Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 19

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 19
vafningsjurtirnar mynda laufþak yfir honum og þess vegna er baöið svalandi og heilnæmt. Annars getur verið hættulegt að baða sig i vötnunum i Kenya. t pyttum, þar sem ekkert rennsli er, þrifast sýklar, sem valda inn- vortis sjúkdómum, afar vel. En i læknum, sem ég baðaði mig i, var tiltölulega litil hætta á sliku. Sitjandi i svölum straumi vatnsíns hreinsaði ég tennurnar meö tannpinna, tuggði hann og núði honum við tennurnar þangað til tannholdið og kjálkarnir þoldu varla meira. Svona tannpinni endist i nokkrar vikur. Þá v'erður maður að henda honum, brjóta sér nýjan og tyggja hann til. 1 fyrstu gat ég ekki gert þetta sjálf, en Dolly hjálpaði mér við það. Margt annað nytsamlegt hef ég lært. Núna kann ég til dæmis að velja mýkstu og beztu blöðin til þess að nota i stað salernispapp- irs og hvernig maður notar jurta- safa á sár til að fá þau til að gróa. 3. Onyngo og Ogenya gripu maurana með fingrunum og stungu þeim beint upp í sig. Allir mötuöust meö fingrunum Enn hefur það ekki gerzt, aö ég hafi þurft að sitja og borða ein- sömul. Máltiðin hófst með því að ég gekk á milli allra með vatnsfat, sápur og handklæði til þess að gestirnir gætu þvegið sér um hendurnar. Svo setti ég stórt fat með ugali, baunum og hris- grjónum i miðjunni og kjötjafn- ingi utan með á milli okkar. Annars var ekki þörf. Allir tóku matinn með fingrunum af sama fatinu. Smám saman lærði ég lika að borða á þennan hátt. Umræddan dag fengum við maura i forrétt, nýsteikta beint af pönnunni. Þeir voru alls ekki slæmir á bragðið. Þegar máltiðinni er lokið, er myrkrið skollið á. Næturfuglarnir fara á ról og eldflugurnar dansa milli trjánna. Kliðurinn i læknum berst til eyrna i kvöldkyrrðinni. Þetta eru beztu stundir dagsins. Ég hita siöustu kastarholuna af vatni, áður en kolaeldurinn slokknar og blanda vatn i kvöld- baðið i stóran bala, sem ég læt standa úti fyrir kofanum. Lona varar mig við þvi að baða mig úti á kvöldin. Hún hefur séð hlébarðahjón á hverjum morgni alla vikuna, þegar hún hefur sótt vatnið. En ég skil dyrnar á kofanum eftir opnar og vona, að lampa- ljósið, sem leggur út i dimmuna, haldi hlébörðunum i hæfilegri fjarlægð. Það er svo dásamlega friðsælt að sitja i baðinu og fylgja eldflug- unum eftir með augunum. Fara svo inn i hlýjan kofann, lesa ofur- litla stund, fá sér kannski tesopa. Finna svo svefninn ná smám saman tökum á sér á meðan glóðin kólnar i eldstæðinu og vindurinn frá fjallinu Ngui, sem regnið kemur frá, blæs allt i kringum kofann. A morgnana vakna ég við fuglasöng og sólina, sem skin inn um rifurnar á bambushurðinni. Ég byrja daginn með baði i læknum. Krónur trjánna og kuðust vel Strútsegg í loftinu Einn daginn fékk ég að fara með Onyango til Nikanor Oyugi, höfðingja eða konungs héraðsins. Luorarnir velja sér leiðtoga eftir þvi hverjir eru færastir um að lægja miskliðaröldur og jafna ágreining og þess vegna kemur það aldrei fyrir, að sögn Ony- angos, að einhver verði foringi án þess að verðskulda það. Heimili Nikarors konungs var fallegasta heimili, sem ég hef séð. A vegginn voru máluð kynjadýr og við hlið þeirra héngu húðir veiðidýra og leirgólfið var mynztrað eftir sópinn. Úr loftinu hékk griðarstórt strútsegg, tákn eilifðarinnar, og i einu horninu stóð veiðispjót kóngsins. Ég naut þessara heimsókna til gamalla, viturra manna, naut þess að hlusta á þá segja frá þvi, þegar þeir voru ungir og að fá tækifæri til þess að skrifa niður það sem þeir höfðu að segja, áður en þeir hverfa að eilifu. Við heimsóttum meðal annars Awili Otin, meðlim elzta ráðsins. • Awili tók hátiðlega á móti okkur, klæddur i viðhafnarbúning sinn og með höfuðskraut úr svart- flekkóttu skinni colobussapans. Við sátum allan daginn og skrif- uðum það, sem hann sagði okkur um siðvenjur Luoættbálksins. Það finnast enn staðir i Kenya, þar sem fókið býr i einangruðu fjölskyldusamfélagi, þar sem hver hefur skýrt afmarkað og ákveðiö hlutverk, sem ákvarðást af aldri hans og hver staða honum er frá upphafi ákveðin i fjölskyld- unni. Konan gerir sér grein fyrir veröleikum sínum Að sjálfsögðu var ég fyrirfram viss um, að afriska konan hefði verið kúguð öldum saman. Sannast að segja hef ég ekki enn hitt neina Luokonu, sem viröist vera undirokuð. 1 fljótu bragði minnir staða þeirra á sænsku bændakonurnar, þar sem bæði' hjónin hjálpast að við búskapinn og húsfreyjan gerir sér grein fyrir verðleikum sinum. Aftur á móti sagði Awili, að kona gæti aldrei oröiö meðlimur elzta ráðsins, hversu gömul og vitur sem hún annars væri. Ég gat e.kki dregið út úr honum hvers vegn'a kona gæti það ekki. Að visu sagöi hann, að þetta hefði alltaf verið svona, þetta væru lög for- feðranna. Það varð ég að láta mér nægja. — En þú skalt ekki reyna að telja mér trú um, aö evrópskar konur séu nokkra vitund valda- meiri en Luokonurnar, sagði Onyango viö mig á eftir. f borg- unum gæti ég trúað, að fjöldi þeirra kvenna, sem hafa afskipti Framhald á bls. 31 31.TBL.VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.