Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 10

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 10
Bókasafniö er í útbyggingu eöa álmu frá Barnaskólanum á efri hæö iþróttahúss Barnaskólans. Þetta er bráöabirgöahúsnæöi, upphaflega hugsað sem hús- varðaríbúð enda einungis rúmir hundrað fermetrar að stærö. Ég kem oft á neöri hæöina, aöallega til aö stunda þar handbolta. Hús- • vöröur í íþróttahúsinu heitir Guö- mundur Magnússon, innfæddur Keflvikingur. Guðmundur er snyrtimenni hið mesta og hugsar vel um þaö, sem honum er trúað fyrir. Strax og leikfimi lýkur i húsinu á vorin, tekur Guömundur að lakka og mála. Ég kem til hans og segi: — Það er ég viss um, aö þú verður rekinn Guömundur, og það innan ekki langs tima. Guömundi bregður hálfónota- lega viö þessa kveðju, sér ekki annað en mér sé full alvara. , — Núnú. Hvað hefi ég gert af mér? — Ekkert það ég veit. En það eru takmörk fyrir þvi Guömund- ur minn, hvaö hiö opinbera leyfir mikinn áhuga í starfi. Guömundur hættir að mála, viröir mig fyrir sér nokkra stund, segir siöan: — Nú svoleiöis. — já svoleiöis. Guömundur er augljóslega af gamla skólanum, fæddur fyrir tima Bretavinnunnar og vinnu- svikanna. Svo er þaö I afmæli Ragnars Guöleifssonar, aö ég uppgötva nýja hliö á Guömundi. Kallinn lætur sig ekki muna um þaö aö fara irieö heila visnabálka utanbókar.' Þetta er alls kyns kveöskapur, klámvisur, hestavis- ur og svo framvegis. Svo stendur upp úr Guðmundi buna af sögum um hiria og þessa fira þarna suöur frá. Ég halla mér aö konu minni og segi: — Helduröu.-aö Guðmundur sé nokkuö i þvi? Ég fæ hálf óvingjarnlegt augna- tillit. — Það varöar mig sko ekkert um. Ég bara veit, að hann er skemmtilegur. — Ég spuröi nú bara. Ég hef eyru lika. — Reyndu þá aö nota þau góöi, og meö þessari sföustu setn- ingu fæ ég smáskammt af brosi. — Ég ætla aö tala viö Grasa. Kallinn getur hrokkð upp af, þeg- ar honum minnst varir og þaö er nauösynlegt fyrir Byggöasafniö aö eiga eitthvaö af þessum sög- um, þótt helmingurinn sé sjálf- sagt lýgi. — Æ, greyið hættu. nú þessu rausi. Ég er aö hlusta á hann ^Guömund, kemur i algerum nöld- urtón frá konunni. Ég hringi i Guðleif, ööru nafni Grasa, og spyr, hvernig gangi meö segulbandsupptökurnar. Samkvæmt verkaskiptingu 10 VIKAN 31.TBL. FRASÖGN EFTIR HILMAR JÓNSSON BÓKAVÖRÐ Guðmundur í íþróttahúsinu og Framnessystur þeirra i Byggðasafninu á hann að taka upp raddir fóiks. — Ja, ég hef nú mikiö aö gera, Búkki minn. Þaö er takmarkaö, sem ég kemst yfir. — Hefurðu talaö viö Guömund i iþróttahúsinu? — Ekki ennþá. En ég hef hann bak viö eyraö. En úr þvi aö þú ert að rexa i þessu, er bezt, að þú komir með mér til Framnes- systra næsta kvöld. — Aö gera hvaö? — Aö tala viö þær. Þú sem templari getur varla skorazt und- an þvi. — Allt I lagi, allt i lagi. Þaö hefur skyndilega dregiö niður i mér. Akveöiö er aö heim- sækja Framnessystur riæstá kvöld. Framnessystur, Guölaug og Jónina Guöjónsdætur, búa i litlu rauöu húsi á bakkanum viö vikina, rétt fyrir noröan Vatns- nesiö. Þegar þær ganga úti, fara þær samsiöa eöa leiöast. Þær hafa aldreí gifzt. Báðar hafa þær stundaö kennslu og báöar hafa þær fórnaö félagsmálum i pláss- inu miklum tima. Þegar Guölaug lét af starfi gæzlumanns barna-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.