Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 48

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 48
MIG DREYMDI BARNAVETTLINGAR. Kæra Vika! Mig larigar að biðja þig að ráða fyrir míg draum. Hann er svona: Mér fannst ég vera búin að taka barn í fóstur, en ég vissi ekki, hvort það var drengur eða stúlka. Þegarég varað klæða barniðtil þessaðgeta farið með það heim, voru mér fengnir vettlingar á það. Þeir voru mjög fallegir, útprjónaðir með hvítu, en hvor með sínum lit. Annar var rauður, en hinn blár. J.J. Þú vissirekki idraumnum, hvort barnið var drengur eða stúlka og verður þess vegna ekki séð að það skipti máli fyrir merkingu hans. Liturinn á vettlingunum bendir til þess, að von sé á einhverju tvennu mjög skyldu, en þóekki nákvæmlega því sama. Annað hvort eignast þú sjálf, eða einhver þér nákominn, tvíbura áðuren langt um líðurog verða þeir sennilega ekki samkynja. I FLÆÐARMALI. Kæri draumráðandi! Mig langartil að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi í nótt er leið. Mig dreymdi, að ég gekk niður að sjó og sá aftan á mann, sem sat í flæðarmálinu. Hann studdi hönd undir kinn. Þegar ég kom nær, leit hann við og útúr svip hans skein sorg. Ég Sá, að þetta vartvítugur sonur minn. Við hliðina á honum voru föt af honum vafin sáman. Eg tók þau upp og ætlaði að fara með þau heim og þvo þau. Ég ætlaði að tala eitthvað við son minn, en mér fannst hann ekki vilja þáð. Draumurinn varð ekki lengri. Ein úr Vestmannaeyjum. Þessi draumur er fyrir einhverju basli, veikindum eða þess háttar. Það er þó ekki úr vegi að álykta, að hann sé eingöngu framhald hugsana þinna í vöku og tákni þvt ekkert í framtíðinni. SKIN EFTIR SKOR. Kæri þáttur! Mig langartil að biðja þig að ráða fyrir mig drauma, sem mig dreymdi í morgun, og var mjög skýr. Mig dreymdi, að vinnuveitandi minn, sem verður í sumar, hringdi í migog sagði méraðmæta strax. í sumarverð ég að vinna fyrir austan, nánar tiltekið undir Eyja- fjöllum, en ég er ekki byrjuð enn. Þegar ég ætla að fara að pakka niður, finnst mér öll mín föt vera óhrein og allt ómögulegt. Loksins þegar ég er að leggja af stað austur, fréttum við, að það sé byrjað að gjósa fyrir austan og ég verð eitthvað svo hrædd. Svo fannst mér ég allt í einu vera komin vestur, þangað sem ég á heima. 'Þar er allt fullt af fólki, fraéndur og vinir, og allir í beztu fötunum sínúm eins og gerist í veizlum og á stórhátíðum. Allt í einu var komið óveður, hellirigning og hvass- víðri. Mér verður litið út um gluggann og sé hvar sjórinn gengur langt uppá land og eldglæringar eru um allt. Ég vil taka það fram, aðþarsem sjórinn fór yfir í draumnum er hraun og skammt frá er eldf jall, en það gausekki. Ég verð hrædd og segi frá því, sem ég sé og þá fer fólkið að gá, en mér finnst allir ósköp rólegir yfir þessu nema ég. Ég vildi endilega hringja og láta vita af þéssum hamförum, en allir gerðu grín af mér og mamma mín líka og er hún þó ekki vön að gera grin að hættum. Ég hélt áfram að reyna að telja fólkið á að fara í næsta kauptún og mér finnst mér vera að takast það, þegar ég sé hvar systur mínar og fleira fólk situr við veizluborð. Mér sárnaði kæruleysi þeirra á hættu- stundinni, en þá verður mér litið við og sé ég þá hvar sólin skín á blauta jörðina, þar sem sjórinn hafði farið yfir. Það stirndi á jörðina af birtunni og ég varð svo hissa á þessari skyndilegu breytingu. Ég lít á fíkið líka og sé, að fötin skína svona á því líka. Mér er sérstaklega minnsistætt hvernig hvítar karlmanna- skyrturnar glóðu svo að ég held ég hafi aldrei séð neitt jafn hvítt. -s Þar sem ég stend þarna og horfi á allt þetta, verður méraðorði: „En hvað þetta er allt fallegt," og þannitj) endaði þessi draumur. Vonast eftir ráðningu fljótt. Með fyrirfram þökk. E.K. Ekki þarftu að kvíða því að sumarvinnan þín verði ekki arðbær fjárhagslega. Ef þú stendur þig vel, geturðu jafnvel átt von á því að vinnuveitandi þinn borgi þér betur en ráð var fyrir gert í upphafi. Sá böggull fylgir þó skammrifi að hætta er á, að einhver reyni að fá þig til að taka þátt í mjög vafasömu fyrir- tæki. Senniiega skiptir það engu máli fyrir þig hvað peninga snertir, en vertu á varðbergi. Draumurinn segir þér nefnilega, að sértu nógu varkár, þá verðir það þú, sem stendur með pálmann í höndunum. rif NÝFÆDDUR VIKINGUR. f Kæri draumráðandi! Mig draymdi, að mig dreymdi, að til mín kæmi maður og sagði mér, að ég myndi eignast son, sem yrði gjörvilegur mjög. Myndi hann fæðast í brynju, með hjálm á höfði og við alvæpni. Maðurinn sagði mér, að sveipa um hann blárri mussu og bera hann í guðshús með leynd og láta hann heita Þorstein. Að þvi kom, að sveinninn fæddist og erallt með sama hætti og draummaður minn hafði sagt. Ég ber sveininn til kirkju að nóttu til. Þegar presturinn hefur ausið hann vatni, heyrist mikill þrumugnýr og stendur fimmtánhöfðaður dreki í krikjudyrunum. Sprettur þá sonur minn fullvaxta úr faðmi mér og heggur öll höfuðin fimmtán af drekanum. Með fyrirfram þökk. Ein forvitin. Barnið í draumnum ert þú sjálf. Þú átt í vændum að vinna eitthvert þrekvirki, sem þú hefur lengi undirbúið og þér finnst skylda þín að vinna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.