Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 4

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 4
P0STURINN Ef Ui trt afl: BYGGJAt BREYTA EBA BfETA ba líttu vH í LíttvtrL tnrí bad ktfnr ávallt borpafl sii LITAVER Símar 32262 - 30280 oo 30A8Q Grensásveoi 22 - 24 BRJOSTSTÆKKUNARTÆKI Kæri póstur! Ég hef aldrei leitað ráöa þinna áöur, en ég og vinkona min erum þroskaöar á allan hátt nema brjóstin eru svo litil og óþroskuð. Okkur langar þvi til aö biöja þig aö gefa okkur gott ráð. En hvernig er með brjósta-- stækkunartæki? Eru þau örugg! Haldast brjóstin alltaf i þeirri stærö, sem maöur vill hafa? Viltu gjöra svo vel að gefa mér upp verlun, sem selur svona vöru. Svo þakka ég fyrir hjálpina. Tværivanda Úti i löndum eru þeir farnir aö sprauta einhverjum efnum i brjóst kvenna til aö stækka þau. En sú aðgerð er bæði dýr og hættuleg. Til eru nokkur húsráð um brjóstastækkun, td. að fara i sund, gera æfingar og fleira i þeim dúr. Hægt er að koma vexti i brjóstin með hormónasprautum, en læknar munu vera mjög tregir til siikra aðgerða, og ráðleggja sjúklingum sinum, I þessum tilvikum ungum stúikum, að biða nokkur ár og sjá, hvort þau vaxi ekki af sjálfu sér. Það tæki, sem þú eða þið kailið brjóstastækkunartæki munu iiklegast vera nuddtæki, er hér hafa verið á markaðnum um nokkurt skeið. Hægt er að fá með þeim einhvern aukabúnað ætlað- an til brjóstanuddunar, en þar mun einkum vera um að ræöa útbúnað til að stinna upp slöpp brjóst. Þau tæki fást m.a. hjá verzlunni Borgarfelli I Reykja- vík. Annars má taka þaö fram, að litil og þétt brjóst eru oft fallegri en stór og þung, svo þið þurfið ekkert að skammast ykkar fyrir Hkamsvöxtinn. ANDAGLAS Kæri póstur! Viö erum hér tvær vink’onur, og okkur langar til aö vita hvort eitt- hvaö sé aö marka andaglas. Viö höfum farið nokkrum sinnum og alltaf náö sambandi viö sama manninn. Sumt, sem hann hefur sagt er rétt, sem viö höföum ekk- ert vitaö um, og margt rætzt. Okkur finnst þetta mjög undar- legt, þvi viö rétt styöjum á glasiö. Hvaö heldur þú, aö þaö geti veriö? P.S. Hvaö lestu úr skriftinni og hvernig eiga krabbi og dreki saman og dreki og naut? Elsa Það eru uppi margar og mis- jafnar skoðanir um „andaglas” og aðra skylda „gtarfsemi”. Pósturinn vill ekki leggja neinn dóm á, hvort eitthvað sé til i þvi, sem kallað er „andaglas" eða spíritisma almennt, og aldrei hef- ur hann heyrt um samband við einhvern I gegnum andaglas, hvað þá ráðleggingar frá sam- bandsaöila. Annars væri ráðlegt fyrir ykkur að hafa Samband við Sálarrannsóknarfélag islands, ef þið hafið mikinn áhuga á svona fyrirbrigðum. Skriftin er mjög þokkaleg og bendir til yfirvegunar og vaud- virkni. Krabbi og dreki eiga ekki vel saman, en samband sporð- dreka og nauts er mikið betra. UM ALÞJÓÐLEGAN GJALDEYRI. Kæri lesandi! Brýn nauðsyn hvetur mig til að leita til þin. Getur þú gefiö mér upplýsingar um, hvort til sé þaö yfirlit eöa sú bók, sem inniheldur allan erlendan gjaldeyri með öll- um smáatriöum s.s. frá bandarikjado^llar niöur I cent og dime og gjaldeyri allra landa. Það þarf ekki endilega aö vera isl. verö á þeim, bara kynning á þeim. Hvar get ég fengiö hana (bók eöa skrá) eða hvernig leitað mér upplýsinga um þessa hluti. Hvar get ég leitaö mér upplýsinga um jóga-heimspeki og iökun hér á landi. Fyrirfram þökk fyrir svariö. T A þessum siöustu og verstu timum er ekkert hér i heimi jafn hverfullt og gjaldeyrisskráning einstakra mynta frá degi til dags. Seðlabankinn gefur út daglega yfirlit um stöðu nokkurra gjaldmiðla gagnvart islenzku krónunni. En upplýsingar um heiti elnstakra gjaldmiðla getur þú fengið I vasabókum, sem gefnar eru út rétt fyrir jól. I bókabúöum er eflaust að finna cinhverjar bækur um jóga, ef ekki á islenzku þá á einhverju norðurlandamálanna. Guðspeki- félag tslands gæti frætt þig eitthvað nánar um svona mál. Einnig var gefinn út bókaflokkur á islenzku fyrir nokkuð mörgum árum um austurlenzka hcimspeki og þýddi Gunnar Dal rithöfundur einhverjar þcirra. 4 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.