Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 39

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 39
skrifaði bara fyrir sjálfan mig, en svo kom sá dagur, að ég sann- færðist um, að það form sem ætti bezt við mig væri leikritið og leik- húsið. — Er ekki leikritið erfitt form tjáningar? — Leikritið er á ýmsan hátt snúiö form. Sá, sem skrifar skáldsögu getur endalaust veriö að lýsa umhverfinu, sólarlaginu eða öskutunnunum. . . Hann getur veriö að segja hugsanir sinar og söguhetjanna eða að útskýra af hverju þetta gerist svona og hitt hinsegin. Sá sem skrifar leikrit er með hið nakta talaða orð. Það er hvorki staöur né stimd fyrir út- skýringar. Persónurnar á sviðinu verða að bera með sér hvað er að gerast, en það kemur enginn sögumaöur og útskýrir i leikriti sem rennur á fjölunum. Leikrit er ekki eins og skáldsaga: Þú ert á siðu 50 og skilur ekki eitthvað þar, þá er hægöarleikur fyrir þig að fletta upp á siðu 20 og athuga samhengið. Slikt gerist ekki I leikriti! Leikrit er i raun og veru eitt frjálsasta og um leið bundn- asta form sem til er. — Er leikrit söluvara? — Leikrit er og verður sölu- vara. Leikrit er á vissan hátt iðn- aöur engu siður en kvikmyndir. En þessi iðnaður er um leiö skap- andi. Hann er listrænn og upprun- inn i trúarathöfnum: særingunni. — Hvað er leikhús? — Ég var einu sinni á fyrir- lestri hjá Ingmar Bergman. Þar var fjöldi háskólamanna, sem voru að ræða við hann, og þeir komu meö langar útskýringar á uppsetningum hans. Þá segir Ing- mar Bergman: Ég er orðinn svo hundleiður á öllum þessu stóru löngu orðum. Fyrir mér er leik- hús aðeins eitt: Leikhús er fyrst og fremst áhorfendur, eöa öllu heldur hugmyndaflug áhorfand- ans. Viö létum þetta nægja um leik- rit og leikhús og vikum talinu að hinum geysivinsæla útvarps- þætti, Matthildi, sem Hrafn stjórnar og semur ásamt Þórarni Eldjárn og Davið Oddssyni. — Þóröur Breiðfjörð er náttúr- lega svo hörundssár, að ég veit ekki hvað ég má segja mikið. Þóröur er við nám i lífeðlisfræði I Þýzkalandi sem stendur. Hann var hér lengi við guðfræöinám, en hætti við þaö og fór i tannlækning- ar, en hætti við það lika og fór i lifeðlisfræöi i Þýzkalandi. — Er Þóröur til? — Hvað er til? Er Páll Heiðar til eða Vigdis Finnboga? — Þórð- ur vann um tima hjá slökkviliöinu i Hafnarfiröi, en var rekinn fyrir aö stela kexi. Annars hefur hann veriö ofsóttur svo mikið að mér er meinilla viö aö leggjast þar á sama plóginn. Meðal annars héldu menn þvi fram um tima, aö Þórður væri dönsk hafmey, en Gúmmíbátar Orvalið er mest í langstœrstu sportvöruverzlun landsins ★ 6 ★ 5 gerðir ★ Þar af þrjár gerðir fyrir utanborðsmótor ★ Björgunarvesti (verðið mjög gott) Póstsendum SPORTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 þar fóru þeir algjörlega villur vegar. Hann er ekki dönsk haf- mey! — En hvað sem öðru liður er einn sá bezti skóli i „dialog” sem ég hefi fengið, samvinna min með þeim Þórarni og Davið. — 1 einum þætti Matthildar um daginn voruð þið eins og svo oft áður með háðska gagnrýni á valdamenn þjóðfélagsins. Þá not- uðuö þið full nöfn þessara manna og gerðuð enga tilraun til að nota þau undir rós. Er ætlunin að halda þvi áfram? — Ég geri siður ráð fyrir þvi. — Hvað eruð þið lengi að vinna hvern þátt? — Viö erum um viku. Byrjum á mánudegi. Vinnum allan mánu- dag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og tökum þáttinn upp á föstudegi. Og iöulega er á mörk- unum að hann sleppi. — Hvað fáið þið mikið greitt fyrir hvern þátt? — Við fáum 5000 krónur hver á þátt. Það er með dýrara efni út- varpsins á útsendingarminútuna, en liklegast það ódýrasta miðað við þá vinnu, sem við leggjum i þessar minútur. — Hvernig gekk platan, sem gefin var út með beztu atriðum Matthildar? — Hún fékk góðar viötökur. Annars verður mér alltaf illt i maganum nú orðið, þegar ég heyri hana spilaða. 1 ráði er að gefa út sérstaka þjóðhátiðarplötu aö ári meö sögulegu efni. — Hvernig vinnið þið þáttinn? — Við gerð þáttanna reynum við að gefa mynd af þvi sem er aö gerast i kringum okkur, reynum að sjá eitthvað spaugilegt við þetta allt saman. — Attu einhver áhugamál fyrir utan skriftir? — Ég er farinn að æfa iþróttir. — Ha, og hvað þá? — Hlaup! 1 allan vetur höfum við Rúnar Gunnarsson kvik- myndatölumaður hitzt kl. 6 á kvöldin i skógi fyrir utan Stokk- hólm og hlaupið 5 kilómetra. Ég léttist um 10 kiló fyrstu tvo mán- uðina. Hrafn hefur keðjureykt meðan ég ræði við hann. Þvi spyr ég hann, hvort honum stórreykinga- manninum gangi ekki illa að æfa hiaup. — Nei, ég reyki ekki! Það er bara núna, meðan ég tala við þig, sem ég fæ mér sigarettu. Ég get mjög auðveldlega setzt niður og meðan ég er að skemmta mér eða tala við góða menn og reykt, en það siðasta sem ég gerði daginn eftir væri að fá mér sigarettu. Ég reyki aldrei við nám eða við vinnu. þvi ég veit, aö ég er ekki eins næmur eftir að hafa reykt sigarettu. — En iþróttirnar? — Ég fyrirleit iþróttir framan af, enda hafðiég vottorð i leikfimi i menntaskóla. En nú hef ég upp- götvað, að til þess að halda and- legu starfsþreki, þarf maður að hafa likamlegt úthald. — Ertu ekki með eitthvað ann- að i smiðum fyrir útvarp? — Jú, ég verð meö þátt á þriöjudagskvöldum i sumar, og tek þá til meðíerðar það sem mér dettur i hug þá stundina. Einnig er ég að vinna með Sigurði Rún- ari Jónssyni að upptöku ljóða- flokks, „Orðlaus yfir undrum orðsins”, sem er nánast öndunar- æfingar fyrir hljóðnema. — Hvaö um framtiðina? Hvað tekur við að loknu námi I vor? — Já, þá stend ég á vegamót- um, og ætli ég reyni ekki að fá vinnu við sjónvarpið eða leikhús- in, — hver veit? GUÐMUNDUR I I ÍÞRÓTTAHÚSINU... Frh. af bls. 11 braut. Þegar hann er kominn á Fitjarnar, kemur Ásbjörn fleng- riðandi á eftir honum. — Eitir á að hyggja, segir Ás- björn. Er það nokkur krókur, þótt þú komir við hjá Norðfjörð. Maðurinn kvað það ekki vera. — Þá máttu skila til hans, að mig vanti menn, hér hafi rekið sel, og ég þurfi aðstoð til að koma honum á þurrt og gera að honum og geta máttu þess, að selurinn er hvitur. Segir ekki af Nesjamanninum, fyrr en hann hittir Norðfjörð. Spurði kaupmaðúrinn, hvort stór- bóndinn i Njarðvik hefði ekki keypt kettina eins og hann visaði honum á. Maðurinn kvað svo ver- ið hafa. — Og gaf hann mikið fyrir þá? Maöurinn sýndi honum stóran matarpoka. Norðfjörð virtist hissa og hafði ekki áhuga á írekara samtali. — Augnablik, Norðfjörð, sagði Nesjabúinn. Ég var rétt búinn að gleyma þvi^ Asbjörn bað mig að senda sér menn til að koma á land sel, sem á fjörur sinar hafði rekið. — Sástu hann? — Nei, ég var kominn út á Fitj- ar, þegar Asbjörn náði mér og sagði jafnframt, að hann væri hvitur. — Hvitur selur. Norðfjörð rak upp stór augu. — Og vertu nú blessaður. Með það fór Nesjamaðurinn út úr búðinni, heim á leið. — Af Norðfjörð er það að segja, að hann hafði alltaf forvitinn ver- ið. Að senda mann til Ásbjarnar stórbóndans i Njarðvik, bar hon- um engin skylda til, en að sjá hvitan sel, það lék honum forvitni á áð sjá. Lét hann þvi söðla hest 31. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.