Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 26

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 26
Þegar ég heimsótti Hrafn Gunnlaugsson var hann i sjöunda himni. Hann hafði þá um daginn fengið staðfestingu á, að hann hafði komizt. inn á Dramatiska Institutet (Leiklistarstofnunina) i Stokkhólmi. — Hvað er Dramatiska Institutet? — Þetta er viðurkenndasta kennslustofnun i fjölmiðlun i Svi- þjóð og þó viðar væri leitað. Undanfarin fjögur ár hef ég verið við nám i leikhúsfræðum við háskólann i Stokkhólmi. Það nám er eins og allt bóklegt nám 95% teoritiskt eða lræðilegt. Að lesa eingöngu af bókum um leikhús er eins og að vera efnafræðingur sem gerir allar tilraunir sinar á blaði og kemur hvergi nálægt til- raunaglösum eða efnablöndum. — Hvað lærir þú á Dramatiska Institutet? — Ég fer i deild, sem heitir „almenn produktion.” Þar er kennt að fara með litasjónvarp, gerð kvikmynda, leikstjórn fyrir sviö og fleira. Þar er einnig kennd útvarpsupptaka eða gerð út- varpsdagskrár, sem ég tel mig hafa fengið smjörþefinn af. Umsækjendur voru meira en 300, en aðeins 16 komust að. Ég lét mig naumast dreyma um að vera tekinn. Þarna er kennt flest sem viðkemur verklegu starfi i fjöl- miðlun. Þarna er deild fyrir förðun, sérstök leikstjóradeild, sem i eru teknir fjórir nemendur. Þá er sérstök deild um meðferð mynda og sjónvarpstöku. I hana komst Rúnar Gunnarsson i fyrra og þykir einn bezti nemandi skólans. — Hverju þakkar þú þessa gæfu þina? — Ég býst við, að sjónvarps- leikrit mitt „Saga af sjónum” hafi haft jákvæð áhrif á að ég komst inn. En mestu máli skiptir þó að standa sig i sjálfu inntöku- prófinu. Inntökuprófin eru oft mjög snúin, auk þess sem próf- nefndin hikar ekki við að spyrja persónulegra spurninga, sem áuövelt er að roðna yfir. — Hvernig gagnrýni fékk „Saga af sjónum”? — Gagnrýni kom bara i tveim blöðum, hjá Þorgeiri Þorgeirs- syni og Jóhanni Hjálmarssyni. Þorgeir hældi þvi i hástert. — Eru það ekki svolitið vafa- söm meðmæli? — Finnst þér það? Hann þekkir tæknilegu hliðina, og hann veit hvað er erfitt að gera svona hluti, og hann sagði i þessari kritik sinni... Hrafn blaðar i snyrtilegum blaðabunka á borði sinu án árangurs. — Nei, ég finn ekki rit- dóminn, en það áttu ekki sizt aörir en ég lof skilið fyrir leikritið og vil ég þar fyrst nefna Egil Eövardsson, sem er ungur maður nýkominn frá producentnámi i Svlþjóð. Hann lagði geysilega vinnu i þetta verkefni: metnað og alúð. — Þetta leikrit fékk verðlaun i samkeppni Leikfélagsins fyrir nokkrum árum? — Já, heiðursviðurkenningu... — Sem sjónvarpsmynd? Já, sem sjónvarpsleikur. Þegar ég var að byrja námið fyrir fjórum árum var maður oft fjandi blankur. Svona til að spara pening fékk ég að fljóta með vöruflutningaskipinu Langá. Ég þekki ágætlega hann Kristján Steinarsson kaftein. Við urðum góðir kunningjar og hann leyfði mér að sofa einhvers staðar þar sem fannst laust rúm. Ég fór marga túra með þeim á milli Islands og Gautaborgar, og Kaupmannahafnar, jafnvel einu sinni til Póllands. Mér datt I hug að skrifa leikrit um þennan lokaðaheim, þetta skip á sjónum. — Þér hefur ekki dottið I hug að fara inn I enn lokaðri heim, þann MYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON TEXTI: PÁLL HERMANNSSON Það ætti að vera óþarfi að kynna........fyrir lesendum.... Hann er fyrir löngu landsþekktur fyrir störf sin að.og gott ef hann fékk ekki fálkaorðuna hér um árið. Þetta gæti verið ágætur inngangur að viðtali við einhvern mektarmanninn. En hann er þvi miður ekki brúklegur að viðtali við Hrafn Gunnlaugsson. Hrafn er enginn mektarmaður, þvi að i orðinu mekt felst vald og eftir þvi sem bezt er vitað er Hrafn að | mestu valdalaus. Hins vegar hefur hahn dundað við það i nokkur ár að skrifa. Fyrst hélt hánn sig aðal- | lega við ljóðagerð, en hefur nú að rnestu snúið sér að leikritun. Hann er 25 ára og nú þegar hefur sjón- varpið sýnt eftir hann eitt leikrit, og hljóðvarpið hljóð- eða útvarpað einu verka hans. Að auki hefur hann skrifað i blöð. Ennfremur hefur rödd hans heyrzt nokkuð oft i útvarpinu, þvi að bæði er hann einn Matthildingá, og hefur eiginn útvarpsþátt. Sem sagt, það væri kannske með réttu hægt að kalla hann þjóðkunnan. sem togarasjómenn eru i? — Ja, það er umhverfi sem ég þekki ekki. Ég held að sá sem er að skrifa leikrit verði að fjalla um umhverfi sem hann þekkir, vilji hann vera trúverðugur. — Hvað bar helzt á góma i við- ræöum þinum við skipverja? — Það var svo margt. Þeir opnuðu mér nýjan heim. Ég held að islenzkir farmenn búi yfir meiri þroska en margir land- krabbar gera sér grein fyrir. Þeir koma i hverja höfnina á fætur annarri meðal ólikra þjóða. Þeir upplifa furðulegar hliðar á mann- lifinu. Þeir horfa frá miklu hærri sjónarhól en fólk sem situr alla sina tið I landi. — Þarna um borð eignaöist ég marga góða vini. Og svo smám saman, þegar ég fór að hlusta eftir málfari þeirra og um- ræðuefnum, fór mig að langa að kynna öðrum þennan heim. Náttúrulega kópieraöi ég ekki málfar þeirra, heldur tók það, sem mér fannst mjög óvenjulegt, eins og Jóhann Hjálmarsson reyndar bendir á i sinni gagnrýni. Hann segir að rithöfundum hætti til að lýsa sjómönnum sem ruddum, mönnum sem tala allt i annað mál en venjulegt fólk. En • staðreyndin er, að i leikhúsi er I alltaf verið að ýkja raunveru- leikann: raunveruleikinn i sjálfu sér er ekki leikhús. Munurinn á leikhúsi og raunveruleika er sá, aö þú styttir niður langan tfma i eitt augnablik. Þú spennir allt upp. — Hverjir léku í leikritinu? — Þeir léku í „Sögunni” Sig- urður Skúlason og Róbert Arnfinnsson. Ég fylgdist aðeins með fyrstu æfingunum, og þeir virtust hafa gaman af verkinu. Sigurður er geysilega áhuga- samur leikari, sem ábyggilega á eftir að komast i fremstu röð. Án þeirra hefði leikritið aldrei orðið eins og það varð. — Stendur ekki til að sýna það viðar? — Það var sent á fund norrænna sjónvarpsdagskrárstjóra, sem haldinn var i Helsinki skömmu eftir jól. Þar lögðu öll Norður- löndin fram þætti til skoðunar. „Saga af sjónum” var eitt fram- lag á fundinum. Þetta er í annað skipti i sögu islenzka sjón- varpsins, sem öll Norðurlönd kaupa islenzkt leikrit. Hitt var Postulin eftir Odd Björnsson. — Hvenær laukst þú við að skrifa verkið? — Bara rétt áður en skilatimi samkeppni L.R. rann út. Hug- myndin hafðj lengi velkzt með mér og svo dreif ég mig i þetta. — Var ekki sjónvarpið með kynningu á ljóðum þinum með aðstoð hljómsveitarinnar Náttúru fyrir nokkrum árum? — Ég sýndi Atla Heimi litinn ljóðaflokk, sem ég hafði ort. Hann lás hann yfir og stakk upp á þvi að semja tónlist við hann. Sigurður Rúnar Jónsson i Náttúru slóst svo i hópinn. Náttúra æfði þetta og siðan fór það i sjónvarp. — Hvenær byrjaðir þú að skrifa? — Ég byrjaði i menntaskóla. Þegar maður var i menntaskóla var maður belgfullur af geysilegu spontantteti. Maður upplifði lilut- ina á svo einfaldan og barnslegan hátt. Mesti styrkur ljóðsins er oft að geta komið að yrkisefninu úr þessari ómenguðu átt. En þegar frá hefur liðið, efast ég æ meir um ljóðið, efast um sjálfan mig i ljóð- inu. Ég hef hvað .eftir annað lent i úlfakreppu með ljóðið. Ég hef stoppað og sagt: Ég get ekki ort, ég get ekki ort lengur! En það er með skáldið eins og himininn, stundum er hann fullur af eld- ingum og þrumum, þess á milli er hann heiður og blár. Og skáldið er i raun og veru eins og eldinga- vari, það gripur leiftrið á lofti og breytir þvi i ljóð. — Eigum við von á bók frá þér? — Það kemur út eftir mig litil ljóðakompa hjá Ragnari i Smára i haust. Fyrsti kaflinn verður ein- göngu ljóð, sem ég orti i skóla. Annar kaflinn ,er ljóðaflokkurinn sem sýndur var i sjónvarpinu, „Astarljóð til litlu reiðu sólarinnar minnar”, og i þriðja kaflanum eru þessar úlfa- kreppur, sem ég hef lent i siðan. Tilraunir með orðið. Sum ljóð eru tilraunir með þanþol orðsins. Hvað þolir orðið mikið? — Og stundum verð ég gersamlega orð- laus yfir undrum orðsins. — Mörg þeirra ljóða sem komiö hafa fyrir almenningssjónir á sið- ustu árum hafa verið vægast sagt torskilin, og sá hópur manna verið litill, sem hefur lesið þau, hvað þá gert tilraun til að skilja þau. Er þetta það sem koma skal? — Ljóð verða oft afskaplega innhverf, — en orðið er ekki bara orð! Orð getur verið litur eða Framhald á bls. 36 OLL FYRIRBRIGÐI ERU UNDANTEKNING FRÁ REGLU, SEM ER EKKI TIL R GIJN NL AUGSSON 26 VIKAN 31. TBL. 31. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.