Vikan

Tölublað

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 45

Vikan - 02.08.1973, Blaðsíða 45
Frances og Walters. Svo opnaöi hann aörar dyr og hleypti mér inn á undan. Ég nam snöggt staöac, svo undrandi varö ég. Ég stóö i anddyri, sem hefði getað heyrt til allt ööru húsi. Þar var bjart, loftgott og aölaöandi, einna likast brúöuhúsi meö ljós- um húsgögnum, fallegu veggfóðri og mjúkum gólfábreiöum. Alls- staöar voru vasar meö litfögrum blóöum. — Þetta er stæling á heimilinu sem við áttum i Kaliforniu, sagöi Joan. — Charles vildi að ég hag- ræddi öllu hér aö eigin geðþótta, svo mér liöi betur hérna. — Þú getur sýnt Anne þetta allt á morgun, sagöi Charles, — sérðu ekki að hún er alveg uppgefin og hana langaö ábyggilega til að komast i rúmiö. Joan gekk á undan inn í her- bergið mitt. Þaö var dásamlegt herbergi, með notalegum glugga- krók, hvitum viðarþiljum og blómaveggfóöri og svo var þar griöarstór himinhvila. Ég hróp- aöi upp yfir mig af ánægju og hrifningu og Joan hló glaölega. Gluggatjöldin voru ekki dregin fyrir og ég gekk út að glugganum. Augu min vöndust fljótt myrkrinu og ég sá trjáþyrpingu, sem ég imyndaöi'mér aö væri völundar- húsiö úr eöalgreni. Þar sem Elizabeth . . . Ég vildi ekki hugsa um þaö. Svo var ég lika hingaö komin til aö hafa ofan af fyrir Joan, en ekki til aö sinna minum hugdettum. Ég sneri mér aö henni og sagöi brosandi: — Þetta er alveg dásamlegt, Joan. Þakka þér kærlega fyrir. Ég vona aö okkur komi vel sam- an, meðan ég dvel hérna. — Það vona ég lika. Ég er fegin aö þú ert komin hingaö. Ég er hálfhrædd viö þetta hús og þennan staö . . . Charles kallaöi frá ganginum: — Þú setur sagt henni þetta allt á morgun, Joan, hún verður aö fá aö hvila sig. Komdu nú! Hún hlýddi og gekk fram aö dyrunum, en svo nam hún staöar og hvislaði lágt: — Komdu þér i burtu héöan! Vertu ekki hér! Þin eigin vegna#,- Anne, komdu þér sem fyrst Þburtu! Ég lokaöi dyrunum aö baki hennar. Hvaö var þaö sem fram fór hér? Hvaö haföi ég komiö mér i? Var ekki skynsamlegast af mér aö koma mér i burtu, eins og Joan haföi ráölagt mér? Jóan gat ábyggilega lánaö mér peninga fyrir farmiöa. Ég átti ekki eyri sjálf. Þaö var drepiö á dyr. Charles stóö fyrir utan. — Helduröu aö þig vanhagi ekki um eitthvaö. Joan getur stundum veriö svo gleymin. — Þakka þér fyrir, en ég hefi allt sem ég þarfnast. Hann leit rannsakandi á mig. — Þú mátt ekki láta Joan gera þig hrædda. Gleymdu ekki hv^rs- vegna þú ert hér. Hann tók hönd mina i báöar sfnar. — Þaö verður allt i lagi, Anne. Ég lofa þvi aö þú skalt ekki þurfa að iðrast eftir aö koma hingaö. Ég veit ekki hvernig ég á aö skýra frá tilfinningum minum, þegar ég stóö þarna og horföi i sorgmædd augu hans. Ég dró höndina hægt til min og gekk eitt skref aftur á bak. — Hafðu engar áhyggjur af mér, Charles, ég veit að ég iörast einskis. Góða nótt. Um nóttina svaf ég vært og draumlaust. Daglegt lif á Sanders Hall gekk sinn vanagang. Joan minntist aldrei þess, sem hún sagði við mig þarna um kvöldiö. Viö drukk- um kaffi hjá Frances og hún blaðraöi mikiö. Hún talaöi um allt og alla, mest um Ernest. Hún hafði mikla óbeit á honum og setti sig ekki úr færi aö rægja hann. Joan reyndi alltaf aö bera i bæti- fláka fyrir hann. Ég lék oft við börnin og stundum leysti ég Amy frá störfum. Það féll henni vel og hún var oft skrafhreyfing við mig. Hún haföi sex ára son sinn með sér á Sanders Hall. Hann var lag- legur og skemmtilegur drengur og Peter, elzti sonur Frances, leit mjög upp til hans. Ég var mjög hrifin af Joan. Mér fannst ég vera sem eldri systir hennar, þóft hún væri eldri en ég. Hún hallaði sér líka mikið aö mér. Viö ræddum um allt milli himins og jarðar, en mest um misheppnaö hjónaband mitt. Hún vildi fá aö vita allt um þaö og reyndi aö skilgreina hversvegna •þaö heföi fariö svona. Þaö se, ég furöaöi mig mest á, var aö hún virtist ekki ánægö yfir þvi aö eiga von á barni.- Ég las allt sem ég komst yfir um meðgöngutimann og meöferö ungbarna og reyndi að vekja áhuga hennar á þvi, en hún fór þá venjulega aö tala um eitthvaö annaö. — Þaö þýöir ekkert fyrir mig aö hugsa um þaö, sagöi hún einu sinni, — þetta fer eins og venju- lega. Ég var hálf feimin yfir þvi hve hraust og glöö ég var, þaö var ekki laust viö að ég skammaðist min. Raab læknir sagöi mér, aö ég væri svo heilbrigö, aö ég þyrfti engar áhyggjur aö hafa, svo ég átti bágt meö að skilja áhyggjur Joan. Ég fór oft i langar gönguferöir meöfram klettunum. Sander Hall lá alveg niöur viö sjóinn og mér fannst dásamlegt aö anda aö mér sjávarloftinu. Joan vildi aldrei kom meö mér, en þaö geröi ekk- ert til min vegna, ég naut þess aö vera ein. Stundum kom ég auga á aðra einmana veru. Það var Ernest, en hann gætti þess vel, að veröa ekki á vegi minum og ég gerði ekkert til aö þröngva mér upp á hann. Einn daginn fór Joan aö segja mér frá erföaskrá gamla manns- ins. — Viö verðum aö eignast barn. Frances hefur komiö þvi þannig fyrir, aö allu auöurinn fer i eins- konar sjóö á nafni barnanna, aö sjálfsögöu skilgetinna barna. Svo þú sérö aö þvi fleir bör.n sem fæö- ast, þvi meiri afrakstur fyrir fjöl- skyldurnar. Foreldrar eiga aö ráöa yfir rentunum, þangaö til börnin verða myndug og eins og þú kannski veizt, þá eru þetta stórar upphæöir. Frances hefir komiö þssu i kring, til aö hefna sin á bræörum sinum. Hún hefur allt- af verið öfundsjúk i þeirra garö. Hún er nú.sigri hrósandi yfir þvi aö þeir eiga enga erfingja, sér- staklega er hún sigri hrósandi gagnvart mér, en reynir aö leyna þvi meö þessu, þegar Elizabeth fórst, en hún var sannarlega ekki sorgbitin þá. Hún vissi, aö ef hún heföi nokkurn tima látiö á þvi bera, hefði Ernest hreinlega myrt hana. Þaö er ekki einu sinni nóg, aö við eignumst „eölileg” börn, viö veröum lika aö búa hérna. Þaö er sjúklegt eöli, sem hefur komiö þessu öllu i kring, Anne. Ég varö alveg miöur min, viö aö heyra þetta. Gat þaö veriö satt, aö Frances væri þessi norn. Hún sem virtist svo dreyföarleg og hugmyndasnauö. — Veit Charles um þetta? spuröi ég. — Þaö er hann sjálfur, sem sagöi mér þetta, sagöi Joan og brosti biturlega. Frh. i næsta blaði. 31. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.