Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 31

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 31
MAURARNIR SMÓKKUÐUST VEI— Frh. af bls. 19 af stjórnmálum og skiþa æðri em- bætti, sé álika mikill og hjá okk- ur. Og ef þú spyrð evrópskan mann að þvi, hvaða álit hann hafi á kvennastjórn, geturðu reitt þig á að munurinn á honum og afrisk- um kynbróður hans er ekki svo ýkja mikill. Smám saman fórum við að ræða fjölkvæni, kosti þess og galla. Awili og Onyango voru sam- mála um, að það kæmi varla nokkurn tima fyrir, að Luokon- urnar yrðu afbrýðisamar i garð hver annarrar. — Vegna þess að fjölkvæni er viðurkennt form hjúskapar, finnst engri konu hún vera auð- mýkt þó að eiginmaður hennar sé kvæntur fleiri konum. Afbrýði- semi er að miklum hluta stolt. Konurnar hafa hver sitt hús og þess vegna þurfa þær ekki að deila um húshaldið . Allir hjálpast að við vinnuna á ökrunum, sem væri allt of erfið fyrir eina konu og börn hennar. Þeir færðu óneitanlega mörg sterk rök fyrir þvi, að fjölkvæni ætti rétt á sér. En ég hafði áður rætt um fjölkvæni við Doly, systur Onyangos, og vissi þess vegna, að málið er ekki eins ein- falt og karlmennirnir vildu vera láta. En það er þó alls ekki vist, að einkvænið sé neitt öruggara til þess að skapa heimilishamingju. Awili fullvissaði mig lika um, að húsbóndinn vitjar kvenna sinna 3-4 nætur i einu og að kon- urnar skiptast á um að matreiða handa bónda sinurrt.' En karlmaðurinn þarf ekki alltaf að eiga frumkvæðið. — 1 húsi eiginmannsins er sér- stakur stóll og þegar einhver kvennanna óskar eftir þvi, að maki hennar heimsæki hana, laumast hún inn i hús hans til þess að sækja stólinn. £egar maöurinn kemur heim og sér, að stóllinn er horfinn, gerir hann sér erindi i hús allra eiginkvenna sinna til þess að sjá hver þeirra Kefur tekið stólinn. Snákurinn heilagi var rekinn út Einn daginn fórum við i helli regnsnáksins, þar sem fjöldinn allur af leðurblökum kom á móti okkur, þegar við skáskutum okkur á milli steinanna við hellis- munnann. — Fyrir fáeinum árum báðu menn regnsnákinn Nyakoj lim hjálp, ef ekki rigndi, sagði gamall maður, sem bjó i grennd við hellinn. Og það var sagt, að Nyakoj væri svo stór, að þegar hann lyfti höfðinu, glefsaði hann i skýin með kjaftinum og það byrjaði að rigna. En fyrir áhirf kristninnar hafði snákurinn verið rekinn út úr hellinum og tilraun verið gerð til þess að drepa hann. Svo voru trúartáknin, sem geymd höfðu verið i hellinum öldum saman, eyðilögð. Leirker voru brotin, spjót og skildir borin á eld. Loks drápu þeir lika hanann, sem hélt vörð um munnann. — Þó er sagt, að Nyakoj lifi enn og til er fólk, sem hefur séð hann, bætti gamli maðurinn við. Ef til vill deyr hann aldrei. Þvi lengur sem ég dvaldist i bænum, þeim mun betur kunni ég við mig i þessum heimi tákna og sagna og þessu nábýli við jörðina. Afrikubúar telja allt hafa sál. Himinninn er maður, sólin auga hans og regnið sæði hans, sem frjóvgar jörðina. Allt er lifandi hluti guðs og lýtur honum. Siðasta daginn, sem ég dvaldist i bænum, var mér ekki rótt, þó að Lona gerði allt sem hún gat til þess að dreifa huga minum. — Næsta ár, sagði hún, skal ég kenna þér að matreiða fleiri rétti og segja þér margar sögur til við- bótar. Þá geturðu kannski fylgzt með i dansinum, ef þú æfir þig almennilega og hættir að blanda evrópskum dansi saman við. Ég læt samt ekki huggast. Bærinn er orðinn að heimili minu og ég vil ekki fara þaðan. Um kvöldið segi ég i gamni við Lonu, að ef hlébarðarnir gripi mig um nóttina, eigi hún að láta grafa mig undir kofanum minum svo að ég fái að vera þar um eilifð. En Lona hristir höfuðið alvar- leg á svip. — Nei, segir hún, það geri ég ekki. Manneskjan hlýtur alltaf að hverfa aftur til uppruna sins. Þegar þú deyrð, fer andi þinn aftur heim. Og svo lengi sem nokkur man nafn þitt, mun rödd þin heyrast hvisla i laufkrónum trjánna utan við bernskuheimi1'. þitt. ÁGÚST ER MAhfUÐUR ASTARINNAR... Frh. af bls. 12 vera viss og það lék enginn vafi á þvi að hann var úr plasti. Ég gekk inn fyrir og þarna var kráin. Teppið, barinn, borðin og stólarnir. Kátur knæpueigandi á skyrtunni og ljóshærð eiginkona hans aö afgreiða gestina. Allt var hábrezkt og ég heyröi að kona gestgjafans talaði með sterkum Yorksþirehreimi. Við kvöldverðarborðið sagði ég við Ednu, að hún yrði að koma á þessa krá. „Allt i lagi,” sagði Edna. „Það sakar ekki aö viö kikjum þar inn.” Hún talaði fyrir þær báðar eins og hún var vön. Svo lyfti hún öðrum handleggnum, sem þegar var orðinn súkkulaðibrúnn. „Þrir dagar i viðbót og þá verður kom- inn ágætis litur á mig. Lára er eins og maðurinn minn sálugi. Hann gat ekki orðið sólbrúnn, veslingurinn, sama hvernig hann lagði sig fram um það.” Siddin á kjólnum, sem Lára var i þetta kvöld, var ósmekkleg og liturinn hlutlaus. Hún virtist ekki þora að klæðast liflegum litum og ég tók eftir þvi, að hún glápti á stúlku sem við mættum. Stúlkan var hávaxin með sitt svart hár og i grænum siðum kvöldkjól. Hún var blátt áfram glæsileg. „Þig myndi klæða svona kjóll ágætlega”, sagði ég viö Láru á leiðinni yfir torgið, en hún hristi bara höfuðið. „Lára hefur engan áhuga á föt- um”, sagði Edna. Ég fann reiði- bylgju fara um mig og mundi þá eftir þvi, að það var i fyrsta skipti siðan maðurinn minn dó, en ég sagði ekkert. Piccadillykráin var yfirfull af skemmtiferðafólki, aðallega frá hótelinu okkar, og hún hefði getað verið hvaða krá i Englandi sem var. Konurnar sátu hjá mönnum sinum. Þær voru flestar klæddar flegnum kjólum til þess að sýna brúna litinn, sem þær höfðu feng- ið á hálsinn. Kona knæpueigand- ans hljóp á milli borðanna meö bjórglös og vinstaup. Hefði Ednu ekki notið við, hefði mér fundizt ég vera utangarðs, og ég vár fegin að hafa ekki sagt neitt. En mér þótti leiðinlegt, að Lára skyldi velja hornsæti, þar sem hún var falin bak við viðar- þil. Þernan kom að borðinu og tók við pöntunum okkar um leið og hún spuröi hvort við vildum lesa Daily Express frá i gær. Edna tók við blaðinu og fletti strax upp á veðurfréttunum. Þar stó að hitabylgja gengi yfir England og Edna f jasaði heilmikið um að óþarfi heföi verið aö hendast alla þessa leið til þess að komast i sól, þegar sólin hefði skinið allan tim- ann heima. Meðan hún rausaði, horfðum við Lára glettnislega hvor á aðra. Miðaldra maður vék sér að okkur og spuröi hvort hann mætti lita á iþróttasiðuna i blaðinu. Edna rétti honum blaðið með tilgerðar- legu brosi og konan hans spurði, hvort hún byggi i Solihull. „Nei, ég bý i Manchester, en systir min er búsett i Solihull. Það segja allir, að við séum mjög lik- ar”, fræddi Edna hana og áður en við vissum af vorum við teknar i hópinn. Það kom á daginn, aþ frúin og systir Ednu voru saman i liknar- félagi og heilmiklar umræður um hvað heimurinn væri litill. Edna og konan ,sem þekkti systur hennar, héldu áfram aö tala saman, mennirnir gleymdu sér yfir iþróttasiðunum, Lára var niðursokkin i eigin hugsanir og ég sat þarna þögul, haldinn þeirri einmanakennd, sem maður finn- ur hvergi fyrir, nema innan um fólk og vitandi það, að kannski ætti þcssi einmanaleiki eftir að fylgja mér það sem ég ætti eftir ólifað. Likt og ósjálfrátt, hallaði ég mér allt i einu fram yfir borðið og hvislaði að Láru: „Eigum við að fara?” Og mér til undrunar kink- aði hún kolli. Ég sagði Ednu, að við værum að fara og hún gerði enga athugasemd við það. „Nú er mamma ánægð”, sagði Lára þegar við stóðum úti á dimmri götunni. „Henni finnst hún vera heima úr þvi að hún hef- ur hitt Englendinga. Hún er ekk- ert of hrifin af útlöndum eftir sólarlag.” Það örlaðí ekki á biturleika i rödd hennar og ég varð gripin ástúð gagnvart þessari einkenni- legu, einmana stúlku og hefði lagt handlegginn utan um hana, hefði ég verið sú manngerð. Við gengum hægt framhjá læst- um húsunum i götunni og þegar við komum að flóðlýstu hótelinu, greip mig löngun til þess að vera lengur úti. Ég benti i átt til hafnarinnar. „Sérðu ljósin þarna? Eigum við að ganga þangað og litast svolitið um?” Hún sá strax hvað mér leið. „Sennilega er þarna annar bar. Gættu bara að fingrunum á þér, þvi að trúlega er kaktusinn þar ekki úr plasti”. Ahyggjur voru ástæðulausar. Þessi bar var litill og heimilisleg- ur. Gólfið var steinlagt og á þvi stóðu kringlótt borð. Við vorum svo heppnar að eitt þeirra var laust. Við pöntuðum kaffi og sterkan likjör. Lára leit i kringum sig og ég vissi að henni þótti þetta ekki siö- ur gaman en mér. Um leið og okkur var færður likjörinn, kom Manuel inn. Hreyfingar hans voru katt- mjúkar og öruggar og ég gat mér þess til, að hann væri 23ja ára. Hann var i upplituðum galla- buxum og aðskorinni skyrtu og ég tók eftir þvi, að hann bar silfur- kross um hálsinn. Þegar hann hafði skipzt á nokkrum oröum við þjóninn á barnum, gekk hann beint að borðinu til okkar. „Má ég sitja hér, madame?” spurði hann mig. Ég brosti og sagði: „Auðvitað.” Um leið sá ég blóðið þjóta fram i kinnar Láru og sárvorkenndi henni. Vegna þess að ég vildi að hún hefði einhvers að minnast úr Portúgalsferðinni, fór ég að tala við piltinn og hrósa honum fyrir enskukunnáttuna. Framhald á bls. 34 31. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.