Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 21

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 21
 látin, þegar hún náðist upp úr brunninum. — Þetta var hræðilegt áfall fyrir foreldra hennar, reyndar fyrir okkur öll. Faðir okkar fékk þá siðari heilablæðinguna og hjónaband bróður mins fór út um þúfur. Það hefði líklega gert það hvort sem var, vegna þess að Sara Juinni aldrei við sig meðal okkar, en þegar Elizabeth var látin, þá var liklega ekkert sem gat haldið henni kyrri. Ernest tók þessu mjög þunglega og var ákaf- lega miður sín. Það er nú samt eins og hann sé að ná sér og læknr arnir segja að hann sé miklu betri til heilsunnar, en það er Joan, sem ég hefi mestar áhyggjur af eins og er. Hún er orðin sjúklega hrædd um að missa þetta fóstur lika og er óróleg hinna barnanna vegna. — En þetta var slys! Þér megið trúa þvi að við höfum reynt að skýra það fyrir henni. Það eru alltaf að verða slys, en það þýðir ekki neitt að höfða til skynsemi, ef manneskj- an er svo óttaslegin eins og Joan er og taugaveikluð. Það eina, sem getur bjargað henni, er að hún sjái barn fæðast með eigin augum — Og þessvegna viljið þér hafa mig á Sanders Hall, sagði ég. — Til að sýna henni, að ég sé ekki hrædd við að ganga með barn og fæða það þar. Hann brosti , þessu skyndilega ljúfa brosi sinu. — Skynsöm stúlka. Ég verð æ vissari um, að ég hgfi valið réttu manneskjuna, þegar ég hitti þig. Nú vorum við skyndilega orðin dús. Hvernig átti ég annað en að vera hrifin af þessum manni? — Þitt starf verðir i þvi fólgið að vera sem eðlilegust og Joan til fyrirmyndar og við skulum vona að hún láti segjast. Þetta ætti ekki að verða svo erfitt fyrir þig, eða er það? — Þetta litur út fyrir að vera reglulegt óskastarf. Hann sleppti annarri hönd af stýrinu og þrýsti hönd mina. — Takk, 'sagði hann einfald- lega. Það var þá, sem ég varð svo viss um. að það yrði ekki erfitt að gera þessum manni til hæfis, eða láta sér liká vel við hann. Reynd- ar fannst mér það eiginlega alltof auðvelt. — Barnið, sem við eigum von á, er okkur báðum mjög mikils virði, sagði hann. — Joan hefur tvisvar misst fóstur. Ég vildi að hún færi eitthvað i burtu, en það vill hún ekki. Hún vill endilega vera þar sem ég er, vill ekki fara frá mér. — En eitt skaltu vita, Anne, barnið þitt verður okkur lika mikils virði, eins og það væri okk- ar eigið barn. Ég skil mætavel, að þér finnst lifið erfitt eins og er, en við munum gera allt til að bæta þér það. Einlægni hans lamaði mig næstum og það munaði minnstu að ég færi að gráta upp við öxl hans. Ég var i þörf fyrir skilning og vináttu og fyrir þessa ein- kennilegu tilviljun örlaganna, þá leit út fyrir að nú hefði ég öðlazt hvort tveggja. Ég fór að leiða hugann að þvi sem hann hafði sagt mér, bæði til að fá einhverja skýringu á ýmsu, sem mér hafði dottið i hug og til að komast úr þessu einkennilega hugarástandi, sem ég var i. — Var enginn viðstaddur, til að lita eftir Elizabeth? — Amy var þar. Það er barn- fóstran hjá Francis, en við reyn- um að tala ekki um það. Amy er traust og dugleg stúlka, en hún hafði sofnað. Það var svo heitt þarna i völundarhúsinu og hún lá þar á teppi, meö Elizabeth og litla barninu hennar Francis og svo sofnaði hún. Það var rólegt þarna, þvi að Francis hafði farið UV eitthvaðmeðhin börnin. Amy var y LEGT AFDREP

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.