erfitt að finna. Konur þeirra beggja hafa nú alið þeim sitt hvort barnið eins og gréinilega má sjá á myndum þeim.er prýða plötuhulstrið utan um Diamond Girl. — Þeir höfðu gert fjórar L.P. plötur og til- einkað Bahai trúnni. Sú fimmta skildi tileinkuð þeim, er þeir elskuöu. Platan átti að koma á óvart og þvi var það, sem þeir Seals og Crofts fóru með leynd, á hverjum eftirmiðdegi um tima s.l. vetur, inn i stúdió i Los Angeles. Enginn vissi hvað var að gerast. A teikniskrifstofum Warner Brothers útgáfufyrirtækisins, var unnið afi hönnun á plötuumslagi, og myndirnar sem umslagið prýddu, voru af Seals og Crofts i faðmi fjölskyldunnar. .Lögin, sem gerð hafa verið fyrir þessa plötu, hafa orðið til við ýmis tækifæri og m.a. kom hugmyndin að „Dust on my saddle”, þegar þeir félagar sáu edvard sverrisson músfií með meiru uppphaf af þættinum „The Fugitive” eða Flóttamanninum, sem m.a. var sýndur hér i sjónvarpinu i eina tið. Seals varð þá að orði, að það væri eiginlega ómögulegt, að Flóttamaðurinn' væri enn á flótta. Crofts sagði þá, að ef til vill væru þeir bara að elta hann til þess að segja honum, aö hann sé frjáls ferða sinna, vegna þess að lögreglan viti, að hann hafi ekki gert neitt. Þar með var komin hugmyndin að „Dust on my saddle”. Annað lag á Diamond Girl var til i hótelherberginu i Phila- delphia. Það var um mann, sem hafði tapað ástmey sinni, mjög fallegt og hrifandi lag. En þegar þeir voru búnir að semja lagið, gátu þeir engan veginn fundið nógu fallegt nafn á það. Lagið átti að heita eftir stúlkunni, sem sungið var um i textanum. Seals gekk þvi niður á hótelbarinn og fékk sér milkshake og vonað- ist til að fá hugmyndina. Stúlkan, em afgreiddi hann var fjórtán Framhald á bls. 35 HRAÐFERÐ... ÞAÐ eru fleiri en Alica Cooper, sem fara i hljómleikaferðir um Bandarikin. Led Zeppeling fylgdi i kjölfar Alice og áróðursskrif- stofa hljómsveitarinnar sparaði ekki stóryrðin. Allt var gert til að gera ferð Alice Cooper sem minnsta og m.a. höfðu þeir að orði, að eftir að Led Zeppeling hefði lokið sinni ferð um Banda- rikin, mundi hljómleikaferð Alice Cooper aðeins virðast sem „ann- ars flokks safari um Baviana- land”. En Led Zeppelin tókst ekki að slá Alice út, þvi hljómsveitin heimsótti aðeins 30 borgir, en Al- ice Cooper sótti heim 56. JOHN LENNON og hann ektavif, dveljast enn i Bandarikjunum, en það er langt frá þvi að vera frið- sælt i kringum þau. Þau hafa nú fundið nýja leið, til að tefja emb- ættismenn laganna vegna mála- reksturs út af dvalarleyfi þeirra. Fyrir stuttu var haldinn blaða- mannafundur með þeim i New York og þar tóku þau skötuhjú á þvi, að veifa Kleenex pappirs- þurrkum framan i fólkið. Jafn- Framhald á bls. 34 31. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.