Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 22
svo miður sin, að hún vildi fara i burtu. Henni fannst þetta vera sér að kenna, en þetta var algert slys. Það gat enginn ásakað hana. Ja, jafnvel Ernest bað hana um að vera um kyrrt. Við þögðum um stund og Charles sýndi engin merki þess, að hann vildi halda samtalinu áfram. — Mér datt eitt i hug, sagöi ég. — Er nokkur læknir þarna i grenndinni? Ég verð aö fara til læknis. — Já, við höfum góðan heimilislækni , doktór Haab. Hann hefir verið læknir okkar i mörgár. Þér likar ábyggilega vel við hann. Joan fer til sérfræðings i New York, Raab fannst það skynsamlegra, þar sem hún hafði orðið fyrir þessum áföllum áður. Þessi maður var alveg stór- kostlegur, hann var búinn að finna lausn á öllum málum, um leið og ég bryddaði upp á þeim. Þessi Joan hlaut að vera ham- ingjusöm i sambúð við slikan mann. Mér datt i hug bréfið, sem ég hafði skrifað Jed og tárin komu fram i augu min. En ég fór ekki að gráta og það var Charles að þakka. Ég. var fegin að stoltiö varð yfirsterkara. Ég lokaði aug- unum og hallaði mér aftur á baki i þægilegu sætinu, hálfdottaði við murrið i vélinni. Með hálflokuöum augum sá ég griðarstóra hliðstólpa. Hávaxin tré mynduðu göng upp að húsinu og köstuðu draugalegum skugga á veginn i billjósinu. Og svo kom húsiöiljós,stórtog tignarlegt. Þá vorum við komin á leiðarenda, þetta var Sanders Hall! ' Ég man ekki ljóst hvernig komu mina bar að, eða frá min- um fyrstu kynnum af fjölskyld- unni. Ég varð fyrir svo margs- konar áhrifum, sá svo margt fólk, sem ég þurfti að heilsa, að ég gat ekki komið þvi vel fyrir mig, fýrr en viö miðdegisverðarboröiö. Eftir matinn drukkum viö kaffi inni I bókastofunni, þar sem við sátum i smáhópum. Charles og Walter, eiginmaöur Frances, töl- uðu um viðskipti. Walter var stór og þreklegur maöur, mjög elsku- legur i framkomu. Joan var litil og grönn með sérstaklega falleg augu. Ég varð strax hrifin af henni og það leit út fyrir að það væri gagnkvæmt. Frances var stórvaxin kona og alveg laus við kvenlegan þokka og geröi greini- lega ekkert til að bæta það upp. Hún virtist ver-a ennþá stærri við hlið föður sins, sem var orðinn rýr og hokinn og sat i hjólastól. Sam, þjónninn, sem var allt-i-öllu fyrir gamla manninn, barokkurkaffið, þegar ég fann að einhver var að virða mig fyrir sér. Ég leit upp og náði þvi að sjá hatursfullt augnaráð úr dökkum augum, áður en maðurinn sneri við mér baki. Hann var nýkominn inn og fór að tala við Frances, Þetta hlaut að vera Ernest. Joan, sem lika haföi tekið eftir augnaráði hans, sagði lágt: — Ég býst við að Charles hafi verið búinn að segja þér frá Ernest! Walter virtist finna það á sér að eitthvað hafði skeö, þvi að hann sneri sér að Charles, sagöi eitt- hvað við hann og kom svo til okk- ar. — Þér megið ekki taka þessu illa, ungfrú Holland, Ernest er ekki reglulega með sjálfum sér þessa stundina. — Ég skil, sagði ég. — Charles sagði mér frá slysinu. Það hlýtur að vera hræðilegt að missa barnið sitt á þennan hátt. Kallið mig heldur Anne, mér þykir það þægi- legra. Ég er reyndar gift, þótt það skipti ekki svo miklu máli með titla. — Fyrirgefið mér, sagði Walter og var dálitið undrandi á svip. — Mér heyrðist Charles kynna yður sem ungfrú Holland. — Það skiptir ekki máli, sagði ég. — Mér finnst það kannski skemmtilegra fyrir barnið, sem ég geng með, að foreldrar þess hafi veriö gift, hvers virði sem þaö nú er. Walter hló og\Joan brosti. Frances leit upp, þegar hún heyrði mann sinn hlæja. Hann benti henni að koma. — Charles er stórkostlegur, sagði Walter hlæjandi. — Veiztu hvað, Anne, þegar Charles sagðist ætla að fara til borgarinn- ar og ráða hingað konu, sem sjálf ætti von á barni, til að vera Joan til afþreyingar’, þá hélt ég að það væri ekki auðvelt. Og svo kemur hann rétt um hæl með þig. Það er háskalegt að vanmeta Charles. — Charles er eins og pabbi, sagði Frances. — Hann er þrár og kaldur og hann greindur. Ég öfunda hann aðeins af greindinni. Það hef ég alltaf gert. Það verður annars skemmtilegt að hafa þig hér hjá okkur. Einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni, að hún hafði ætl- að aðsegja allt annað. En.þaö var kannski imyndun. Þau buðu góða nótt, eitt af öðru. Ég var þreytt, en ég kunni ekki við að ýta við Joan. Charles var horfinn. Kaffibollinn minn var tómur.og ég stóö upp, til að fá mér meira kaffi, en svo stóð Ernest skyndilega við hlið mér. — Viljið þér meira kaffi? Ég horfði undrandi á hann. Ég hafði ekki búizt við neinni athygli af hans hálfu, en ég rétti honum bollann minn og tók svö við hon- um barmafullum. Hann stóð kyrr fyrir framan mig og ég reyndi að láta mér detta eitthvað i hug til að segja við hann. Maður- inn var svo kuldalegur, að ég kom ekki upp nokkru orði. — Hversvegna komuö þér hingað? spurði hann snöggt. Ég varð svo undrandi, að ég fór að stama. — Ég . . . mér var boðin vinna . — Hversvegna hér? — Hversvegna ekki? Ég horfði þrjózkulega á hann á móti. Hann svaraði ekki, en hélt áfram að stara á mig. Það var eins og hann væri að leita ein- hvers i svip minum og svo sagði hann, jafn snöggt og áður: — Hafið þér þekkt Charles lengi? Framhald á bls. 41 22 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.