Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 34

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 34
Hann þakkaði mér hrósið, álvarlegur á svip. „Faðir minn vann á Lissabon- flugvelli áður en hann dó. Hann kenndi mér,” sagði hann og ég spurði hann hvort hann byggi i borginni. Hann veifaði hendinni i áttina • aö ibúðahverfunum. ,,Ég bý hjá móður minni. Ég á margar systur og marga bræður”. Hann taldi á fingrunum fyrir okkur. „Mária, Josa, Filomena, Jose Anronio, Amalia og ég er Manuel.” Hann hló og við hlógum meö honum. Annað var ómögulegt. Það var eitthvað barnslega ein- falt við hann og áhrifin af likjörn- um fengu mig til þess að bjóðast til að kaupa handa honum drykk. Hann afþakkaði það af meðfæddri háttvisi og lét sér nægja að sötra svart kaffið, sem þjónninn hafði fært honum. Ég býst við að Edna hefði litiö á hegðun mina sem ósæmilegt dað- ur, en mér stóð á sama. Ég skemmti mér reglulega vel og það var ekki fyrr en við fórum og hann stóð upp til þess að bjóða okkur góða nótt, að ég áttaði mig á þvi, að Lára hafði ekki sagt eitt einasta orð við hann. begar við fórum upp i hótellyft- unni, sá ég á svip hennar, að hún hafði skemmt sér vel á sinn þögula hátt. Ég vissi lika að hún myndi ekki minnast á Manuel við, móður sina. Þegar hún sagðist ekki ætla að liggja með henni I sólbaði morguninn eftir, fannst mér eins og ég hefði unnið ofurlft- inn sigur. Lára var ekki eins ofur- seld vilja móður sinnar og ég hafði haldið. Niðri á ströndinni voru fiski- mennirnir að flokka afla sinn I sandinum. Nokkrir höfðu þegar lokið flokkuninni og unnu kapp- samlega við að bæta netin spöl- korn frá. Meðal þeirra var Manuel. Fallegt andlit hans varö allt að einu brosi, þegar hann sá okkur koma og þegar Lára settist i sandinn hjá honum og fóf að hjálpa honum að bæta netið, laumaðist ég i burtu. Ég tek guð til vitnis, að ég ætl- aði ekki að gera henni neitt illt. Mér var orðið hlýtt til hennar og ég sagði seinna við sjálfa mig, að það hafi verið af þvi að ég gat ekki horft upp á hana missa af lif- inu. Það vakti mér ánægju og ugg i senn, þegar hún sagði mér siöar um daginn, að hún ætlaði að hitta manuel um kvöldið. Edna dró enga dul á, hvað henni fannst um það. „Ég sagði henni að hún væri fffl, en hún hlustaði ekki á mig. Ég hef áhyggjur af henni”. Sjálf var ég ekki of viss i minni sök, þótt að ég væri að reyna að sannfæra Ednu. „Ég er viss um, að hann er hættulaus og Lára er enginn krakki. Hefur hún aldrei veriö með piltum?” Edna leit á mig undrandi og skelkuð. Augnaumgerðin var öll málðuð heiðblá. „Lára hefur aldrei haft neinn áhuga á svo- leiðis og það hefur aldrei neinn karlmaður sýnt henni áhuga og auk þess, ef nokkuð er að marka það sem hún segir, þá er hann fiskimaöur, venjulegur útlendur fiskimaður”. Það erum við sem erum útlend- ingarnir”. Edna snökti. „Þaö er ekki henni likt að óhlýðnast mér.” Ég fann til örlitillar sektar- kenndar og fannst ég bera ábyrgðina á þessu ævintýri að nokkru leyti svo ég lá i sólbaði með Ednu það sem eftir var dags- ins. Ég reyndi að dreifa huga hennar. Þetta sama kvöld var dansleik- ur f samkomusal hótelsins og! hjónin tvö frá Solihull buðu okkur að slást i hópinn með sér. Ég kenndi stings i brjóstinu þegar ég gekk yfir dansgólfið, sem var lýst upp af marglitum ljósum. Aldrei hefði ég saknað mannsins mins eins mikið. Lára var úti með Manuel — úti i hlýrri dimmri nóttinni. Ég minnti sjálfa mig á að hún var greind stúlka og enginn hætta væri á að hún gætti sin ekki. Ég minntist þess, hve sæl hún var þegar hún fór á fund hans um kvöldið og eitt andartak fylftist ég afbrýðisemi i hennar garö. Lára d.eildi herbergi með móður sinni og ég var að búa um rúmið, þegar barið var að dyrum og Edna kom inn. Hún gerði sér það til erindis aö fá lánað nætur- krem. „Hún er komin”, sagði hún, „og hún hefur lagst meðhonum. Ég sé þaö á henni. Ég sagði henni, aö hún væri kjáni og veiztu hverju hún svaraði?” Mig langaöi ekki til aö vita,. hverju Lára haföi svaraö. Ég furðaði mig á skynsemisskorti móður hennar, en þaö var engin leið að stöðva Ednu. „Auðmýktu mig ekki mamma. Það sagði hún”. Löngu eftir að hún fór, löðrarrdi i kremi, lá ég vakandi og sá vesl- ings Láru fyrir mér. Móöir henn- ar hafði traðkað á viðkvæmustu og heilögustu tilfinningum henn- ar. Þessa nótt grét ég i koddann minn, en þau tár voru ekki felld vegna sjálfrar min. Manuel hætti að stunda véið- arnar og hann og Lára voru sam- an öllum stundum og ég sá hvaö henni leið. Hún var hamingju- söm, en kveið ósegjanlega fyrir kveðjustundinni. Hún sagði okkur ekkert, en einu sinni sá ég þau standa niður við höfnina. Þau virtust eiga harla fátt sameiginlegt. Lára var ósmekklega klædd og langt frá þvi að vera aðlaðandi, en Manuel grannur og spengilegur. Hann horfði samt á hana með aödáun og hlustaði á það sem hún var að segja. Hún hélt áfram að vera jafn þegjandaleg við okkur og þegar við vorum á leiðinni á flugvöllinn siöasta daginn, fór svo litið fyrir henni, að mér stóð ógn af þvl. Edna og ég gáfum hvor annarri heimilisföng okkar og lofuðum að skrifa. Ég missti sjónar á þeim I látunum við aö komast I gegnum tollinn. Eldri sonur minn og kona hans voru á flugvellinum til þess að taka á móti mér. Ég vissi aö ég var komin heim aftur og var fegin þvi. Edna og ég skrifuðumst ekki á. Við vissum báðar mæta vel, aö við áttum ekkert sameiginlegt, þó aö við heföum umgengizt mikið i þessar tvær vikur. Ég sankaði að mér nýjum verk- efnum. Ég fór á kvöldnámskeið I portúgölsku og leirkerasmíði. Ég sat hjá barnabörnunum á kvöldin og ef ég vaknaði fálmandi i hjóna- rúminu á nóttinni, þurfti enginn að vita það. Um jólaleytið kom bréfið. Rithönd Ednu var eins og. hún var sjálf, stórkarlaleg án þess að vera ljót og mjög örugg. Lára bjó I London og var gift — Manuel. Þau bjuggu I einu herbergi I Earls Court og Edna kvaðst mundu veröa mjög fegin, ef ég færi að heimsækja þau. Hún var þess fullviss, aö þetta væru hræðileg mistök. Manuel vann á veitingahúsi á kvöldin og Lára kenndi i einhverj- um „lélegum skóla'. Edna sagðist vera mest hissa á hvað þaö dræg- ist, að Lára birtist aftúr i Manchester, reiðubúin að játa að hún hefði gert ægilegt glappaskot. Ég fylltist forvitni, svo mikilli aö ég ákvað að fara og heimsækja þau. Ég þekkti þetta hverfi i London með öllum gráu götunum og ömurlegu húsunum og hugsun- •in um feimna bliölynda stúlku eins og Láru þar, var ekki upp- örvandi. Daginn eftir fór ég með troð- fullri neöanjarðarbrautinni út I' Earls Court og gekk næstum endalausa götu áður en ég fann rétt hús. Herbergið var á fimmtu hæð. Stigarnir voru ekki teppalagöir og eldunarþefur barst frá öllum dyrum sem ég fór fram hjá. Dyrnar opnuðust um leið og ég bankaöi'Manuel stóð i gættinni. í fyrstu hélt ég að hann þekkti mig ekki aftur, en svo brosti- hann ánægjulega. „Madame! En hvað er gaman að sjá þig. Lára kemur rétt strax heim. Komdu inn. Það er farið að rigna. Komdu inn og seztu”. Herbergiö leit hræðilega út. Rúmið stóð I einu horninu og æva- forn eldavél við einn vegginn. Það sauð i potti á henni og hitinn var þjakandi. Manuel gekk að elda- vélinni og hrærði i pottinum. „Ég elda alltaf matinn”, sagði hann. „Aður en ég fer til vinnu.” „Hann sneri imynduðum bakka yfir höfði sér. „Ég er þjónn, skil- uröu?” Ég skildi hann allt of vel. Ég sá hann fyrir mér ganga um béjna i troðfullu veitingahúsi. Ég sá hann berjast við að halda jafnvaégi á bakkanum meðan dökkur hörundslitur hans fölnaði og hann sjálfur gugnaði. Og ég minntist hans eins og hann hafði verið á ströndinni. Ég sá sólina skina á hann þar sem hann sat og hnýtti netin. Manuel lagði á bo^ðið og þegar ég sagðist ekki vilja borða, virtist honum misboðið. „Stanzlaus rigning”, sagði hann um leið og dyrnar opnuðust og Lára kom inn. Kápan hennar var blaut af vætunni og hún hélt á innkaupatösku I hendinni. Hún sá mig ekki strax, þvi að ég sneri baki i dyrnar. Hún lét pinkl- ana detta á gólfiö og hljóp beint i fangið á Manuel. Hann tók blið- lega um höfuð hennar og kyssti hana og ég heyröi hann hvisla: „Amo-te” og þó ég hefði ékki kunnað orð I portugölsku, hefði ég samt vitað að hann var að segja henni að hann elskaöi hana. Hann sneri sér að mér, ekki vitund vandræðalegur, og sagði: „Við höfum svo litinn tima sam- an, aö ég segi þetta alltaf’við hana um leið og hún kemur heim úr vinnunni”. Ég stóö upp og rétti Láru hönd- ina. „Lára”, sagöi ég. „En hvaö þú litur vel út. Mér finnst svo gaman að sjá, hvaö þið eruð ham- ingjusöm”. Og ég meinti hvert orð af þvi sem ég sagði. Lára var gjörbreytt. Undir- lægjusvipurinn og hlutleysiö var horfið. Háriö þyrlaðist enn ógreitt um höfuðið og -hún notaði engin* ■ fegrunarlyf, en þegar ég sá hvernig Manuel horfði á hana, skildi ég allt til hlitar. Ég sjálf er ekki sérlega aðlað- andi i útliti, er ólánlega vaxin og þaö rétt grillur i augun á mér bak við þykk gleraugun. Samt var það einmitt svona sem maðurinn minn hafði alltaf horft á mig. Og loksins rann upp fyrir mér ljós. HRAÐFERÐ... ______________ Frh. af bls. 33 framt lýstu þau yfir stofnun nýs rikis, Nutopia, og sögðu einnig að papplrsþurrkurnar væru þjóðfáni 34 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.